Lagaleg skjöl Kia Connect

Notkunarskilmálar

 • 1. Umfang

 • Þessir Notkunarskilmálar („Notkunarskilmálar“) eiga við um notkun Kia Connect appsins („Kia Connect appið“) og/eða notkun Kia Connect um miðlæga stjórnborðs bílsins („Miðlægt stjórnborð“), sem veitir þér með tækifæri til að nota ákveðna Kia Connect þjónustu („Þjónusta“). Þjónustan er veitt af Kia Connect GmbH, skráð undir skráningarnúmerinu HRB 112541, Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main, netfang: info@kia-connect.eu („Kia“; „við“; „okkur“; „okkar“) fyrir notanda Þjónustunnar („Notandi“ eða „þú“).
  Hafirðu spurningar um eða vegna þessara Notkunarskilmála er hægt að hafa samband við símaþjónustu viðskiptavina:

  Kia Connect GmbH
  Netfang: info@kia-connect.eu
  Póstfang: Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main, Þýskalandi
  [Skoðaðu samskiptaeyðublað okkar til að fá aðstoð: https://connect.kia.com/eu/customer-support/contact-form/]
  Kynntu þér persónuverndartilkynningu Kia til að nálgast upplýsingar um hverskyns persónuupplýsingum sem safnað er og unnið úr í tengslum við Þjónustuna.

 • 2. Notkun Þjónustunnar

 • 2.1. Þú getur notað Þjónustuna í Kia Connect appinu og/eða Miðlæga stjórnborðinu. Ef þú notar Þjónustuna í Kia Connect appinu þarftu Kia reikning og gætir þurft að tengja Kia Connect appið við eitt eða fleiri Kia ökutæki. Notandinn þarf ekki að skrá sig til þess að nota Þjónustuna í gegnum Miðlæga stjórnborðið. Ekki er þörf á Kia reikningi.
  2.2. Notkun þjónustunnar í Kia Connect appinu kann að gera kröfu um netaðgang eða aðra fjarskiptaþjónustu. Þessir notendaskilmálar taka ekki til fjarskiptaþjónustunnar sem kann að vera forsenda notkunar Þjónustunnar í Kia Connect appinu. Sú notkun er háð sérstöku samkomulagi við þann sem veitir þá þjónustu og fyrir hana kann að vera gjaldtaka.
  2.3. Kaupsamningur um bifreiðina og samningur um aðgang að Þjónustunni í samræmi við Notkunarskilmálana eru tveir lagalega sjálfstæðir viðskiptagjörningar og samningar. Efndir annars samningsins hafa ekki nokkur áhrif á hinn samninginn. Við vissar kringumstæður getur þetta þýtt að Notandinn efni kaupsamning um bifreiðina án þess að vera kleift að nota Þjónustuna. Á hinn bóginn getur það að kaupsamningur um bifreiðina gangi til baka eða sé rift orðið til þess að heimilt sé að slíta samningi um Þjónustuna með vísan í gr. 9.4.
  2.4. Hverskyns samningar á milli Kia og Notandans eru gerðir í íslenskri og enskri útgáfu. Að gerðum þeim samningi sem við á verður hann aðgengilegur Notandanum í Kia Connect appinu og/eða Miðlæga stjórnborðinu.

 • 3. Þjónustan

 • 3.1. Kia Connect appið og Miðlæga stjórnborðið veitir aðgang að eftirfarandi Þjónustu, sem nánar er lýst í þjónustulýsingu hvers einstaks þáttar Þjónustunnar, sem eru hluti þessara Notendaskilmála (þjónusta sem er í boði getur verið mismunandi eftir bifreiðategundum, framleiðslutíma og gerð - sé frekari upplýsinga óskað, vinsamlegast hafið samband í samræmi við upplýsingar þar um í gr. 1 að framan):
  3.1.1. Kia Connect appið
  3.1.1.1. Valmynd og leitarslá
  3.1.1.2. Fjarstýrð loftræsting/miðstöð
  3.1.1.3. Fjarhleðsla
  3.1.1.4. Fjarlæsing
  3.1.1.5. Senda í bíl
  3.1.1.6. Finna bílinn minn
  3.1.1.7. Mínar ferðir
  3.1.1.8. Staða ökutækis
  3.1.1.9. Ökutækjaskýrsla
  3.1.1.10. Bilanagreining bíls
  3.1.1.11. Viðvörunarkerfi bifreiðar
  3.1.1.12. Þjófavörn
  3.1.1.13. Flutningur notandalýsingar
  3.1.1.14. Fjarhituð og loftræst sæti (aðeins rafbílar)
  3.1.1.15. Fjarstýrð rúðustýring
  3.1.1.16. Leiðsögn síðustu kílómetrana
  3.1.1.17. Bílastæðaþjónustustilling
  3.1.1.18. Viðvörun um afhleðslu rafhlöðu
  3.1.1.19. Tilkynningar um ástand bifreiðar
  3.1.1.20. Aftursætisfarþegaboði (e. Rear Passenger Alarm)
  3.1.1.21. Viðvörun um hægagang ökutækis
  3.1.2. Miðlægt stjórnborð
  3.1.2.1. Kia Connect beint Þjónusta veitir aðgang að eftirfarandi:
  • Umferð: Beinum umferðarupplýsingum, sem notaðar eru til þess að velja leiðina sem farin er og veita upplýsingar um umferð. Leiðsögukerfið gerir Notandanum kleift að finna leið á áfangastað með því að tefla saman beinum umferðarupplýsingum og upplýsingum um hvernig venjulega háttar til með umferð.
  • Beinum upplýsingum um áhugaverða staði (POI): Upplýsingum um áhugaverða staði byggðum á staðsetningu;
  • Veður: Svæðisbundnum veðurupplýsingum;
  • Bílastæði: Upplýsingum um hvar leggja megi á götum eða utan gatna, byggðum á staðsetningu, áfangastaði í grenndinni, staði í grenndinni sem hafa verið skoðaðir og miðbæ;
  • Áhugaverðum stöðum fyrir rafbifreiðar (tekur einungis til raf- og tvinnbifreiða): Upplýsingum um hleðslustöðvar, byggðum á staðsetningu, þ.á m. hvort þær sé lausar til afnota;
  • Áhugaverðum stöðum vegna umboðsaðila: Upplýsingum, byggðum á staðsetningu, um Kia umboðsaðila í grenndinni og
  • Upplýsingar um myndavélar/hættusvæði (ef slíkt er heimilt að lögum í þínu landi, sjá gr. 15): Kerfið birtir viðvaranir á svæðum þar sem slys eru algeng og varar þig við hættusvæðum eða hraðamyndavélum.
  3.1.2.2. Raddgreining á netinu gerir þér kleift að gefa munnleg fyrirmæli til þess að fá aðgang að og stjórna Þjónustu sem er í boði og semja og senda textaskilaboð með farsíma eða sambærilegu tæki. Raddgreining á netinu vinnur í netumhverfi. Raddsýnum og staðsetningarupplýsingum Notandans verður safnað og geymd í því skyni að reka og bæta raddgreiningarþjónustuna á netinu.
  3.1.2.3. Samstilling á persónulegu dagatali/leiðsögn gerir Notendum kleift að sjá einkadagatal sitt í miðlæga stjórnborðinu og nota það til að setja inn áfangastað. Þessi þjónusta er samhæf við Google Calendar og Apple Calendar.
  3.2. Eftirgreindir þjónustuþættir eru háðir söfnun og vinnslu staðsetningargagna (GPS gagna): Valmynd og leitarslá, Fjarstýrð loftræsting/miðstöð (aðeins rafbílar), Fjarhleðsla, Fjarlæsing, Senda í bíl, Finna bílinn minn, Mínar ferðir, Staða ökutækis, Ökutækjaskýrsla, Bilanagreining bíls, Viðvörunarkerfi bifreiðar og Þjófavörn. Án söfnunar og vinnslu staðsetningarupplýsinga er ekki hægt að veita Þjónustuna.
  3.3. Við greinum Þjónustuna og bætum hana enn frekar til að þróa nýjar samgöngulausnir og samgöngutengdar vörur og/eða þjónustu, til að vernda vörur okkar og/eða til að bæta þjónustu okkar. Í þessum tilgangi greinum við sjálfkrafa gögnin sem safnað er á grundvelli tölfræði- og reiknilíkana til að greina möguleika á úrbótum.

 • 4. Hugverkaréttur

 • 4.1. Allt innihald Þjónustunnar er eign Kia, beinu og óbeinu hlutdeildarfélaga þess eða tengdra félaga (hér eftir kallað „Kia samstæðan“) eða þriðju aðila og er varið af viðeigandi hugverkarétti með öllum réttindum áskildum. Öll réttindi á Þjónustunni, undirliggjandi hugbúnaði, efninu og uppsetningunni eru í eigu Kia samstæðunnar og leyfishafa þess. Þú mátt ekki selja, dreifa, senda út, gefa út eða nýta Þjónustuna í viðskiptatilgangi á nokkurn hátt án skýrs skriflegs leyfis okkar. Þú mátt ekki endurgera (að öllu leyti eða að hluta), senda (rafrænt eða á annan hátt), breyta, birta, endursenda, selja leyfi að, tengja eða á annan hátt nota Þjónustuna í opinberum eða viðskiptalegum tilgangi án fyrirfram samþykkis.
  4.2. Ekkert í þessum Notkunarskilmálum skal túlkað á þann veg að feli í sér leyfisveitingu eða heimild til þess að nota mynd, vörumerki, þjónustumerki eða firmamerki, sem öll eru í eigu Kia samstæðunnar Kia samstæðan áskilur sér allan rétt varðandi hugverk sem eru í hennar eigu eða upplýsingar eða efni sem tengist Þjónustunni og mun vernda slík réttindi að því marki sem auðið er á grundvelli þeirra laga sem sem sett eru til verndar slíkum réttindum.

 • 5. Skyldur notanda

 • 5.1. Þér er skylt að fara að viðeigandi lögum og virða rétt þriðju manna við notkun þína á Þjónustunni.
  5.2. Að auki er þér ekki heimilt að misnota Þjónustuna.
  5.3. Hvað varðar notkun á Miðlægu stjórnborði:
  5.3.1. Þú mátt ekki nota SIM-kortið sem notað er til að hægt sé að veita Þjónustuna: (a) fyrir flutning raddgagna (þ.m.t. netsímtöl); (b) til að fá aðgang að stöðum með opinberu vistfangi (t.d. opnar IP-tölur), þar á meðal í gegnum staðgengilsþjón, gátt eða beini; (c) á hvern þann máta sem reynir að komast í gegnum öryggisráðstafanir, hvort sem slíkt gegnumbrot veldur skemmdum á gögnum eða gagnatapi eður ei; (d) á hvern þann máta sem notar þjónustuna eða hugbúnað í tengslum við internetspjall, deilingu skráa, BitTorrent eða staðgengilsþjón; (e) á máta sem tengist sendingu ruslpósts, sendingu fjöldatölvupósts eða auglýsingaskilaboða eða til að viðhalda opinni SMTP-rás; eða (f) á hvern þann hátt sem veldur bilunum í netkerfinu.
  5.3.2. Þú mátt ekki birta þriðju aðilum niðurstöður afkastaprófana á SIM netkerfinu, þjónustunni eða þáttum hennar.
  5.3.3. Að því marki sem þú notar SIM kort til aðgangs að Þjónustunni, þarf að gera þér grein fyrir eftirfarandi: 4G/LTE-þjónusta (frá utanaðkomandi símafyrirtæki) er aðeins í boði fyrir samhæf tæki (t.d. miðlægt stjórnborð) sem styðja 4G/LTE-tíðni viðkomandi símkerfis. Þar sem 4G/LTE-þjónusta getur ekki verið veitt er boðið upp á 2G- eða 3G-þjónustu í samræmi við framboð og samhæfi miðlæga stjórnborðsins við slík símkerfi

 • 6. Gjaldfrjáls þjónusta

 • Þjónustan er gjaldfrjáls í 7 ár talið frá þeim degi sem bifreiðin er seld fyrsta eiganda sínum, þ.e. á þeim degi sem fyrsti kaupsamningur um bifreiðina er gerður. Við áskiljum okkur rétt til þess að leggja síðar til viðbótarþjónustu sem ætti undir aðra notendaskilmála.

 • 7. Virkur tími (uppitími)

 • 7.1. Við áskiljum okkur rétt til þess að rjúfa tímabundið eða varanlega aðgang að Þjónustunni að heild eða í hluta af tæknilegum ástæðum eða fyrir öryggis sakir (svo sem ef brestur verður á öryggi) eða af öðrum mikilvægum ástæðum.
  7.2. Aðgangur að og notkun á Þjónustunni getur verið bundinn skilyrðum vegna aðstæðna sem ekki eru á okkar valdi. Þetta á sérstaklega við um tengimöguleika hjá fjarskiptafyrirtækjum. Í einstökum tilfellum getur netkerfið leitt til þess að Þjónustan sé ekki tiltæk þar sem nauðsynlegur gagnaflutningur getur ekki átt sér stað. Að aukist geta afköst skerst tímabundið á álagstímum á Þjónustunni, símkerfum, bæði þráðlausum og landlínu, og internetinu.
  7.3. Truflanir geta einnig orðið af óviðráðanlegum ytri atvikum (force majeure), þ. á m. farsóttum, verkföllum, bönnum eða opinberum fyrirmælum og vegna tæknilegra eða annarskonar ráðstafana (s.s. viðgerða, viðhalds, uppfærslu hugbúnaðar og framlenginga) nauðsynlegra fyrir kerfi okkar eða þjónustuaðila sem veita okkur þjónustu hvort heldur er við að koma Þjónustunni á eða koma henni til viðskiptavina, þeirra sem leggja okkur til efni eða reka fjarskiptaþjónustu nauðsynlegrar til viðunandi eða bætts rekstrar Þjónustunnar. .
  7.4. Sé lokað fyrir aðgang að Þjónustunni, hann takmarkaður eða truflaður, svo sem lýst er í þessari grein 7, munum við eftir föngum láta þig vita af því fyrirfram og útskýra ástæðu lokunarinnar, takmörkunarinnar eða truflunarinnar.

 • 8. Gagnavernd

 • Kynntu þér persónuverndartilkynningu Kia til að nálgast upplýsingar um hverskyns persónuupplýsingum sem safnað er og unnið úr í tengslum við Þjónustuna.
  Notandinn skal upplýsa alla aðra notendur/ökumenn ökutækisins um að Þjónustan sé virk. Notandinn skal einkum upplýsa slíkan annan notanda/bílstjóra um gagnavinnslustarfsemina sem lýst er í Persónuverndartilkynning - App og þá staðreynd að Þjónustan krefst söfnunar og vinnslu staðsetningargagna (GPS-gagna).

 • 9. Tímabil, samningsslit

 • 9.1. Rétturinn til notkunar Þjónustunnar verður virkur daginn sem bifreiðin er seld fyrsta eiganda sínum, þ.e. frá þeim tíma sem fyrsti kaupsamningur um bifreiðina tekur gildi og fellur sjálfkrafa úr gildi 7 árum síðar.
  9.2. Þér er heimilt að segja samningnum um aðgang að Þjónustunni, og þar með réttinum til notkunar hennar, upp með 6 vikna fyrirvara hvenær sem er. Uppsögn tekur þó ekki gildi fyrr en við lok þess ársfjórðungs sem næst eru eftir að 6 vikna fresturinn er liðinn.
  9.3. Réttur hvors aðila um sig til þess að segja upp samningi af vanefndaástæðum eða á öðrum fullnægjandi grundvelli helst eftir sem áður.
  9.4. Ennfremur, komi til þess að kaupsamningur um bifreið gangi af einhverjum ástæðum til baka, endurkaupa eða annarskonar endurheimt viðkomandi dreifingaraðila á bifreiðinni, riftunar rekstraleigusamnings um bifreiðina, sölu bifreiðarinnar til þriðja aðila, stuldar á bifreiðinni eða þess að hún eyðileggist þannig að ekki verði úr bætt er hvorum aðila um sig heimilt að slíta samningi um Þjónustuna að því er tekur til þeirrar bifreiðar sem framangreint á við. Samningsslitin taka gildi svo skjótt sem annar aðilinn tekur við tilkynningu þess efnis frá hinum. Komi til sölu bifreiðarinnar til þriðja aðila eða framsals til hans af öðrum orsökum, ber Notandanum að eyða gögnum sem vistuð eru í bifreiðinni..
  9.5. Við áskiljum okkur tímabundinn eða varanlegan rétt til þess að læsa fyrir og eða afturkalla rétt til notkunar Þjónustunnar vegna alvarlegra brota á þessum notendaskilmálum. Einnig er okkur heimilt að slíta samningi við Notanda sem verður uppvís að alvarlegum brot á notendaskilmálunum getum við slitið samningi.
  9.6. Ef þú selur bílinn eða gefur þriðja aðila varanleg afnot af honum skaltu gæta þess að afvirkja Þjónustuna í Miðlæga stjórnborðinu. Þá er ökutækið aftengt frá Kia Connect appinu en Kia reikningsgögnum í Kia Connect appinu er ekki eytt.

 • 10. Breytingar á Notkunarskilmálum

 • 10.1. Kia áskilur sér rétt til að gera eðlilegar breytingar á Notkunarskilmálunum og/eða Þjónustunni. Notandinn mun fá tilkynningu frá okkur um allar breytingar á þessum Notkunarskilmálum og/eða Þjónustunni. Ef Notandinn hafnar ekki þessum breytingum á textaformi (t.d. tölvupósti, símbréfi) innan fjögurra vikna eftir móttöku tilkynningarinnar, teljast breytingarnar samþykktar. Við munum tilkynna Notandanum sérstaklega um höfnunarréttinn og afleiðingar þess að segja ekki neitt.
  10.2. Hafni Notandinn breytingunum, áskiljum við okkur rétt til þess að afturkalla réttinn til notkunar þeirra þátta Appþjónustunnar sem breytingin tekur til með 6 vikna fyrirvara.

 • 11. Ýmislegt

 • 11.1. Notkunarskilmálar eru heildarsamkomulag aðila varðandi notkun Þjónustunnar og ganga framar öllum fyrri samningum, skriflegum sem munnlegum, á milli aðila um Þjónustuna.
  11.2. Skilmálar frá Notanda sem fela í sér frávik, eru í andstöðu við eða til viðbótar við Notkunarskilmálana gilda því aðeins um notkun Þjónustunnar að við höfum fallist skriflega á þá með skýrum hætti.
  11.3. Allar breytingar og viðbætur á Notkunarskilmálanum sem og tilkynningar sem nauðsynlegar eru fyrir framkvæmd þeirra krefjast þess að textaform (þ.m.t. tölvupóstur, fax) sé virkt. Aðeins er hægt að hnekkja kröfu um textaform á textaformi.
  11.4. Við höfum rétt á að framselja réttindi okkar og skyldur samkvæmt þessum samningi annað hvort að öllu leyti eða að hluta til annars þjónustuveitanda með því að veita Notanda 6 vikna fyrirvara. Í þessu tilviki skal Notandinn þó hafa rétt til að rifta samningnum innan mánaðar frá móttöku skriflegrar tilkynningar sem gildir þegar ætlunin er að framselja samninginn til fyrirtækisins sem tekur við stöðu Kia í samningnum. Við munum upplýsa Notandann sérstaklega um þennan uppsagnarrétt í skriflegri tilkynningu. Til að koma í veg fyrir vafa er þessi réttur með fyrirvara um rétt þinn til að segja upp Notkunarskilmálunum og þar með réttinum til að nota þjónustuna hvenær sem er með 6 vikna fyrirvara eins og kveðið er á um í lið 9.2.

 • 12. Þjónusta við viðskiptavini / kvartanir

 • 12.1. Upplýsingar um hvert Notendur skuli snúa sér með spurningar eða kvartanir sem þeir kunna að hafa er að finna í grein 1 að framan.
  12.2. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heldur úti vefsíðu þar sem finna má slíka málsmeðferð á netinu í þeim tilgangi að veita neytendum og þeim sem þeir eiga viðskipti við úrræði til þess að ná fram úrlausn ágreiningsmála utan dómstóla á http://ec.europa.eu/consumers/odr/. Kia mun ekki og er ekki skylt að taka þátt í málsmeðferð utan dómstóla sem til kann að vera stofnað fyrir neytendur.

 • 13. Enginn réttur til að segja sig frá

 • Notandinn getur ekki sagt sig frá Þjónustunni. Einu gildir þótt Notandinn sé neytandi þar sem Þjónustan er veitt án endurgjalds.

 • 14. Bótaábyrgð

 • Eftirfarandi bótaábyrgð á við þig í því landi þar sem þú hefur aðsetur:

Austurríki

Kia skal ekki sæta neinni annarri bótaábyrgð en (1) bótaábyrgð vegna vítaverðs gáleysis eða ásetnings og (2) bótaábyrgð vegna saka sem orsakast af líkamsmeiðingum eða dauða.

Belgía

14.1      Að því marki sem gildandi lög leyfa skal samnings- og utanaðkomandi bótaábyrgð Kia, án tillits til lagalegs grundvallar (hvort sem er vegna ábyrgðar, samnings, skaðabóta, vanrækslu eða annars, þ.m.t. vegna dulinna/falinna galla), vegna taps og tjóns sem stafar af eða í tengslum við veitingu Þjónustunnar eða töf eða truflun á veitingu Þjónustunnar, takmarkast sem hér segir:

                14.1.1        Kia er bótaábyrgt allt að því fyrirsjáanlegu tjóni sem er dæmigert fyrir þessa tegund samninga vegna brota á efnislegum samningsskuldbindingum;

                14.1.2        Kia skal ekki vera bótaábyrgt vegna brota á óverulegum samningsskuldbindingum né vegna nokkurs vanrækslu á annarri umönnunarskyldu sem við á; og

                14.1.3        Kia er ekki bótaábyrgt fyrir sérstöku, óbeinu eða afleiddu tjóni, þar með talið, en ekki takmarkað við, tap á notkun, gagna, hagnaðar, sparnaðar, tækifæra, viðskiptavildar, svo og vegna kröfu þriðja aðila (jafnvel þó Kia hefur verið bent á möguleikann á slíku tjóni).

14.2      Fyrrnefndar takmarkanir á ábyrgð eiga ekki við (i) neina lögboðna ábyrgð (svo sem ábyrgð á gölluðum vörum), (ii) ábyrgð á líkamsmeiðingum eða dauða af völdum nokkurrar athafnar eða aðgerðaleysis Kia, (iii) hvers konar ábyrgð vegna svika eða vítaverðs gáleysi, eða (iv) önnur ábyrgð sem ekki er hægt að takmarka eða útiloka með lögum. Að auki eiga slíkar takmarkanir á ábyrgð ekki við ef og að því marki sem Kia hefur tekið á sig sérstaka ábyrgð.

Tékkland

14.1      Samningsbundin og lögbundin ábyrgð Kia vegna tjóns af völdum smávægilegs gáleysis skal, óháð lögfræðilegum forsendum þess, takmarkast sem hér segir:

a)     Kia er bótaábyrgt allt að því fyrirsjáanlegu tjóni sem er dæmigert fyrir þessa tegund samninga vegna brota á samningsskuldbindingum;

b)    Kia er ekki bótaábyrgt fyrir óbeinu tjóni sem getur stafað af notkun Þjónustunnar.

14.2      Framangreindar takmarkanir á ábyrgð eiga ekki við um skyldubundna, lögbundna ábyrgð, einkum og sér í lagi ábyrgð á vítaverðu gáleysi eða vísvitandi misferli, tjón af völdum náttúrulegra réttinda einstaklings eða ábyrgð á gölluðum vörum. Að auki eiga slíkar takmarkanir á ábyrgð ekki við gagnvart veikari aðilum í skilningi 2. mgr. 433 í tékknesku borgaralögunum og ef og að því marki sem Kia hefur tekið á sig sérstaka ábyrgð.

14.3      Kaflar 14.1 og 14.2 eiga við í samræmi við ábyrgð Kia vegna sóaðra útgjalda.

14.4      Notandanum er skylt að taka skynsamlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir og lágmarka tjón.

Frakkland

14.1      Samningsbundin ábyrgð Kia vegna tjóns af völdum smávægilegs gáleysis skal, takmarkast sem hér segir:

                14.1.1        Kia er bótaábyrgt allt að því fyrirsjáanlegu tjóni sem er dæmigert fyrir þessa tegund samninga vegna brota á samningsskuldbindingum;

                14.1.2        Kia er ekki bótaábyrgt fyrir óbeinu tjóni sem getur stafað af notkun;

                14.1.3        Kia ber ekki ábyrgð á tjóni af völdum óviðráðanlegs atburðar (þ.e. atburður sem Kia ræður ekki yfir og sem ekki hefði verið hægt að sjá fyrir með sanngirni þegar þeim lauk).

14.2      Framangreindar takmarkanir á ábyrgð eiga ekki við um skyldubundna, lögbundna ábyrgð, einkum og sér í lagi ábyrgð á vítaverðu gáleysi eða vísvitandi misferli, ábyrgð á gölluðum vörum og ábyrgð á líkamstjóni. Að auki eiga slíkar takmarkanir á ábyrgð ekki við ef og að því marki sem Kia hefur tekið á sig sérstaka ábyrgð.

14.3      Kaflar 14.1 og 14.2 eiga við í samræmi við ábyrgð Kia vegna sóaðra útgjalda.

Þýskaland

14.1      Samningsbundin og lögbundin ábyrgð Kia vegna tjóns af völdum smávægilegs gáleysis skal, óháð lögfræðilegum forsendum þess, takmarkast sem hér segir:

                14.1.1        Kia er bótaábyrgt allt að því fyrirsjáanlegu tjóni sem er dæmigert fyrir þessa tegund samninga vegna brota á efnislegum samningsskuldbindingum;

                14.1.2        Kia er ekki ábyrgt fyrir brot á minniháttar gáleysi á annarri viðeigandi umönnunarskyldu.

14.2      Fyrrnefndar takmarkanir á ábyrgð eiga ekki við neina skyldubundna, lögbundna ábyrgð, einkum og sér í lagi ábyrgð vegna vísvitandi misferlis, ábyrgð samkvæmt þýsku vöruábyrgðarlögunum (Produkthaftungsgesetz) og ábyrgð á líkamstjóni vegna slysa. Að auki eiga slíkar takmarkanir á ábyrgð ekki við ef og að því marki sem Kia hefur tekið á sig sérstaka ábyrgð.

14.3      Kaflar 14.1 og 14.2 eiga við í samræmi við ábyrgð Kia vegna sóaðra útgjalda.

14.4      Notandanum er skylt að taka skynsamlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir og lágmarka tjón.

14.5      Kia er ekki ábyrgt fyrir notkun myndavélar / hættusvæðisviðvarana bönnuð skv. 23. mgr. 1c þýsku umferðarlaganna („StVO“) (sjá grein 15).

14.6      14.6 TomTom Global Content B.V. er ekki ábyrgt fyrir notkun viðvörunar myndavélar/hættusvæða sem bönnuð er skv. 23. mgr. 1c þýsku umferðarlaganna („StVO“) (sjá grein 15).

Ungverjaland

14.1      Að því marki sem gildandi lög leyfa skal samnings- og utanaðkomandi bótaábyrgð Kia, án tillits til lagalegs grundvallar (hvort sem er vegna ábyrgðar, samnings, skaðabóta, vanrækslu eða annars, þ.m.t. vegna dulinna/falinna galla), vegna taps og tjóns sem stafar af eða í tengslum við veitingu Þjónustunnar eða töf eða truflun á veitingu Þjónustunnar, takmarkast sem hér segir:

                14.1.1        Kia er bótaábyrgt allt að því fyrirsjáanlegu tjóni sem er dæmigert fyrir þessa tegund samninga vegna brota á efnislegum samningsskuldbindingum;

                14.1.2        Kia skal ekki vera bótaábyrgt vegna brota á óverulegum samningsskuldbindingum né vegna nokkurs vanrækslu á annarri umönnunarskyldu sem við á; og

                14.1.3        Kia er ekki bótaábyrgt fyrir sérstöku, óbeinu eða afleiddu tjóni, þar með talið, en ekki takmarkað við, tap á notkun, gagna, hagnaðar, sparnaðar, tækifæra, viðskiptavildar, svo og vegna kröfu þriðja aðila (jafnvel þó Kia hefur verið bent á möguleikann á slíku tjóni).

14.2      Ofangreindar takmarkanir á ábyrgð eiga ekki við ef og að því marki sem Kia hefur tekið á sig sérstaka ábyrgð. Ekkert í þessum Notkunarskilmálum takmarkar eða útilokar ábyrgð Kia vegna (i) dauða eða líkamstjóns sem stafar af vanrækslu Kia eða vanrækslu starfsmanna eða umboðsmanna Kia; (ii) viljandi misferli; (iii) brot á skuldbindingum sem stafa af reglum um almennar reglur; og (iv) önnur tilvik þar sem ábyrgð Kia má ekki takmarka eða útiloka samkvæmt gildandi lögum.

Ítalía

14.1      Ábyrgð Kia vegna tjóns af völdum smávægilegs gáleysis skal, takmarkast sem hér segir:

                14.1.1        Kia er bótaábyrgt allt að því fyrirsjáanlegu tjóni sem er dæmigert fyrir þessa tegund samninga vegna brota á efnislegum samningsskuldbindingum;

                14.1.2        Kia er ekki ábyrgt fyrir brot á minniháttar gáleysi á annarri viðeigandi umönnunarskyldu.

14.2      Ofangreindar takmarkanir á ábyrgð eiga ekki við ef og að því marki sem Kia hefur tekið á sig sérstaka ábyrgð. Ekkert í þessum Notkunarskilmálum takmarkar eða útilokar ábyrgð Kia vegna (i) dauða eða líkamstjóns sem stafar af vanrækslu Kia eða vanrækslu starfsmanna eða umboðsmanna Kia; (ii) vítavert gáleysi eða viljandi misferli; (iii) brot á skuldbindingum sem stafa af reglum um almennar reglur; og (iv) önnur tilvik þar sem ábyrgð Kia má ekki takmarka eða útiloka samkvæmt gildandi lögum.

14.3      Kaflar 14.1 og 14.2 eiga við í samræmi við ábyrgð Kia vegna sóaðra útgjalda.

14.4      Notandanum er skylt að taka skynsamlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir og lágmarka tjón.

Holland

14.1      Að því marki sem leyfilegt er samkvæmt gildandi lögbundnum lögum ber Kia ekki ábyrgð á neinum forsendum fyrir tjóni sem stafar af eða í tengslum við samninginn um veitingu Þjónustunnar eða Þjónustuna sjálfa. Framangreint á ekki við ef nokkur ábyrgð stafar af vítaverðu gáleysi eða viljandi misferli stjórnenda Kia.

14.2      Notandanum er skylt að taka skynsamlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir og lágmarka tjón.

Noregur

14.1       Samningsbundin og lögbundin ábyrgð Kia vegna tjóns af völdum smávægilegs gáleysis skal, óháð lögfræðilegum forsendum þess, takmarkast sem hér segir:

                14.1.1        Kia er bótaábyrgt allt að því fyrirsjáanlegu tjóni sem er dæmigert fyrir þessa tegund samninga vegna brota á efnislegum samningsskuldbindingum;

                14.1.2        Kia er ekki ábyrgt fyrir brot á minniháttar gáleysi á annarri viðeigandi;

                14.1.3        Ábyrgð Kia skal takmarkast við 5.000 NOK fyrir hvert tilvik.

14.2      Fyrrnefndar takmarkanir á ábyrgð eiga ekki við neina skyldubundna, lögbundna ábyrgð, þar með talið ábyrgð samkvæmt norsku vöruábyrgðarlögunum. Að auki eiga slíkar takmarkanir á ábyrgð ekki við ef og að því marki sem Kia hefur tekið á sig sérstaka ábyrgð.

Pólland

14.1      Kia er ekki ábyrgt fyrir raunverulegu tapi og/eða tapi á hagnaði, nema það sé af völdum viljandi misferlis Kia.

14.2      Fyrrnefndar takmarkanir á ábyrgð eiga ekki við neina skyldubundna, lögbundna ábyrgð, einkum og sér í lagi ábyrgð vegna vísvitandi misferlis, bótaábyrgð samkvæmt lögum um pólska vöruábyrgð (Ustawa z dnia 12 grudnia 2003 r. o ogólnym bezpieczeństwie produktów), ábyrgð vegna hættulegrar vöru samkvæmt pólsku borgaralögunum (Ustawa z dnia 23 kwietnia 1964 r. Kodeks Cywilny) og bótaábyrgð á slysum af völdum saka.

Írland

14.1      Kia er ábyrgt gagnvart þér vegna fyrirsjáanlegs taps og tjóns sem Kia veldur. Ef Kia fer ekki að þessum notkunarskilmálum skal Kia bera ábyrgð á tjóni sem þú kannt að verða fyrir og er fyrirsjáanlega afleiðing þess að Kia braut gegn þessum samningi, gerði ekki eðlilegar varúðarráðstafanir eða beitti viðeigandi færni, en við berum aftur á móti ekki ábyrgð á tjóni sem ekki er fyrirsjáanlegt. Tap eða tjón er fyrirsjáanlegt ef það er annaðhvort augljóst að af því mun verða eða ef, á þeim tíma sem samningurinn er gerður, bæði þú og við vitum að það kann að eiga sér stað.

14.2      Kia gerir enga fyrirvara við eða takmarkar á nokkurn hátt bótaábyrgð sína gagnvart þér þegar slíkt telst ólöglegt athæfi. Þetta nær til bótaábyrgðar vegna dauða eða heilsutjóns sem rekja má til vanrækslu Kia, starfsfólks þess, fulltrúa eða undirverktaka; vegna svika eða sviksamlega rangra staðhæfinga.

14.3      Kia ber ekki ábyrgð á rekstrartapi. Við bjóðum Þjónustuna aðeins til einkanota. Ef þú notar vörurnar í viðskiptum, rekstri eða til endursölu mun Kia ekki bera bótaábyrgð gagnvart þér vegna hagnaðartaps, glataðra viðskipta, truflunar á rekstri eða glataðra viðskiptatækifæra.

Slóvakía

14.4      Að því marki sem gildandi lög frá Slóvakíu leyfa skal samningsbundin og lögbundin ábyrgð Kia á tjóni (einkum raunverulegt tap og hagnaðartap) vera takmörkuð, án tillits til lagalegs grundvallar. Kia ber aðeins bótaábyrgð allt að fjárhæð skaðabóta sem Kia sá fyrir, eða sem Kia hefði getað séð fyrir sem hugsanleg afleiðing af brotum á skuldbindingu Kia, við framkvæmd samningsins, að teknu tilliti til allra staðreynda Kia vissi eða ætti að hafa vitað með því að sýna viðeigandi aðgát.

14.1      Fyrrnefndar takmarkanir á ábyrgð eiga ekki við neina skyldubundna, lögbundna ábyrgð. Að auki eiga slíkar takmarkanir á ábyrgð ekki við ef og að því marki sem Kia hefur tekið á sig sérstaka ábyrgð.

14.2      Notandanum er skylt að taka skynsamlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir og lágmarka tjón.

Spánn

14.5      Kia takmarkar ekki skyldubundna, lögbundna ábyrgð sína, þar með talin en ekki takmörkuð við ábyrgð vegna ásetningsbrots og ábyrgðar á slysum af völdum saka.

14.1      Kafli 14.1 á við í samræmi við ábyrgð Kia vegna sóaðra útgjalda.

Svíþjóð

14.6      Kia ber ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni, nema Kia hafi valdið tjóni af ásetningsbroti eða vítaverðu gáleysi.

14.1      Fyrrnefndar takmarkanir á ábyrgð eiga ekki við neina skyldubundna, lögbundna ábyrgð, einkum og sér í lagi vegna ábyrgðar á misferli, ábyrgð samkvæmt sænsku vöruábyrgðarlögunum (Produktansvarslagen) og ábyrgð á slysum af völdum saka. Að auki eiga slíkar takmarkanir á ábyrgð ekki við ef og að því marki sem Kia hefur tekið á sig sérstaka ábyrgð.

14.2      Kaflar 14.1 og 14.2 eiga við í samræmi við ábyrgð Kia vegna sóaðra útgjalda.

14.3      Notandanum er skylt að taka skynsamlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir og lágmarka tjón.

Bretland

14.7      Kia er ábyrgt gagnvart þér vegna fyrirsjáanlegs taps og tjóns sem Kia veldur. Ef Kia fer ekki að þessum notkunarskilmálum skal Kia bera ábyrgð á tjóni sem þú kannt að verða fyrir og er fyrirsjáanlega afleiðing þess að Kia braut gegn þessum samningi, gerði ekki eðlilegar varúðarráðstafanir eða beitti viðeigandi færni, en við berum aftur á móti ekki ábyrgð á tjóni sem ekki er fyrirsjáanlegt. Tap eða tjón er fyrirsjáanlegt ef það er annaðhvort augljóst að af því mun verða eða ef, á þeim tíma sem samningurinn er gerður, bæði þú og við vitum að það kann að eiga sér stað.

14.1      Kia gerir enga fyrirvara við eða takmarkar á nokkurn hátt bótaábyrgð sína gagnvart þér þegar slíkt telst ólöglegt athæfi. Þetta nær til bótaábyrgðar vegna dauða eða heilsutjóns sem rekja má til vanrækslu Kia, starfsfólks þess, fulltrúa eða undirverktaka; vegna svika eða sviksamlega rangra staðhæfinga; vegna brota á lagalegum rétti þínum í tengslum við þÞjónustuna, þar með talið réttindum til að fá Þjónustuna afhenta af viðeigandi færni og alúð.

14.2      Kia ber ekki ábyrgð á rekstrartapi. Við bjóðum Þjónustuna aðeins til einkanota. Ef þú notar vörurnar í viðskiptum, rekstri eða til endursölu mun Kia ekki bera bótaábyrgð gagnvart þér vegna hagnaðartaps, glataðra viðskipta, truflunar á rekstri eða glataðra viðskiptatækifæra.

 • 15. Breytingar á landslögum

 • Taflan hér að neðan inniheldur sérstakar staðbundnar lagabreytingar eins og í hverju landi þar sem þú hefur fasta búsetu.

Belgía

Síðustu setningunni í grein 4.1 verður breytt sem hér segir:

Með fyrirvara um lögboðin réttindi samkvæmt gildandi lögum mátt þú ekki endurgera (að öllu leyti eða að hluta), senda (rafrænt eða á annan hátt), breyta, birta, endursenda, selja leyfi að, tengja eða á annan hátt nota Þjónustuna í opinberum eða viðskiptalegum tilgangi án fyrirfram samþykkis.

1. mgr. í grein 11.4 verður breytt á eftirfarandi hátt:

Við höfum rétt á að framselja réttindi okkar og skyldur samkvæmt þessum samningi annað hvort að öllu leyti eða að hluta til annars þjónustuveitanda með því að veita Notanda 6 vikna fyrirvara og þetta, án samþykkis þíns að því tilskildu að þetta dragi ekki úr ábyrgð þinni sem neytanda.

Grein 13 verður breytt á eftirfarandi hátt:

Notandinn samþykkir beinlínis að framkvæmd samningsins hefjist, með samþykki Notanda, frá þeim degi sem notandinn skráir sig fyrir Kia reikningi (ef um Kia Connect appið er að ræða) og samþykkir núverandi Notkunarskilmála og viðurkennir því að hann missir afturköllunarrétt sinn, í samræmi við grein VI.53,13° í belgísku efnahagslögmálunum.

Tékkland

Grein 12.2 verður eytt og skipt út á eftirfarandi hátt:

Ef þú ert neytandi, fyrir utan að leggja fram kröfu fyrir tékkneskum dómstólum eða í annarri lögsögu, ef leyfilegt er samkvæmt gildandi lögum, þá átt þú einnig rétt á annarri úrlausn neytendadeilu sem stafar af eða í tengslum við samninginn sem stjórnast af þessum Notkunarskilmálum til viðurkenndrar lausnar deiluaðila. Þú getur fundið núverandi lista yfir viðurkennda aðra lausn deiluaðila auk frekari upplýsinga um viðeigandi ADR málsmeðferð á vefsíðu tékkneska viðskiptaeftirlitsins: https://www.adr.coi.cz.

Þú getur einnig lagt fram kvörtun á netinu til ADR í gegnum ágreiningsvettvanginn (ODR) á netinu sem er að finna hér: http://ec.europa.eu/consumers/odr/.

Grein 13 verður eytt og skipt út á eftirfarandi hátt:

Notandinn viðurkennir og samþykkir beinlínis að framkvæmd samningsins varðandi veitingu Þjónustunnar hefjist með samþykki Notandans frá og með þeim degi sem Notandinn samþykkir þessa Notkunarskilmála og viðurkennir því að hann/hún glatar afturköllunarrétti, í samræmi við lið 1837 (l) tékkneskum borgaralögum.

Þýskaland

Bætt verður við þessa grein 3.1.2.1 sem hér segir:

·         Það er sérstaklega tekið fram að gr. 23. mgr. 1c þýskra umferðarlaga (Straßenverkehrsordnung, „StVO“) bannar notkun viðvörunar hraðamyndavélar í bifreið þegar ekið er í Þýskalandi. Þér er skylt að hafa viðvörun hraðamyndavélar afvirkjaða, fara að viðeigandi lögum og virða rétt þriðju aðila við notkun þína á Þjónustunni.

Ungverjaland

Þessum Notkunarskilmálum er lokið á rafrænu formi. Notkunarskilmálunum verður lokið við virkjun Þjónustunnar með hnappnum „ÉG SAMÞYKKI“. Notkunarskilmálarnir eru ekki taldir gerðir skriflega og þú munt geta geymt þá og fengið aðgang að og endurskapað Notkunarskilmála hjá gagnaþjónustu þinni eða rafrænum miðli. Við munum útvega tæknilegar leiðir til að bera kennsl á og leiðrétta inntaksvillur með rafrænni vinnslu áður en lögbundin yfirlýsing er gefin.

Grein 12.2 á ekki við þig ef þú ert neytandi.

Holland

Bætt verður við grein 10.1 sem hér segir:

Kia áskilur sér rétt til að gera eðlilegar breytingar á Notkunarskilmálunum og/eða Þjónustunni. Notandinn mun fá tilkynningu frá okkur um allar breytingar á þessum Notkunarskilmálum og/eða Þjónustunni. Allar slíkar breytingar taka gildi 6 vikum eftir móttöku tilkynningarinnar frá Notandanum.

Pólland

Grein 13 verður eytt og skipt út á eftirfarandi hátt:

Notandinn getur ekki sagt sig frá Þjónustunni. Þetta á jafnvel við ef Notandinn er neytandi, þar sem notkun Kia Connect appsins og einhverrar Þjónustu felst í framboði stafræns efnis sem Kia hefur ekki skráð á varanlegan miðil til Notandans. Ef þú ert neytandi viðurkennir þú og samþykkir að með því að hlaða niður Kia Connect appinu samþykkir þú að Kia hefjist strax og þú átt ekki afturköllunarrétt.

 • Þjónustulýsingar fyrir Kia Connect appið

 • 1. Fjarstýring
  1.1. Fjarstýrð loftræsting/miðstöð (aðeins rafbílar): Þjónustan gerir Notandanum kleift að fjarstýra og stilla loftræstikerfi/miðstöð rafbifreiðar þinnar, þ.á m. afþýðingarstillingar, með Kia Connect appinu.
  1.2. Fjarhleðsla (tekur einungis til raf- og tvinnbifreiða): Þjónustan gerir Notandanum kleift að hefja og stöðva hleðslu á rafhlöðum raf- og tvinnbifreiða með fjarstýringu og stjórna slíkri hleðslu með Kia Connect appinu.
  1.3. Fjarlæsing: Þjónustan gerir Notandanum kleift að læsa/aflæsa dyrum bifreiðar með fjarstýringu og í gegnum ákveðin viðmót. Notandinn getur læst öllum dyrum eða aflæst allar dyr. Þjónustan mun athuga ýmiss forskilyrði til að tryggja öryggi við notkun hennar. Þjónustan getur veitt aðstoð í aðstæðum þegar Notandinn man ekki hvort hann/hún læsti bifreiðinni sem gerir þér Notandanum að framkvæma þessa aðgerð með fjarstýringu.
  1.4. Flutningur notandalýsingar: Þjónustan gerir Notandanum kleift að athuga og breyta stillingum ökutækis í Kia Connect appinu. Notandinn getur afritað stillingarupplýsingar og fært yfir í bifreið sína.
  1.5. Fjarhituð og loftræst sæti (aðeins rafbílar): Þjónustan gerir Notandanum kleift að fjarstýra hitun og loftræstingu aftur- og framsæta í rafbílum sínum.
  1.6. Fjarstýrð rúðustýring: Þjónustan gerir Notandanum kleift að fjarstýra rúðum í ökutæki sínu.
  2. Landupplýsingakerfi (GIS)
  2.1. Senda í bíl: Þjónustan gerir Notandanum kleift að senda upplýsingar um áhugaverða staði (POI) í leiðsögukerfi bifreiðarinnar og gerir Notandanum kleift að fá staðsetningarupplýsingar svo skjótt sem kveikt hefur verið á bifreiðinni.
  2.2. Finna bílinn minn: Þjónusta sem gerir Notandanum kleift að staðsetja bifreið þína. Staðsetning bifreiðarinnar verður sýnd í Kia Connect appinu.
  2.3. Mínar ferðir: Þjónustan gefur skýrslu um hverja ferð með dag- og tímasetningu, meðal- og hámarkshraða, vegalengd sem farin er og tíma sem ferðin tekur.
  2.4. Leiðsögn síðustu kílómetrana: Þjónustan gerir Notandanum kleift að nota snjallsíma til þess að halda leiðsögn áfram á áfangastað þótt búið sé að leggja bifreiðinni.
  2.5. Bílastæðaþjónustustilling: Sé þetta virkjað og bifreið er ekið af öðrum en Notandanum getur hann fylgst með staðsetningu bifreiðarinnar, hvenær síðast var slökkt á henni, aksturstíma, akstursvegalengd og hámarkshraða. Notandanum ber að tilkynna þeim sem bifreið ekur virki hann stillinguna.
  3. Upplýsingar um bifreið
  3.1. Staða ökutækis: Þjónustan gefur Notandanum upplýsingar um stöðu eða ástand eftirfarandi í Kia Connect appinu:
  3.1.1. Staða hurðar
  3.1.2. Staða skotts og húdds
  3.1.3. Staða miðstöðvar/loftræstingar
  3.1.4. Staða hleðslurafhlöðu, hleðslutækis, hleðslu (tekur einungis til rafbifreiða)
  3.1.5. Eldsneytisstaða
  3.1.6. Staða sætishita og loftræstingar
  3.1.7. Staða glugga
  3.1.8. Staða sóllúgu
  3.1.9. Staða 12V rafgeymis
  3.1.10. Staða ljósa
  3.2. Ökutækjaskýrsla: Notandinn fær skýrslu í Kia Connect appið. Skýrslan inniheldur greiningarupplýsingar um bifreiðina og akstursmynstur. Þarfnist eitthvað viðhalds eða viðgerðar verður Notandinn upplýstur um það og hversu alvarlegt eða aðkallandi viðhald eða viðgerð sé og hvað ráðlegt sé að gera.
  3.3. Bilanagreining bíls: Sjálfvirkt greiningarapp fylgir Þjónustunni. Við ræsingu bifreiðarinnar er greiningarskönnun (DTC skann) framkvæmd sjálfkrafa (e=Diagnostics Trouble Code). Sé eitthvað að er Notandanum send skilaboð um hvað sé að, hversu alvarlegt það sé og hvernig bregðast skuli við.
  4. Viðvaranir og öryggi
  4.1. Viðvörunarkerfi bifreiðar: Þjónustan gefur viðvörun. Sé gluggi opinn en bifreiðin ekki í gangi verður Notandanum send viðvörun þar að lútandi í Kia Connect appinu.
  4.2. Þjófavörn: (tekur aðeins til bifreiða sem eru með þjófavarnarkerfi): Viðvörunarkerfi fylgir Þjónustunni eins og við á. Fari þjófarvarnarkerfi í gang verða Notandanum send skilaboð sem sjást í Kia Connect appinu
  4.3 Viðvörun um afhleðslu rafhlöðu: Viðvörunarkerfi fylgir Þjónustunni eins og við á. Fari hleðsla 12 volta rafhlöðunnar niður fyrir ákveðin mörk fær Notandinn tilkynningu þar um í Kia Connect appinu.

  4.4. Aftursætisfarþegaboði (e. Rear Passenger Alarm): Þjónustan gefur viðvörun. Greinist hreyfing í aftursætinu fær Notandinn tilkynningu þar um í Kia Connect appinu.
  4.5. Viðvörun um hægagang ökutækis: Þjónustan gefur viðvörun. Sé bifreiðin í stöðugír (e=park) en vél í gangi og dyr opnar, fær Notandinn skilaboð þar um í Kia Connect appið.

Persónuverndartilkynning

 • 1. Inngangur

 • Þessi persónuverndartilkynning er frá Kia Connect GmbH, þýsku félagi með skrásetningarnúmerið HRB 112541 („Kia“, „við“ eða „okkur“), tekur til söfnunar og vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við þjónustu („Þjónusta“) sem veitt er af Kia Connect appið („Kia Connect appið“) og/eða um miðlægt stjórnborð („Miðlægt stjórnborð“). Kia er umhugað um persónuvernd þína og tekur skyldur sínar í sambandi við hana alvarlega og mun aðeins vinna persónuupplýsingar um þig í samræmi við lög og reglur sem um slíka vernd gilda.
  Við gætum breytt eða bætt við þessa persónuverndartilkynningu hvenær sem er. Sérstaklega getur aukin þjónusta eða tæknibreytingar skapað nauðsyn til slíkra breytinga eða viðbóta. Gerð verður grein fyrir slíkum breytingum á heimasíðu okkar, Kia Connect appinu og/eða í Miðlæga stjórnborðinu.

 • 2. Ábyrgðaraðili

 • Ábyrgðaraðili vegna hverskyns persónuupplýsinga sem safnað er og unnið úr í tengslum við notkun Þjónustunnar er Kia Connect GmbH.

 • 3. Tengiliður og persónuverndarfulltrúi r

 • 3.1. Kvikni spurningar um eða vegna persónuverndartilkynningarinnar eða óskir þú þess að beita réttindum sem þú átt á grundvelli hennar má hafa samband við símaþjónustu viðskiptavina:
  Kia Connect GmbH
  Netfang: info@kia-connect.eu
  Póstfang: Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main, Þýskalandi

  Skoðaðu samskiptaeyðublað okkar til að fá aðstoð: https://connect.kia.com/eu/customer-support/contact-form/
  Einnig geturðu haft samband við gagnaverndarfulltrúa okkar:
  Netfang: dpo@kia-connect.eu
  Póstfang: Data Protection Officer, Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main, Þýskalandi.

 • 4. Tilgangur, lagastoð og tegund upplýsinga

 • Við söfnum og vinnum persónuupplýsingar um þig vegna notkunar á Þjónustunni aðeins að því marki sem nauðsynlegt er til þess að efna megi samninginn um að veita Þjónustuna (b-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR-reglugerðarinnar) eða lögmæta hagsmuni (f-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR-reglugerðarinnar). Frekari upplýsingar um Appþjónustu má finna í viðkomandi þjónustulýsingu í Notkunarskilmálum fyrir Kia Connect. Persónuupplýsingum lýst í liðum 4 hér að neðan er safnað beint úr Kia Connect appinu og/eða Kia Connect og er unnið úr í tengslum við Þjónustuna.
  Við greinum þjónustuna og bætum hana enn frekar til að þróa nýjar samgöngulausnir og samgöngutengdar vörur og/eða þjónustu, til að vernda vörur okkar og/eða til að bæta þjónustu okkar. Í þessum tilgangi greinum við sjálfkrafa gögnin sem safnað er á grundvelli tölfræði- og reiknilíkana til að greina möguleika á úrbótum.
  Gögn sem lýst er í grein 4 að neðan (að frátöldum VCRM gögnum, sem lúta að staðreynslu gagnanna og aðferðum til að staðreyna þau) eru skilyrði til þess að Þjónustan sé veitt. Án þeirra upplýsinga sem þau fela í sér er ekki hægt að veita hana. Án viðkomandi upplýsinga er ekki hægt að veita Þjónustuna.
  Önnur vinnsla persónuupplýsinga um þig fer því aðeins fram að lagaskylda standi til þess (til dæmis sé gerð krafa þar um með dómi eða geri saksóknari kröfu þar um með viðhlítandi lagastoð), þú hafir fallist á slíka vinnslu persónuupplýsinga eða úrvinnslan eigi sér aðra lagastoð. Fari vinnsla persónuupplýsinga fram í öðrum tilgangi veitum við þér frekari upplýsingar þar um, teljist það tilhlýðilegt. Við stöndum ekki að sjálfvirkum vélunnum ákvörðunum, svo sem persónuleikagreiningum (vinnslu svipmóts e=profile), með notkun Þjónustunnar án þess að hafa tilkynnt slíkt sérstaklega þar með talið vinnslu svipmóts með öðrum hætti.
  Noti annar en þú Kia Connect appið tengt bifreið þinni getur sá staðsett bifreiðina með því að nota Kia CONNECT appið (með því að fara í „Find My Car֞ þjónustuna), jafnvel þótt þú sért að nota bifreiðina á sama tíma. Þetta er þó aðeins mögulegt í þriggja km. radíus frá bifreiðinni. Hinn notandinn getur hinsvegar ekki fengið aðgang að akstursleið þinni á þennan hátt.

 • 4.1. Kia Connect appið

 • 4.1.1. Ferill áskriftar fyrir Kia Connect appið: Ganga þarf frá áskrift og stofna reikning til þess að nota Kia Connect appið („Kia reikningur“). Tenging tækisins sem Kia Connect appinu er hlaðið í og bifreiðarinnar sem það tengist krefst staðfestingar.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar til þess að ljúka samningsgerð eða efna samninginn: netfang, nafn, lykilorð, fæðingardag, farsímanúmer, lykilorð til staðfestingar (e=verification pin), ræsikóða.
  4.1.2. Aðferð við að tengjast: Til þess að nota Þjónustuna í Kia Connect appinu þarf að tengjast því. Þegar tenging hefur átt sér stað er hægt að bæta við og fjarlægja bifreiðar og nota Þjónustuna.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn: netfang og lykilorð.
  4.1.3. Valmynd og leitarslá: Þú getur staðsett þig út frá valmyndinni. Með leitarslánni getur þú leitað áhugaverðra staða (POI).
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn: GPS gögn, lykilorð fyrir leit og tungumál sem snjallsími er stilltur á.
  4.1.4. Notkun á Touch ID og Face ID (iOS) eða fingrafars og andlitsgreiningar (Android): Þú getur notað ákveðnar aðgerðir Kia Connect appsins með Touch ID eða Face ID (iOS) eða fingrafars og andlitsgreiningar (Android) til að aflæsa. Lífkennisgögn þín eru aðeins vistuð staðbundið í snjallsíma þínum og eru ekki flutt til okkar og við höfum engan aðgang að þessum gögnum. Aðeins upplýsingar um hvort staðfesting á lífkennisgögnum hafi tekist eru fluttar í Kia Connect appið með kerfisaðgerð snjallsíma þíns. Þú getur slökkt á notkun Touch ID eða Face ID (iOS) eða fingrafars og andlitsgreiningar (Android) hvenær sem er með viðeigandi stillingum í snjallsímanum þínum.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn: andlitsmyndir: fingrafarsgögn.
  4.1.5. Fjarstýrð loftræsting/miðstöð: Þjónustan gerir þér kleift að fjarstýra og stilla loftræstikerfi/miðstöð rafbifreiðar þinnar, þ.á m. afþýðingarstillingar, með Kia Connect appinu.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (stöðu loftræstingar, ástand vélar, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott og húdd séu opin eða lokuð).
  4.1.6. Fjarhleðsla: Þjónustan gerir þér kleift að hefja og stöðva hleðslu á rafhlöðum rafbifreiðar með fjarstýringu og stjórna slíkri hleðslu með Kia Connect appinu.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (stöðu loftræstingar, ástand vélar, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott og húdd séu opin eða lokuð, þrýsting í dekkjum, bremsuvökva og vélarolíu, upplýsingar um hleðslu, upplýsingar um varahleðslu, hleðslutíma og upplýsingar um gerð hleðslutækis).
  4.1.7. Fjarlæsing: Fjarlæsing (RDC) gerir þér kleift að læsa/aflæsa dyrum bifreiðar með fjarstýringu og í gegnum ákveðin viðmót. Þú getur læst öllum dyrum eða aflæst allar dyr. Þjónustan mun athuga ýmiss forskilyrði til að tryggja öryggi við notkun hennar. Þjónustan getur veitt aðstoð í aðstæðum þegar þú manst ekki hvort þú læstir bifreiðinni sem gerir þér kleift að framkvæma þessa aðgerð með fjarstýringu.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (stöðu loftræstingar, ástand vélar, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott og húdd séu opin eða lokuð, þrýsting í dekkjum, sæta og gíra, eldsneytis, bremsuvökva og vélarolíu).
  4.1.8. Senda í bíl: Þjónustan gerir þér kleift að senda upplýsingar um áhugaverða staði (POI) í leiðsögukerfi bifreiðarinnar og gerir þér kleift að fá staðsetningarupplýsingar svo skjótt sem kveikt hefur verið á bifreiðinni.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn: GPS gögn, verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), upplýsingar um áhugaverða staði (POI), lykilorð fyrir leit og tungumál sem snjallsími er stilltur á.
  4.1.9. Finna bílinn minn: Þjónusta sem gerir þér kleift að staðsetja bifreið þína. Staðsetning bifreiðarinnar verður sýnd í Kia Connect appinu.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), GPS gögn, skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp).
  4.1.10. Mínar ferðir: Þjónustan gefur skýrslu um hverja ferð með dag- og tímasetningu, meðal- og hámarkshraða, vegalengd sem farin er og tíma sem ferðin tekur.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, GPS gögn, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), akstursupplýsingar (akstursvegalengd, meðalhraða, hámarkshraða, heildarnotkun eldsneytis, heildarorkunotkun, rafmagnsnotkun, aksturstíma, tíma sem tók fyrir bifreið að hitna, meðaleyðslu á km).
  4.1.11. Staða ökutækis: Þjónustan gefur þér upplýsingar um stöðu eða ástand eftirfarandi í Kia Connect appinu:
  4.1.11.1. Staða hurðar
  4.1.11.2. Staða skotts og húdds
  4.1.11.3. Staða miðstöðvar/loftræstingar
  4.1.11.4. Staða hleðslurafhlöðu, hleðslutækis, hleðslu (tekur einungis til rafbifreiða)
  4.1.11.5. Eldsneytisstaða
  4.1.11.6. Staða sætishita og loftræstingar
  4.1.11.7. Staða glugga
  4.1.11.8. Staða 12V rafgeymis
  4.1.11.9. Staða ljósa
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (ástand vélar og stöðu gíra, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott, sóllúga og húdd séu opin eða lokuð, stöðu miðstöðvar/loftræstikerfis (HVAC), rafhlöðu, eldsneyti og hversu langt sé í að það klárist (DTE), bremsuvökva og vélarolíu, dekk, perur, stöðu snjallræsingar og stöðu rafbifreiðar).
  4.1.12. Ökutækjaskýrsla: Þú færð skýrslu í Kia Connect appið. Skýrslan inniheldur greiningarupplýsingar um bifreiðina og akstursmynstur. Þarfnist eitthvað viðhalds eða viðgerðar verðurðu upplýstur um það og hversu alvarlegt eða aðkallandi viðhald eða viðgerð sé og hvað ráðlegt sé að gera.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn: GPS gögn, verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (ástand vélarinnar), upplýsingar um akstursmynstur (upplýsingar um hraða (hámarks- og meðalhraða), upplýsingar um viðbraðgstíma, ekna vegalengd, notkun á rafhlöðu (tekur til rafbifreiða)).
  4.1.13. Bilanagreining bíls: Sjálfvirkt greiningarapp fylgir Þjónustunni. Við ræsingu bifreiðarinnar er greiningarskönnun (DTC skann) framkvæmd sjálfkrafa (e=Diagnostics Trouble Code). Sé eitthvað að eru þér send skilaboð um hvað sé að, hversu alvarlegt það sé og hvernig bregðast skuli við.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), upplýsingar úr kílómetramæli, niðurstöðu DTC skannsins, GPS gögn, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar ( loftræstingar, ástand vélar, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott og húdd séu opin eða lokuð, þrýsting í dekkjum, sæta og gíra, eldsneytis, bremsuvökva og vélarolíu og rafhlöðu).
  4.1.14. Viðvörunarkerfi bifreiðar Þjónustan gefur viðvörun. Sé gluggi opinn en bifreiðin ekki í gangi verður þér send viðvörun þar að lútandi í Kia Connect appinu.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi samninginn: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (ástand vélar og stöðu gíra, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott, sóllúga og húdd séu opin eða lokuð, stöðu miðstöðvar/loftræstikerfis (HVAC), rafhlöðu, eldsneyti og hversu langt sé í að það klárist (DTE), bremsuvökva og vélarolíu, dekk, perur, stöðu snjallræsingar og stöðu rafbifreiðar).
  4.1.15. Þjófavörn (tekur aðeins til bifreiða sem eru með þjófavarnarkerfi): Viðvörunarkerfi fylgir Þjónustunni eins og við á. Fari þjófarvarnarkerfi í gang verða þér send skilaboð sem sjást í Kia Connect appinu.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi Þjónustuna: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (stöðu loftræstingar, ástand vélar, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott og húdd séu opin eða lokuð, þrýsting í dekkjum, sæta og gíra, eldsneytis, bremsuvökva og vélarolíu).
  4.1.16. Gögn um stjórn viðskiptavinatengsla (e=Vehicle Customer Relationship Management (VCRM): Með því að ræsa „Vöru/Þjónustu viðbætur֞ (e= Product/Service improvement), verða gögn um frammistöðu, notkun, gang og ástand bifreiðarinnar unnin af okkur í því skyni að bæta bæði vöru og þjónustu með þínu samþykki. Þér er í sjálfsvald sett hvort samþykki sé veitt og afturkalla má það hvenær sem er með því að slökkva á því. Slík afturköllun samþykkis hefur ekki áhrif á gögn sem unnin hafa verið áður en samþykkið er afturkallað. Gögn eru gerð ópersónugreinanleg innan 7 daga frá því þeim hefur verið safnað og send í netþjónana okkar. Af tæknilegum ástæðum verður að ræsa landupplýsingakerfið (e=GIS) til þess að ræsa („GIS“) til þess að ræsa „Vöru/Þjónustu viðbæturnar“.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi flokkum persónuupplýsinga með þínu samþykki: Upplýsingar um loftræstikerfi, um rafhlöðu, upplýsingar um stöðu tæknikerfa og áreiðanleikakerfa, um notkun og stöðu mælaborðs, um loftkælingu/miðstöð, um vél, um ástand bremsa og aflrásar (e=power train), upplýsingar um virkni, um gíra og eyðslu (e=consumption), um viðvörunar- og hjálparkerfi, um stýrisbúnað og dekk, um vél og hleðslu, sérstakar upplýsingar um notkun og ástand rafbifreiða, margmiðlunar (e=multimedia) notkun og stöðu auk GPS- og hraðaupplýsinga.
  4.1.17. Flutningur notandalýsingar: Þjónustan gerir Notandanum kleift að athuga og breyta stillingum ökutækis í Kia Connect appinu. Notandinn getur afritað stillingarupplýsingar og fært yfir í bifreið sína.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi Þjónustuna: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, staðfestingarkóða fyrir SMS, lykilorð (PIN) notanda, tíma skýrslugjafar, upplýsingar um uppsetningu bifreiðar, um uppsetningu kerfa, uppsetningu leiðsögukerfis, áhugaverða staði í leiðsögukerfi, ljósmynd úr svipmóti ( sé hún afhent).
  4.1.18. Fjarhituð og loftræst sæti (aðeins rafbílar): Þjónustan gerir Notandanum kleift að fjarstýra hitun og loftræstingu aftur- og framsæta í rafbílum sínum.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi Appþjónustuna: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (ástand vélar og stöðu gíra, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott, sóllúga og húdd séu opin eða lokuð, stöðu miðstöðvar/loftræstikerfis (HVAC), rafhlöðu, eldsneyti og hversu langt sé í að það klárist (DTE), bremsuvökva og vélarolíu, dekk, perur, stöðu snjallræsingar og stöðu rafbifreiðar).
  4.1.19. Fjarstýrð rúðustýring: Þjónustan gerir Notandanum kleift að fjarstýra rúðum í ökutæki sínu.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi Þjónustuna: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (ástand vélar og stöðu gíra, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott, sóllúga og húdd séu opin eða lokuð, stöðu miðstöðvar/loftræstikerfis (HVAC), rafhlöðu, eldsneyti og hversu langt sé í að það klárist (DTE), bremsuvökva og vélarolíu, dekk, perur, stöðu snjallræsingar og stöðu rafbifreiðar).
  4.1.20. Leiðsögn síðustu kílómetrana: Þjónustan gerir Notandanum kleift að nota snjallsíma til þess að halda leiðsögn áfram á áfangastað þótt búið sé að leggja bifreiðinni.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar til þess að Þjónustan virki og þær verða sóttar í ökurita bifreiðarinnar eða sendar úr honum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, heimilisfang, nafn, upplýsingar um staðsetningu notanda og bifreiðar, hnitastaðsetningu (e=waypoint information), stund og hraða.
  4.1.21. Bílastæðaþjónustustilling: Sé þetta virkjað og bifreið er ekið af öðrum en Notandanum getur hann fylgst með staðsetningu bifreiðarinnar, hvenær síðast var slökkt á henni, aksturstíma, akstursvegalengd og hámarkshraða.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi Þjónustuna: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, upplýsingar um stillinguna fyrir aðstoð við að leggja (hvort búið sé að virkja, hvenær virkjað og hvenær aftengt, gangtíma bifreiðar, virkan aksturstíma, tíma sem vél er í lausagangi, hámarkshraða og akstursvegalengd), bifreiðarvísa (staðsetningu, hraða, stund, nákvæmni og akstursstefnu).
  4.1.22. Viðvörun um afhleðsla rafhlöðu: Viðvörunarkerfi fylgir Appþjónustunni eins og við á. Fari hleðsla 12 volta rafhlöðunnar niður fyrir ákveðin mörk fær Notandinn tilkynningu þar um í Kia Connect appinu.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi Þjónustuna: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, ástand rafhlöðu, tegund boðunar í bifreið.
  4.1.23. Aftursætisfarþegaboði (e. Rear Passenger Alarm): Þjónustan gefur viðvörun. Greinist hreyfing í aftursætinu fær Notandinn tilkynningu þar um í Kia Connect appinu.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi Þjónustuna: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (ástand vélar og stöðu gíra, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott, sóllúga og húdd séu opin eða lokuð, stöðu miðstöðvar/loftræstikerfis (HVAC), rafhlöðu, eldsneyti og hversu langt sé í að það klárist (DTE), bremsuvökva og vélarolíu, dekk, perur, stöðu snjallræsingar og stöðu rafbifreiðar).
  4.1.24. Viðv. um hægagang ökutækis: Þjónustan gefur viðvörun. Sé bifreiðin í stöðugír (e=park) en vél í gangi og dyr opnar, fær Notandinn skilaboð þar um í Kia Connect appið.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar svo efna megi Þjónustuna: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (ástand vélar og stöðu gíra, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott, sóllúga og húdd séu opin eða lokuð, stöðu miðstöðvar/loftræstikerfis (HVAC), rafhlöðu, eldsneyti og hversu langt sé í að það klárist (DTE), bremsuvökva og vélarolíu, dekk, perur, stöðu snjallræsingar og stöðu rafbifreiðar).

 • 4.2. Miðlægt stjórnborðt

 • 4.2.1. Kia Connect beint þjónustan veitir aðgang að eftirfarandi:
  • Umferð: Umferðarupplýsingar í rauntíma fyrir útreikning leiða og upplýsingar um umferðarskilyrði. Leiðsögukerfið gerir Notandanum kleift að finna leið á áfangastað með því að tefla saman beinum umferðarupplýsingum og upplýsingum um hvernig venjulega háttar til með umferð.
  • Beinum upplýsingum um áhugaverða staði (POI): Upplýsingum um áhugaverða staði byggðum á staðsetningu.
  • Veður: Svæðisbundnum veðurupplýsingum.
  • Bílastæði: Upplýsingum um hvar leggja megi á götum eða utan gatna, byggðum á staðsetningu, áfangastaði í grenndinni, staði í grenndinni sem hafa verið skoðaðir og miðbæ.
  • Áhugaverðum stöðum fyrir rafbifreiðar (tekur einungis til raf- og tvinnbifreiða): Upplýsingum um hleðslustöðvar, byggðum á staðsetningu, þ.á m. hvort þær sé lausar til afnota.
  • Áhugaverðum stöðum vegna umboðsaðila: Upplýsingum, byggðum á staðsetningu, um Kia umboðsaðila í grenndinni.
  • Upplýsingar um myndavélar/hættusvæði (ef slíkt er heimilt að lögum í þínu landi): Kerfið birtir viðvaranir á svæðum þar sem slys eru algeng og varar þig við hættusvæðum eða hraðamyndavélum.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar til þess að ljúka samningsgerð eða efna samninginn: (GPS) staðsetningarupplýsingar, þjónustubeiðnir og svör við þjónustuleit (upplýsingar um áhugaverða staði (POI)), áhugaverða staði vegna umboðsaðila, upplýsingar um eldsneyti, upplýsingar um að leggja bifreiðinni, hraðamyndavélaupplýsingar, upplýsingar um stöðvar fyrir rafbifreiðar, veðurupplýsingar, umferðarupplýsingar, einingar fjarlægðarmælinga (km, mílur, metra), tungumálastillingu, upplýsingar um fjarskiptafyrirtæki, aðgreiningarupplýsingar (t.d. verksmiðjunúmer bifreiðarinnar e=Vehicle Identification Number (VIN)), persónuskilríki ökumanns, kerfisskilríki (e=Service ID), símanr., dagsetningu og staðartíma, tegund samskiptaforrits (e= protocol version), upplýsingar um leiðsögutæki (þ.e. gerð vél- og hugbúnaðar), leiðarlýsing (t.d. upphafsstaður, stillingar, áfangastaður, áætlaður ferðatími).
  Þar að auki verður staðsetningarupplýsingum (GPS) og upplýsingum um kerfisskilríki safnað og þær vistaðar allt að 93 daga í því skyni að betrumbæta Kia beint þjónustuna á grundvelli lögmætra hagsmuna. Hægt er að fara fram á frekari upplýsingar um hvernig lögmæti hagsmuna sé metið.
  4.2.2. Raddgreining á netinu gerir þér kleift að gefa munnleg fyrirmæli til þess að fá aðgang að og stjórna þjónustu sem er í boði á Kia beint og semja og senda textaskilaboð með farsíma eða sambærilegu tæki. Með því að ræsa Kia Connect í bifreiðinni fer raddgreining á netinu í gang nema stillt sé á annan veg. Þegar raddgreining á netinu er notuð verða persónuupplýsingar um þig unnar á netinu.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar til þess að ljúka samningsgerð eða efna samninginn: Raddupptöku, staðsetningarupplýsingar (GPS) aðgreiningarupplýsingar (t.d. verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), kerfisskilríki.
  Raddupptökur eru fluttar ásamt GPS-gögnum og kerfisskilríkjum til viðeigandi þjónustuveitanda okkar. Upptökur raddsýna ásamt staðsetningarupplýsingum og kerfisskilríkjunum eru flutt saman til viðkomandi vinnsluaðila sem er Cerence B.V., CBS Weg 11, 6412EX Heerlen, Hollandi (þjónustuaðili) (Cerence) og undirverktakar hans vegna raddgreiningar á netinu. Þeir geta verið staðsettir utan ESB/EES þar sem gagnavernd kann að vera áfátt. Cerence breytir raddsýnunum í textabrot sem eru greind merkingarfræðilega, sé þess þörf, og síðan send til baka í bifreiðina.
  Þar að auki verður raddsýnum og staðsetningarupplýsingum safnað og varðveitt allt að 90 dögum í því skyni að framkvæma og betrumbæta þjónustu sem veitt er með raddgreiningu á netinu á grundvelli lögmætra hagsmuna. Hægt er að fara fram á frekari upplýsingar um hvernig lögmæti hagsmuna sé metið.
  Hægt er að fara fram á frekari upplýsingar um hvernig lögmæti hagsmuna sé metið. Þú getur komið í veg fyrir flutning persónuupplýsinga um þig (t.d. raddsýna) til Cerence með því að slökkva á raddgreiningunni á netinu á miðlæga stjórnborðinu. Með því að slökkva á raddgreiningunni á netinu verður raddgreiningin takmörkuð eða ekki fyrir hendi.
  4.2.3. Tilkynningarmiðstöðin gerir Notandanum kleift að fá skilaboð beint frá Kila á skjá miðlæga stjórnborðsins.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar til þess að ljúka samningsgerð eða efna samninginn: aðgreiningarupplýsingar (t.d. verksmiðjunúmer bifreiðarinnar(VIN)), raðgreiningarauðkenni (e=sequenceID), hvort búið sé að lesa skilaboð (e=read status), samræmda tímasetningu (e=UTC time).
  4.2.4. Bílastæðaþjónustustilling: Ef þjónustan er virkjuð og bifreið er ekið af öðrum getur Notandinn fylgst með staðsetningu bifreiðarinnar, hvenær síðast var slökkt á henni, aksturstíma, akstursvegalengd og hámarkshraða (sjá gr. 4 í Persónuverndartilkynningu - Kia Connect appið). Þessar upplýsingar eru einnig birtar á skjá miðlæga stjórnborðsins.
  Í þessum tilgangi verður að vinna eftirfarandi persónuupplýsingar: aðgreiningarupplýsingar (t.d. verksmiðjunúmer bifreiðarinnar(VIN)), raðgreiningar auðkenni (e=sequenceID), hvort búið sé að lesa skilaboð (e=read status), samræmda tímasetningu (e=UTC time), upplýsingar um aðstoð við að leggja þjónustuna (hvort og hvenær hún hafi verið virkjuð og hvenær slökkt á henni, hversu lengi hún var virk, meðalhraði, tími í lausagangi, hámarkshraði og vegalengd ekin), bifreiðarvísa (staðsetningu, hraða, tíma, nákvæmni og stefnu).
  4.2.5. Samstilling á persónulegu dagatali/leiðsögn gerir Notandanum kleift að sjá einkadagatal sitt í miðlæga stjórnborðinu og nota það til að setja inn áfangastað. Þessi þjónusta er samhæf við Google Calendar og Apple Calendar.
  Í þessum tilgangi verður að veita og vinna eftirfarandi persónuupplýsingar til þess að ljúka samningsgerð eða efna samninginn: aðgreiningarupplýsingar (t.d. verksmiðjunúmer bifreiðarinnar(VIN)), netfang, skilríki dagatals netfangs, Google merki eða iCloud lykilorð.
  4.2.6. Ítarleg aðstoðarkerfi fyrir ökumann (ADAS): Innan ramma Ítarlegs aðstoðarkerfis fyrir ökumann (ADAS) safnar Kia og vinnur úr föstu setti af fjarskiptagögnum og flytur þessi gögn til forvalinna gagnasafnara. Gögnin sem unnin eru í þessu skyni eru upplýsingar um smíði ökutækja (VBI) sem geta innihaldið: Verksmiðjunúmer ökutækis (VIN), gerð, tegund, árgerð, verð, litur, eldsneytisgerð, spennukerfi, losun, flokkur, afl, búnaður þar á meðal ADAS öryggiskerfi. Þessar upplýsingar eru fastar; þ.e.a.s þær innihalda ekki akstursupplýsingar, svo það er ekki hægt að sníða af sér hegðun einstaklinga. Tilgangur þessarar vinnslu er vernd gegn mögulegum svikum, bæta og þróa ADAS okkar til að fjölga ökutækjum með miklum öryggisbúnaði og til að einfalda tryggingarferlið fyrir viðskiptavini okkar.
  Lagalegur grundvöllur vinnslu gagna þinna í þessum tilgangi er lögmætur áhugi Kia á að bæta þjónustu okkar, veita auknar vörur og auka sölu ADAS ökutækja auk þess að þróa nýjar vörur og þjónustu við viðskiptavini f-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR-reglugerðarinnar.

  Auk þess kunna áðurnefndar persónuupplýsingar að vera gerðar nafnlausar svo við getum framkvæmt eigin greiningu til að bæta og þróa vörurnar okkar.

 • 5. Þinn réttur

 • Hafirðu veitt samþykki fyrir nokkurskonar vinnslu persónuupplýsinga geturðu afturkallað það hvenær sem er þannig að gildi þaðan í frá. Afturköllunin hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem þegar hefur farið fram.
  Í samræmi við viðeigandi lög og reglur um persónuvernd getur þú átt rétt til þess að: krefjast aðgangs að persónuupplýsingum um þig, krefjast leiðréttingar persónuupplýsinga um þig, krefjast þess að persónuupplýsingum um þig sé eytt, gera kröfu um að vinnsla persónuupplýsinga um þig verði takmörkuð, krefjast þess að geta flutt persónuupplýsingarnar og andmælt vinnslu persónuupplýsinga um þig.
  Að auki geturðu sent kvörtun til Persónuverndar, sem er stjórnvaldið sem hefur með persónuvernd á Íslandi að gera.
  Vinsamlega hafið í huga að réttindin kunna að takmarkast af lögum og reglum sem gilda um persónuvernd á Íslandi.
  5.1. Réttur til aðgangs: Þú kannt að eiga rétt til að fá staðfestingu á því frá okkur hvort verið sé að vinna persónuupplýsingar er varða þig og, ef svo er, rétt til að biðja um aðgang að persónuupplýsingunum. Aðgangsupplýsingarnar fela í sér – meðal annars – tilgang vinnslunnar, viðkomandi flokka persónuupplýsinga þinna og viðtakendur eða flokka viðtakenda persónuupplýsinganna. Þetta er hins vegar ekki ófrávíkjanlegur réttur og hagsmunir annarra einstaklinga kunna að takmarka rétt þinn til aðgangs.
  Þú kannt einnig að eiga rétt á að fá afrit af persónuupplýsingunum sem eru í vinnslu. Verði beðið um viðbótareintök af þeim er okkur heimilt að krefjast sanngjarns endurgjalds, sem byggt yrði á kostnaði.
  5.2. Réttur til leiðréttingar: Þú kannt að eiga rétt á að fá óáreiðanlegar persónuupplýsingar er varða þig leiðréttar af okkur. Með hliðsjón af tilganginum með vinnslunni kannt þú að eiga rétt á að láta fullgera ófullkomnar persónuupplýsingar, þ.m.t. með því að leggja fram yfirlýsingu til viðbótar.
  5.3. Réttur til eyðingar („réttur til að gleymast“): Við vissar kringumstæður geturðu átt rétt til þess að við eyðum persónuupplýsingum um þig og að fenginni slíkri ósk er okkur skylt að eyða þeim upplýsingum sem ósk tekur til.
  5.4. Réttur til takmörkunar á vinnslu: Í tilteknum tilvikum kannt þú að eiga rétt á að við takmörkum vinnslu persónuupplýsinga þinna. Í þessu tilviki verða viðkomandi gögn merkt og við megum aðeins vinna úr þeim í tilteknum tilgangi.
  5.5. Réttur til að flytja eigin gögn: Við vissar kringumstæður geturðu átt rétt til þess að við afhendum þér persónuupplýsingar varðandi þig sem þú hefur útvegað okkur skipulega teknar saman á þann hátt sem tíðkanlegur er í tölvulesanlegu formi og þú getur átt rétt til þess að senda þær upplýsingar annað án hindrana frá okkur.
  5.6. Andmælaréttur: Við ákveðnar kringumstæður og á grundvelli aðstæðna þinna hefur þú rétt á að mótmæla úrvinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum og hægt er að fara fram á að við hættum úrvinnslu persónuupplýsinga þinna. Ef persónuupplýsingar þínar eru unnar í þágu beinnar markaðssetningar, átt þú hvenær sem er rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga sem varða þig vegna slíkrar markaðssetningar, þ.m.t. gerð persónusniðs að því marki sem það tengist slíkri beinni markaðssetningu. Í þessu tilviki verða persónuupplýsingar þínar ekki lengur unnar af okkur í þessum tilgangi.

  5.7. Til að gera ráðstafanir varðandi geymslu og miðlun gagna eftir andlát manns: Þú hefur rétt til að gera sérstakar ráðstafanir varðandi geymslu og miðlun persónuupplýsinga þinna eftir andlát þitt og við munum fylgja þeim ráðstöfunum. Þú getur einnig gert almennar ráðstafanir með þriðja aðila, sem mun láta okkur vita um fyrirmæli þín innan hæfilegs tíma.

 • 6. Viðtakendur og flokkar viðtakenda

 • Aðgangur að persónuupplýsingum um þig hjá Kia takmarkast við þá sem þurfa aðgang að þeim til þess að fullnægja starfsskyldum sínum.

  Kia má flytja persónuupplýsingar um þig í viðeigandi tilgangi til þeirra viðtakenda og flokka viðtakenda sem tilgreindir eru að neðan:

  • Þriðju aðilar – Tengdir eða ótengdir einkaaðilar aðrir en við sem einir eða í samstarfi við aðra stjórna tilgangi og framkvæmd vinnslu persónuupplýsinga.
  Til þess að veita aðgang að Þjónustunni þurfum við að flytja gögn (svo sem til þeirra sem vinna gögnin fyrir okkur - eins og lýst er að neðan). Sú tækniþjónusta er veitt með símþjónustu sem veitt er af símfyritækjum (nú Vodafone GmbH, Ferdinand-Braun-Platz 1, 40549 Dusseldorf, Þýskalandi).
  • Gagnavinnsluaðilar – Að mótteknum fyrirmælum sem nauðsynleg eru vegna tilgangs vinnslunnar getur tilteknum þriðju aðilum, tengdum eða ótengdum, verið afhentar persónuupplýsingar um þig til vinnslu fyrir hönd Kia. Gagnavinnsluaðilar vinna samkvæmt samningsbundnum skyldum við að innleiða viðeigandi tæknilegar og skipulagstengdar öryggisráðstafanir til að verja persónuupplýsingar og til að vinna persónuupplýsingar aðeins eftir fyrirmælum.
   Vinnsluaðilinn fyrir tæknilega uppbyggingu og viðhald Þjónustunnar er Hyundai Autoever Europe GmbH, Kaiserleistraße 8a, 63067 Offenbach am Main, Þýskalandi.
   Gagnavinnsluaðilar fyrir gagnaumsjónarkerfi viðskiptavina og tengda kerfisstjórnunarbúnað fyrir bíla eru salesforce.com Germany GmbH, Erika-Mann-Strasse 31-37, 80636 München, Þýskaland og Amazon Web Services Inc., 410 Terry Avenue North, Seattle, WA 98109-5210, Bandaríkjunum, með staðsetningu netþjóns innan ESB/EES
   Við notum einnig aðra vinnsluaðila vegna Kia beint og raddgreiningar á netinu.
   Vegna raddgreiningar á netinu: Cerence B.V., CBS Weg 11, 6412EX Heerlen, Hollandi (vinnsluaðili).
   Fyrir símaþjónustu viðskipavina eru aðilar tengdir Kia sem eru staðsettir innan ESB eða EES.
   Kia notar aðra vinnsluaðila vegna tiltekinnar þjónustu (t.d. kortaframleiðendur).
  • Opinber yfirvöld, dómstólar, utanaðkomandi ráðgjafar og samsvarandi þriðju aðilar sem eru opinberir aðilar eins og farið er fram á eða leyft í gildandi lögum.

 • 7. Gagnaflutningur milli landa

 • Einhverjir viðtakendur persónuupplýsinga þinna eru staðsettir eða kunna að hafa viðkomandi rekstur utan þíns lands og Evrópusambandsins/Evrópska efnahagssvæðisins, svo sem í Suður-Kóreu eða Bandaríkjunum (t.d. undirvinnsluaðilar Cerence), þar sem gagnaverndarlög kunna að veita annars konar vörn í samanburði við löggjöf í þínu lögsagnarumdæmi og þar sem ekki er að finna samsvarandi umsagnaraðila og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Við gagnaflutning til slíkra viðtakenda utan Evrópusambandsins/Evrópska efnahagssvæðisins grípum við til viðeigandi öryggisráðstafana, og þá sérstaklega, með gagnaflutningssamningum frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (t.d. föst samningsákvæði (2010/87/ESB og/eða 2004/915/EB)) við viðtakendur eða með því að grípa til annarra ráðstafana til að veita viðeigandi gagnavernd. Afrit af þeim ráðstöfunum sem við höfum gripið til er hægt að fá hjá gagnaverndarfulltrúa okkar (sjá 0 hér að ofan).

 • 8. Varðveislutími

 • 8.1. Persónuupplýsingar þínar eru geymdar hjá Kia og/eða þjónustuveitendum okkar, eingöngu upp að því marki sem nauðsynlegt er fyrir framkvæmd skyldna okkar og eingöngu í þann tíma sem nauðsynlegur er til að uppfylla þann tilgang sem persónuupplýsingar eru geymdar í, í samræmi við gildandi gagnaverndarlög. Þegar Kia þarf ekki lengur að vinna persónuupplýsingarnar þínar munum við eyða þeim úr kerfum okkar og/eða skrám og/eða grípa til aðgerða til að gera þær ópersónugreinanlegar (nema okkur sé skylt að geyma upplýsingarnar þínar til að uppfylla lagalegar skyldur eða reglugerðir sem gilda um Kia; t.d. geta persónuupplýsingar í samningum, samskiptum og viðskiptabréfum fallið undir lögbundna geymsluskyldu, sem getur verið geymsla í allt að 10 ár).
  8.2. Þar sem engin laga- eða stjórnvaldsfyrirmæli standa til varðveisluskyldu verður meginreglan sú að öllum persónuupplýsingum sem unnar eru vegna notkunar Þjónustunnar er eytt eða þær gerðar ópersónugreinanlegar svo skjótt sem Þjónustan hefur verið veitt. Frá því eru þessar undantekningar:
  Innskráningarupplýsingar eru varðveittar svo lengi sem samningurinn er í gildi (þ.e. allt að sjö árum).
  Endurstilling á Kia reikningi og/eða Miðlægu stjórnborði: Hægt er að endurstilla Miðlæga stjórnborðið og Kia reikninginn þinn eða gera hann óvirkan með því að stilla viðkomandi val/ýta á viðkomandi hnapp (t.d. í forritinu og/eða í Miðlæga stjórnborðinu, eftir því sem við á). Í slíkum tilvikum verða viðeigandi persónupplýsingar varðandi Kia reikninginn og/eða Miðlæga stjórnborðið útilokaðar og síðan eytt, nema varðveislutímabil eiga við (sjá 8.1 hér að ofan).
  Við endurstillingu Kia reikningsins og/eða Miðlæga stjórnborðsins verður þú skráður út af Kia Connect appinu og/eða Miðlæga stjórnborðinu og verður að framkvæma nýja innskráningaraðferð eða skrá þig inn með öðrum skilríkjum ef þú ætlar að nota Þjónustuna í gegnum Kia Connect appið og/eða Miðlæga stjórnborðið. Athugið að
  • til að gera Kia Connect appreikninginn þinn óvirkan mun þjónustan fyrir miðlæga stjórnborð Kia Connect enn virka.
  • að endurstilla Miðlæga stjórnborðið, ökutækið þitt er aftengt frá Kia Connect appinu, þó hefur þetta ekki áhrif á Kia Connect appið.

 • 9. Vinnsla án tengingar (e=Offline Mode) (Slökkt á mótaldi)

 • Þú getur valið að virkja vinnslu án tengingar í Miðlæga stjórnborðinu með því að stilla viðkomandi val. Sé það valið detta allar aðgerðir sem boðið er upp á í Þjónustunni úr sambandi og engum persónuupplýsingum er safnað og sannarlega ekki staðsetningarupplýsingum (GPS). Tákn fyrir vinnslu án tengingar er birt efst á skjá Miðlæga stjórnborðsins í bifreiðinni.

 • 10. Breytingar á landslögum

 • Eftirfarandi breytingar á landslögum eiga við:

Austurríki

Grein 8.1 skal breytt á eftirfarandi hátt:

 

Persónuupplýsingar þínar eru geymdar hjá Kia og/eða þjónustuveitendum okkar, eingöngu upp að því marki sem nauðsynlegt er fyrir framkvæmd skyldna okkar og eingöngu í þann tíma sem nauðsynlegur er til að uppfylla þann tilgang sem persónuupplýsingar eru geymdar í, í samræmi við gildandi gagnaverndarlög. Þegar Kia þarf ekki lengur að vinna persónuupplýsingarnar þínar munum við eyða þeim úr kerfum okkar og/eða skrám og/eða grípa til aðgerða til að gera þær ópersónugreinanlegar (nema okkur sé skylt að geyma upplýsingarnar þínar til að uppfylla lagalegar skyldur eða reglugerðir sem gilda um Kia; t.d. geta persónuupplýsingar í samningum, samskiptum og viðskiptabréfum fallið undir lögbundna geymsluskyldu, sem getur verið geymsla í allt að 7 ár Hægt er að framlengja þennan varðveislutíma, sérstaklega ef nauðsyn krefur í þágu lögmætra hagsmuna sem Kia sækist eftir (til dæmis vegna hótana um eða yfirvofandi málaferla).

Belgía

Varðandi gagnageymslutímabilið samkvæmt gr. 8.1, í Belgíu, má geyma persónuupplýsingar sem tengjast samningssambandi í samningum, samskiptum eða viðskiptabréfum í allt að 10 ár frá lokum samningssambands Kia og þíns. Ef slík gögn eiga við innan ramma stjórnsýslu- eða dómsmeðferðar er hægt að geyma þau hjá Kia meðan á þessari málsmeðferð stendur, þar með talið þegar öll úrræði falla niður.

 

Samskiptaupplýsingar belgískra persónuverndaryfirvalda eru eftirfarandi:

Autorité de protection des données
Gegevensbeschermingsautoriteit

Rue de la presse 35

1000 Brussels

Sími: +32 (0)2 274 48 00
Fax: +32 (0)2 274 48 35
Netfang: contact(at)apd-gba.be

Ungverjaland

Grein 8.1 skal skipt út á eftirfarandi hátt:

 

Persónuupplýsingar þínar eru geymdar hjá Kia og/eða þjónustuveitendum okkar, eingöngu upp að því marki sem nauðsynlegt er fyrir framkvæmd skyldna okkar og eingöngu í þann tíma sem nauðsynlegur er til að uppfylla þann tilgang sem persónuupplýsingar eru geymdar í, í samræmi við gildandi gagnaverndarlög. Þegar Kia þarf ekki lengur að vinna persónuupplýsingarnar þínar munum við eyða þeim úr kerfum okkar og/eða skrám og/eða grípa til aðgerða til að gera þær ópersónugreinanlegar (nema okkur sé skylt að geyma upplýsingarnar þínar til að uppfylla lagalegar skyldur eða reglugerðir sem gilda um Kia; t.d. geta persónuupplýsingar í samningum, samskiptum og viðskiptabréfum fallið undir lögbundna geymsluskyldu, sem getur verið geymsla í allt að 8 ár á bókhaldsgögnum frá útgáfudegi þeirra. Ef slík gögn eiga við innan ramma stjórnsýslu- eða dómsmeðferðar er hægt að geyma þau hjá Kia meðan á þessari málsmeðferð stendur, þar með talið þegar öll úrræði falla niður.

 

Samskiptaupplýsingar ungverskra persónuverndaryfirvalda eru eftirfarandi:

 

Nemzeti Adatvédelmi és Információszabadság Hatóság

 

Heimilisfang: H-1125 Budapest, Szilágyi Erzsébet fasor 22/C.

Sími: +36-1-391-1400

Fax: +36-1-391-1410

Netfang: ügyfelszolgalat@naih.hu

Ítalía

Hvað sem öðru líður eins og fram kemur í ofangreindri persónuverndartilkynningu, þá mun eftirfarandi gilda að því marki sem ítalsk lög gilda um vinnslu persónuupplýsinga þinna: (i) í engu tilviki mun Kia vinna með persónuupplýsingar þínar í prófílskyni án þíns samþykkis; (ii) ef þú ert núverandi viðskiptavinur og hefur gefið Kia netfangið þitt og með fyrirvara um andmælarétt þinn skv. lið 5.6 hér að ofan, kann Kia að senda þér markaðssamskipti með tölvupósti varðandi vörur eða þjónustu svipaðar þeim vörum eða þjónustu sem þú keyptir áður; (iii) með hliðsjón af geymslutímabilum mun Kia geyma persónuupplýsingar sem unnar eru í markaðs- eða prófílskyni, ef einhver eru, í 24 og 12 mánuði, í sömu röð, nema ítölsk persónuverndaryfirlit heimili Kia að geyma þau til lengri tíma.

Samskiptaupplýsingar ítalskra persónuverndaryfirvalda eru eftirfarandi:

Garante per la Protezione dei Dati Personali
Piazza Venezia n. 11 - 00187 Rome
www.gpdp.it - www.garanteprivacy.it
Netfang: garante@gpdp.it
Fax: (+39) 06 696773785
Sími: (+39) 06 696771

Holland

Grein 8.1 skal breytt á eftirfarandi hátt:

Venjulegur lögbundinn gagnageymslutími í almennu bókhaldsskyni er 7 ár í Hollandi. Athugið að þetta varðveislutímabil getur verið framlengt, sérstaklega ef gildandi lög krefjast þess og/eða ef nauðsyn krefur í þágu lögmætra hagsmuna sem Kia stundar (til dæmis vegna hótana um eða yfirvofandi málaferla).

Pólland

Grein 5.6 skal breytt á eftirfarandi hátt:

Andmælaréttur: Við ákveðnar kringumstæður og á grundvelli aðstæðna þinna hefur þú rétt á að mótmæla úrvinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum og hægt er að fara fram á að við hættum úrvinnslu persónuupplýsinga þinna. Ef persónuupplýsingar þínar eru unnar í þágu beinnar markaðssetningar, átt þú hvenær sem er rétt á að afturkalla vinnslu í slíku skyni sem varðar þig vegna slíkrar markaðssetningar, þ.m.t. gerð persónusniðs að því marki sem það tengist slíkri beinni markaðssetningu. Í þessu tilviki verða persónuupplýsingar þínar ekki lengur unnar af okkur í þessum tilgangi.

Grein 8.1 skal breytt á eftirfarandi hátt:

Persónuupplýsingar þínar eru geymdar hjá Kia og/eða þjónustuveitendum okkar, eingöngu upp að því marki sem nauðsynlegt er fyrir framkvæmd skyldna okkar og eingöngu í þann tíma sem nauðsynlegur er til að uppfylla þann tilgang sem persónuupplýsingar eru geymdar í, í samræmi við gildandi gagnaverndarlög. Þegar Kia þarf ekki lengur að vinna persónuupplýsingarnar þínar munum við eyða þeim úr kerfum okkar og/eða skrám og/eða grípa til aðgerða til að gera þær ópersónugreinanlegar (nema okkur sé skylt að geyma upplýsingarnar þínar til að uppfylla lagalegar skyldur eða reglugerðir sem gilda um Kia; t.d. er venjulegur lögbundinn gagnageymslutími í almennu bókhaldsskyni 5 ár frá lokum fyrri reikningsára í Póllandi. Athugið að þetta varðveislutímabil getur verið framlengt, sérstaklega ef gildandi lög krefjast þess og/eða ef nauðsyn krefur í þágu lögmætra hagsmuna sem Kia stundar (til dæmis vegna hótana um eða yfirvofandi málaferla).)

 

Samskiptaupplýsingar pólskra persónuverndaryfirvalda eru eftirfarandi:

 

Prezes Urzędu Ochrony Danych Osobowych

 

Urząd Ochrony Danych Osobowych

 

ul. Stawki 2

 

00 -193 Warszawa

 

Netfang: kancelaria@uodo.gov.pl

Slóvakía

Samskiptaupplýsingar slóvakískra persónuverndaryfirvalda eru eftirfarandi:

 

Úrad na ochranu osobných údajov Slovenskej republiky

Hraničná 12

820 07 Bratislava 27

Slovak Republic

https://dataprotection.gov.sk/uoou/sk

Sími: + 421 2 32 31 32 14

Netfang: statny.dozor@pdp.gov.sk

Spánn

Gr. 5.1 mgr. 2 skal skipt út á eftirfarandi hátt:

Þú kannt einnig að eiga rétt á að fá afrit af persónuupplýsingunum sem eru í vinnslu. Verði beðið um viðbótareintök af þér innan sex mánaða nema lögmæt ástæða er fyrir því er okkur heimilt að krefjast sanngjarns endurgjalds, sem byggt yrði á kostnaði.

Grein 8 skal skipt út á eftirfarandi hátt:

8.1.    Persónuupplýsingar þínar eru geymdar hjá Kia og/eða þjónustuveitendum okkar, eingöngu upp að því marki sem nauðsynlegt er fyrir framkvæmd skyldna okkar og eingöngu í þann tíma sem nauðsynlegur er til að uppfylla þann tilgang sem persónuupplýsingar eru geymdar í, í samræmi við gildandi gagnaverndarlög. Þegar Kia þarf ekki lengur að vinna með persónuupplýsingar þínar munum við loka á þær og þegar fyrningartíminn er liðinn (t.d. persónuupplýsingar sem eru í samningum, samskiptum og viðskiptabréfum geta verið háðar lögbundnum kröfum um varðveislu, sem geta verið að krefjast varðveislu í allt að 10 ár), munum við eyða þeim úr kerfum okkar og/eða skrám og/eða gera ráðstafanir til að réttlæta það almennilega svo að ekki sé lengur hægt að bera kennsl á þig með þeim.

8.2.    Þar sem engin laga- eða stjórnvaldsfyrirmæli standa til varðveisluskyldu verður meginreglan sú að öllum persónuupplýsingum sem unnar eru vegna notkunar Þjónustunnar er útilokaðar og síðan eytt eða þær gerðar ópersónugreinanlegar svo skjótt sem Þjónustan hefur verið veitt. Frá því eru þessar undantekningar:

•           Innskráningarupplýsingar eru varðveittar svo lengi sem samningurinn er í gildi (þ.e. allt að sjö árum).

•           Nettengd raddstýring: Raddsýni og staðsetningarupplýsingar (sjá 4.2.2 að framan) eru varðveitt allt að 90 dögum

•           Kia beint: GPS upplýsingar og kerfisauðkenni (sjá 4.2.1 að framan) eru varðveitt í allt að 93 daga

 

 

8.3.    Lokun reiknings: Ef þú velur að hætta notkun þinni á Þjónustunni (t.d. með því að stilla viðkomandi val í Kia Connect appinu) og/eða Kia Connect reikningnum (t.d. með því að stilla viðkomandi val í Miðlæga stjórnborðinu) verður öllum persónuupplýsingum sem tengjast þínum Kia reikningi lokað og síðan eytt eins og útskýrt er hér að ofan.