Kia Connect - Samskiptastýrðar samgöngur

Með Kia Connect upplifir þú nýja stafræna tíma í akstri.

Vertu með allt á hreinu með rauntíma upplýsingum þannig að hver áfangi ferðarinnar einkennist af fullkominni tengingu við umheiminn, einfaldleikann og fyrirsjáanleikann. Nýja Kia Connect appið okkar færir þér lykilinn að nýrri veröld samgangna.

Með einni snertingu

Tengstu bílnum þínum með einni snertingu. Aksturinn er nefnilega meira en eingöngu sá tími sem það tekur að komast milli staða.
Kia Connect færir þér fjölda sérsniðinna aðgerða í appi sem einfalda allar leiðir að áfangastað.

Áður en haldið er heim geturðu nýtt appið svo hitastigið í farþegarýminu verði í samræmi við þínar óskir þegar sest er inn í bílinn*. Meðan á akstri stendur nýtir Kia Connect appið rauntímagögn til að upplýsa þig um umferðina. Þegar þú stígur út úr Kia getur appið vísað þér leið síðasta spölinn á áfangastað, einnig með svokallaðri Augmented Reality aðgerð, viljir þú upplifa hana.

* Rafakstur eingöngu