Lagaleg skjöl Kia Connect

KIA CONNECT PERSÓNUVERNDARTILKYNNING

 • 1. INNGANGUR

 • Þessi persónuverndartilkynning („Persónuverndartilkynningin“) er frá Kia Connect GmbH, þýsku félagi með skrásetningarnúmerið HRB 112541 („Kia“, „við“ eða „okkur“), tekur til söfnunar og vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við þjónustu („Þjónusta“) sem veitt er í appinu okkar („Kia Connect appið“) og/eða um viðeigandi miðlægt stjórnborð ökutækisins („Miðlæga stjórnborðið“) og er í boði fyrir viðskiptavini okkar sem nota þessa Þjónustu. Kia er umhugað um persónuupplýsingar og persónuvernd þína og tekur skyldur sínar í sambandi við hana alvarlega og mun aðeins vinna persónuupplýsingar um þig í samræmi við lög og reglur sem um slíka vernd gilda.
  Við kunnum að breyta og/uppfæra eða bæta við þessa Persónuverndartilkynningu hvenær sem er. Slíkar breytingar og/uppfærslur eða viðbætur geta verið nauðsynlegar, einkum vegna innleiðingar nýrrar tækni eða innleiðingar nýrrar þjónustu. Við munum birta breytingarnar uppfærðar og/eða viðbættu breyttar Persónuverndartilkynningar á vefsíðum okkar, í Kia Connect appinu og/eða í Miðlæga stjórnborðinu.
  Athugaðu að til viðbótar við þessa Persónuverndartilkynningu, þar sem við á, kunnum við að upplýsa þig um vinnslu persónuupplýsinga þinna sérstaklega, til dæmis í samþykkiseyðublöðum eða sérstökum persónuverndartilkynningum.

 • 2. ÁBYRGÐARAÐILI

 • 2.1.
  Ef annað er ekki sérstaklega tekið fram er Kia Connect GmbH ábyrgðaraðili persónuupplýsinga sem safnað er og unnið er með í tengslum við veitingu Þjónustunnar.
  2.2.
  Kvikni spurningar um eða vegna Persónuverndartilkynningarinnar eða óskir þú þess að beita réttindum sem þú átt á grundvelli hennar má hafa samband við okkur á eftirfarandi máta:

  Kia Connect GmbH
  Theodor-Heuss-Allee 11
  60486 Frankfurt am Main Þýskalandi
  Email: info@kia-connect.eu
  Þú getur einnig notað samskiptaeyðublaðið sem er fáanlegt hér: https://connect.kia.com/eu/customer-support/contact-form/

  Einnig geturðu haft samband við gagnaverndarfulltrúa okkar með því að nota samskiptaupplýsingarnar sem finna má í hluta 3 hér að neðan.

 • 3. GAGNAVERNDARFULLTRÚI

 • Við höfum skipað utanaðkomandi gagnaverndarfulltrúa („DPO“). Þú getur haft samband við DPO okkar á:

  Kia Connect GmbH
  - Data Protection Officer -
  Theodor-Heuss-Allee 11
  60486 Frankfurt am Main
  Germany
  Netfang: dpo@kia-connect.eu

 • 4. TILGANGUR, LAGASTOÐ OG TEGUND PERSÓNUUPPLÝSINGA

 • Upplýsingar um tilgang og lagastoð vinnslu okkar á persónuupplýsingunum þínum og tegund persónuupplýsinga sem við kunnum að vinna með eru settar fram í köflum 4.1, 4.2 og 4.3 hér að neðan. Athugaðu að við munum aðeins vinna með persónuupplýsingar að því marki sem lög leyfa og að því marki sem nauðsynlegt er í viðkomandi tilgangi.
  Við munum aðallega vinna með persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi að veita þér Þjónustu okkar. Frekari upplýsingar um Þjónustuna eru veittar í viðkomandi þjónustulýsingu í Notkunarskilmálum Kia Connect.
  Það kann einnig að vera að við vinnum persónuupplýsingar þínar í öðrum tilgangi, sem tilgreindur er í greinum 4.1, 4.2 og 4.3 að neðan. Þetta getur til dæmis falið í sér vinnslu persónuupplýsinga til þess að (i) hafa samskipti við þig, (ii) í þágu beinnar markaðssetningar eða (iii) til þess að greina viðkomandi gögn til að bæta þjónustu okkar, þróa nýjar samgöngulausnir og samgöngutengdar vörur og/eða þjónustu til að tryggja að hægt er að veita viðkomandi vörur eða þjónustu á öruggan hátt. Í þeim tilgangi sem greint var frá í (iii) kann að vera að við greinum við gögnin sem safnað er á grundvelli tölfræði- og reiknilíkana. Ennfremur gætum við einnig unnið með persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi að fara að gildandi lögum eða öðrum lagalegum skyldum (t.d. birting viðeigandi persónuupplýsinga til dómstóla eða sakamálayfirvalda), eða ef við höfum upplýst þig sérstaklega um slíkan tilgang.
  Almennt, í tengslum við Þjónustuna, söfnum við og vinnum úr persónuupplýsingum þínum til að gera ráðstafanir að beiðni þinni áður en samningur er gerður („samningsgerð“) eða að því marki sem nauðsynlegt er til að uppfylla samning okkar við þig ( 6 (1) b) GDPR), eða að því marki sem vinnslan er nauðsynleg í þágu lögmætra hagsmuna okkar eða þriðja aðila (Gr. 6 (1) f) GDPR). Að því er varðar tiltekna vinnslustarfsemi kunnum við að vinna úr persónuupplýsingum þínum að því marki sem nauðsynlegt er til að uppfylla lagaskyldu sem við erum háð (gr. 6 (1) c) GDPR), eða þar sem við höfum fengið fyrirfram samþykki þitt á viðeigandi vinnslu persónuupplýsinga þinna í ákveðnum tilgangi (Gr. 6 (1) a) GDPR).
  Ef annað er ekki tekið fram í þessari persónuverndartilkynningu, eru persónuupplýsingarnar sem taldar eru upp í þessum kafla 4 hér að neðan, veittar okkur beint af þér (t.d. með því að slá inn tiltekin persónuleg gögn í Kia Connect appinu) eða er safnað úr Kia Connect appinu og/eða Miðlæga stjórnborðinu. Almennt hefur þú rétt á að veita okkur ekki persónuupplýsingar þínar. Hins vegar, í sumum tilfellum (t.d. vegna notkunar á tiltekinni Þjónustu), gætum við krafist ákveðinna persónuupplýsinga frá þér til að geta unnið úr fyrirspurn þinni eða veitt viðeigandi þjónustu. Við munum upplýsa þig um nauðsynlegar persónuupplýsingar í samræmi við það.
  Athugaðu að ef annar aðili notar Kia Connect appið og er tengdur við sama farartæki og þú, gæti þessi aðili einnig séð staðsetningargögn bílsins á reikningi sínum fyrir Kia Connect appið (með því að nota þjónustuna „Finna bílinn minn“) , jafnvel þótt þú notir ökutækið á þessum tíma. Hins vegar mun þessi aðili ekki geta fengið aðgang að raunverulegum akstursleiðum þínum.
  Upplýsingarnar um vinnslustarfsemi okkar eins og kveðið er á um í þessari Persónuverndartilkynningu eiga einnig við með tilliti til notkunar þriðja aðila á viðkomandi ökutæki. Hins vegar er vinnsla gagna hjá Kia almennt byggð á upplýsingum tengdum ökutækjum eins og lýst er í þessari Persónuverndartilkynningu. Því mun Kia ekki geta borið kennsl á viðkomandi aðila sem ekur bílnum, nema viðkomandi sé skráður inn með persónulegum prófíl sínum eða önnur skilríki sem tengjast viðkomandi einstaklingi séu gefin upp.
  4.1.
  KIA CONNECT APPIÐ
  4.1.1.
  Ferill áskriftar fyrir Kia Connect appið: Ganga þarf frá áskrift og stofna reikning til þess að nota Kia Connect appið („Kia reikningur“). Upplýsingar um vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum í tengslum við Kia reikninginn eru veittar í sérstakri persónuverndartilkynningu sem er aðgengileg hér: https://connect.kia.com/eu/kia-account-docs/. Þú þarft einnig að samþykkja Notkunarskilmála Kia Connect. Að koma á tengingu milli notendatækisins (þ.e. snjallsíma) sem Kia Connect appið er uppsett á og viðkomandi ökutækis krefst staðfestingar.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), netfang, nafn, lykilorð, ávarpsorð, fæðingardag, farsímanúmer, land, valið tungumál, lykilorð til staðfestingar (e=verification pin), skráningarnúmer bifreiðarinnar, ræsikóða, sú staðreynd að þú samþykktir Notkunarskilmála Kia Connect.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur, eða til að gera samning við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.2.
  Aðferð við að tengjast: Til þess að nota Þjónustuna í Kia Connect appinu þarf að tengjast því. Þegar tenging hefur átt sér stað er hægt að bæta við og fjarlægja bifreið eða bifreiðar og nota Þjónustuna í Kia Connect appinu.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: netfang og lykilorð.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.3.
  Valmynd og leitarslá: Þú getur staðsett þig út frá valmyndinni. Með leitarslánni getur þú leitað áhugaverðra staða (POI).
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: GPS gögn, lykilorð fyrir leit og tungumál sem snjallsími er stilltur á.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.4.
  Notkun á Touch ID og Face ID (iOS) eða fingrafars og andlitsgreiningar (Android): Þú getur notað ákveðnar aðgerðir Kia Connect appsins með Touch ID eða Face ID (iOS) eða fingrafars og andlitsgreiningar (Android) til að aflæsa. Lífkennisgögn þín eru aðeins vistuð staðbundið í snjallsíma þínum og eru ekki flutt til okkar. Því höfum engan aðgang að þessum gögnum. Aðeins upplýsingar um hvort staðfesting á lífkennisgögnum hafi tekist eru fluttar í Kia Connect appið með kerfisaðgerð snjallsíma þíns. Þú getur slökkt á notkun Touch ID eða Face ID (iOS) eða fingrafars og andlitsgreiningar (Android) hvenær sem er með viðeigandi stillingum í snjallsímanum þínum.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: upplýsingar um hvort sannprófun lífkennisgagna hafi tekist.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.5.
  Fjarstýrð loftræsting/miðstöð (aðeins rafbifreiðar):Þjónustan gerir þér kleift að fjarstýra og stilla loftræstikerfi/miðstöð rafbifreiðar þinnar, þ.á m. afþýðingarstillingar, með Kia Connect appinu.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (stöðu loftræstingar, ástand vélar, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott og húdd séu opin eða lokuð).
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.6.
  Fjarhleðsla (aðeins rafbifreiðar og tengiltvinnbílar): Þjónustan gerir þér kleift að hefja og stöðva hleðslu á rafhlöðum rafbifreiðar og tengiltvinnbíls með fjarstýringu og stjórna slíkri hleðslu með Kia Connect appinu.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (stöðu loftræstingar, ástand vélar, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott og húdd séu opin eða lokuð, þrýsting í dekkjum, bremsuvökva og vélarolíu, upplýsingar um hleðslu, upplýsingar um varahleðslu, hleðslutíma og upplýsingar um gerð hleðslutækis).
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.7.
  Fjarlæsing: Þessi þjónusta gerir þér kleift að læsa/aflæsa dyrum bifreiðar með fjarstýringu og í gegnum ákveðin viðmót. Þú getur læst öllum dyrum eða aflæst allar dyr. Þjónustan mun athuga ýmiss forskilyrði til að tryggja öryggi við notkun hennar. Þessi Þjónusta getur veitt aðstoð í aðstæðum þegar þú manst ekki hvort þú læstir bifreiðinni sem gerir þér kleift að framkvæma þessa aðgerð með fjarstýringu.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (stöðu loftræstingar, ástand vélar, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott og húdd séu opin eða lokuð, þrýsting í dekkjum, sæta og gíra, eldsneytis, bremsuvökva og vélarolíu).
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.8.
  Senda í bíl: Þessi Þjónusta gerir þér kleift að senda upplýsingar um áhugaverða staði (POI) í leiðsögukerfi bifreiðarinnar og gerir þér kleift að fá staðsetningarupplýsingar svo skjótt sem kveikt hefur verið á bifreiðinni.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar um áhugaverða staði (POI), lykilorð fyrir leit og tungumál sem snjallsími er stilltur á.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.9.
  Finna bílinn minn og Fyrstu mílu leiðsögn: Þessi Þjónusta gerir þér kleift að staðsetja bifreið þína og finna hana með því að nota snjallsíma. Staðsetning bifreiðarinnar verður sýnd í Kia Connect appinu.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, heimilisfang, nafn, upplýsingar um staðsetningu notanda og bifreiðar, hnitastaðsetningu (e=waypoint information), dagsetning, stund, tímastimpil og hraða.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.10.
  Mínar ferðir: Þessi Þjónusta gefur skýrslu um hverja ferð með dag- og tímasetningu, meðal- og hámarkshraða, vegalengd sem farin er og tíma sem ferðin tekur.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, akstursupplýsingar (akstursvegalengd, meðalhraða, hámarkshraða, heildarnotkun eldsneytis, heildarorkunotkun, rafmagnsnotkun, aksturstíma, tíma sem tók fyrir bifreið að hitna, meðaleyðslu á km).
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.11.
  Staða ökutækis: Þessi Þjónusta veitir þér upplýsingar um stöðu eða ástand eftirfarandi í Kia Connect appinu:
  ● Staða hurðar
  ● Hleðslustaða hurðar
  ● Staða skotts og húdds
  ● Staða miðstöðvar/loftræstingar
  ● Staða hleðslurafhlöðu, hleðslutækis, hleðslu (tekur einungis til rafbifreiða)
  ● Eldsneytisstaða
  ● Staða sætishita og loftræstingar
  ● Staða glugga
  ● Staða sóllúgu
  ● Staða 12V rafgeymis
  ● Staða ljósa
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (ástand vélar og stöðu gíra, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott, sóllúga og húdd séu opin eða lokuð, stöðu miðstöðvar/loftræstikerfis (HVAC), rafhlöðu, eldsneyti og hversu langt sé í að það klárist (DTE), bremsuvökva og vélarolíu, dekk, perur, stöðu snjallræsingar og stöðu rafbifreiðar).
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.12.
  Ökutækjaskýrsla: Þú færð skýrslu í Kia Connect appið. Skýrslan inniheldur greiningarupplýsingar um bifreiðina og akstursmynstur. Þarfnist eitthvað viðhalds eða viðgerðar verðurðu upplýstur um það og hversu alvarlegt eða aðkallandi viðhald eða viðgerð sé og hvað ráðlegt sé að gera.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (ástand vélarinnar), upplýsingar um akstursmynstur (upplýsingar um hraða (hámarks- og meðalhraða), upplýsingar um viðbraðgstíma, ekna vegalengd, notkun á rafhlöðu (tekur til rafbifreiða)).
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.13.
  Bilanagreining bíls: Sjálfvirkt greiningarapp fylgir þjónustunni. Við ræsingu bifreiðarinnar er greiningarskönnun (DTC skann) framkvæmd sjálfkrafa (e=Diagnostics Trouble Code). Sé eitthvað að eru þér send skilaboð um hvað sé að, hversu alvarlegt það sé og hvernig bregðast skuli við.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, niðurstöðu DTC skannsins, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar ( loftræstingar, ástand vélar, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott og húdd séu opin eða lokuð, þrýsting í dekkjum, sæta og gíra, eldsneytis, bremsuvökva og vélarolíu og rafhlöðu).
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.14.
  Viðvörunarkerfi bifreiðar: Þjónustan gefur viðvörun. Sé gluggi opinn en bifreiðin ekki í gangi verður þér send viðvörun þar að lútandi í Kia Connect appinu.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (ástand vélar og stöðu gíra, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott, sóllúga og húdd séu opin eða lokuð, stöðu miðstöðvar/loftræstikerfis (HVAC), rafhlöðu, eldsneyti og hversu langt sé í að það klárist (DTE), bremsuvökva og vélarolíu, dekk, perur, stöðu snjallræsingar og stöðu rafbifreiðar).
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.15.
  Þjófavörn (tekur aðeins til bifreiða sem eru með þjófavarnarkerfi): Viðvörunarkerfi fylgir Þjónustunni eins og við á. Fari þjófarvarnarkerfi í gang verða þér send skilaboð sem sjást í Kia Connect appinu.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (stöðu loftræstingar, ástand vélar, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott og húdd séu opin eða lokuð, þrýsting í dekkjum, sæta og gíra, eldsneytis, bremsuvökva og vélarolíu).
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.16.
  Flutningur notandalýsingar: Þessi Þjónusta gerir þér kleift að athuga og breyta stillingum ökutækis í Kia Connect appinu. Þú getur afritað stillingarupplýsingar og fært yfir í bifreið þína.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, staðfestingarkóða fyrir SMS, lykilorð (PIN) notanda, tíma skýrslugjafar, upplýsingar um uppsetningu bifreiðar, um uppsetningu kerfa, uppsetningu leiðsögukerfis, áhugaverða staði í leiðsögukerfi, ljósmynd úr svipmóti ( sé hún afhent).
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.17.
  Fjarhituð og loftræst sæti (aðeins rafbílar): Þessi Þjónusta gerir þér kleift að fjarstýra hitun og loftræstingu aftur- og framsæta í rafbílum þínum.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (ástand vélar og stöðu gíra, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott, sóllúga og húdd séu opin eða lokuð, stöðu miðstöðvar/loftræstikerfis (HVAC), rafhlöðu, eldsneyti og hversu langt sé í að það klárist (DTE), bremsuvökva og vélarolíu, dekk, perur, stöðu snjallræsingar og stöðu rafbifreiðar).
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.18.
  Fjarstýrð rúðustýring: Þessi Þjónusta gerir þér kleift að fjarstýra rúðum í ökutæki þínu.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (ástand vélar og stöðu gíra, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott, sóllúga og húdd séu opin eða lokuð, stöðu miðstöðvar/loftræstikerfis (HVAC), rafhlöðu, eldsneyti og hversu langt sé í að það klárist (DTE), bremsuvökva og vélarolíu, dekk, perur, stöðu snjallræsingar og stöðu rafbifreiðar).
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.19.
  Stýring fyrir fjarhættuljós (aðeins fyrir EV6): Þessi Þjónusta gerir þér kleift að slökkva á hættuljósum með fjarstýringu.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (staða á afturljósi, staða á hættuljósi, ástand vélar og stöðu gíra, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott, sóllúga og húdd séu opin eða lokuð, stöðu miðstöðvar/loftræstikerfis (HVAC), rafhlöðu, eldsneyti og hversu langt sé í að það klárist (DTE), bremsuvökva og vélarolíu, dekk, perur, stöðu snjallræsingar og stöðu rafbifreiðar).
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.20.
  Fjarlæsing hurðar: Þessi Þjónusta gerir þér kleift að fjarstýra hurðum í ökutæki þínu.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (hleðslustaða hurðar, ástand vélar og stöðu gíra, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott, sóllúga og húdd séu opin eða lokuð, stöðu miðstöðvar/loftræstikerfis (HVAC), rafhlöðu, eldsneyti og hversu langt sé í að það klárist (DTE), bremsuvökva og vélarolíu, dekk, perur, stöðu snjallræsingar og stöðu rafbifreiðar).
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.21.
  Leiðsögn síðustu kílómetrana: Þessi Þjónusta gerir þér kleift að nota snjallsíma til þess að halda leiðsögn áfram á áfangastað þótt búið sé að leggja bifreiðinni.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, heimilisfang, nafn, upplýsingar um staðsetningu notanda og bifreiðar, hnitastaðsetningu (e=waypoint information), stund og hraða.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.22.
  Viðvörun um afhleðsla rafhlöðu: Viðvörunarkerfi fylgir Appþjónustunni eins og við á. Fari hleðsla 12 volta rafhlöðunnar niður fyrir ákveðin mörk færð þú tilkynningu þar um í Kia Connect appinu.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, ástand rafhlöðu, tegund boðunar í bifreið.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.23.
  Aftursætisfarþegaboði (e. Rear Passenger Alarm): Þjónustan gefur viðvörun. Greinist hreyfing í aftursætinu færð þú tilkynningu þar um í Kia Connect appinu.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (ástand vélar og stöðu gíra, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott, sóllúga og húdd séu opin eða lokuð, stöðu miðstöðvar/loftræstikerfis (HVAC), rafhlöðu, eldsneyti og hversu langt sé í að það klárist (DTE), bremsuvökva og vélarolíu, dekk, perur, stöðu snjallræsingar og stöðu rafbifreiðar).
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.24.
  Viðv. um hægagang ökutækis: Þjónustan gefur viðvörun. Sé bifreiðin í stöðugír (e=park) en vél í gangi og dyr opnar, færð þú skilaboð þar um í Kia Connect appið.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), skrásetningarnúmer bifreiðarinnar, númer SIM korts, dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar úr kílómetramæli, upplýsingar um ástand bifreiðarinnar (ástand vélar og stöðu gíra, upplýsingar um hvort dyr, gluggar, skott, sóllúga og húdd séu opin eða lokuð, stöðu miðstöðvar/loftræstikerfis (HVAC), rafhlöðu, eldsneyti og hversu langt sé í að það klárist (DTE), bremsuvökva og vélarolíu, dekk, perur, stöðu snjallræsingar og stöðu rafbifreiðar).
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.1.25.
  Viðvörunarkerfi fyrir eftirlit með háspennu rafhlöðu: Þjónustan gefur viðvörun. Fylgst er með stöðu háspennu rafhlöðunnar og í hvert skipti sem bilun greinist færðu skilaboð í Kia Connect appinu og Miðlæga stjórnborðinu.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Staða miðstöðvar/loftræstingar, staða vélar, staða hurðar/skotts/húdds/sóllúgu/glugga, lofthiti, staða afísingar, hleðslustaða, staða hita í stýri, hitastaða hliðarspegils/baksýnisspegils, staða dekkjarþrýstings, staða 12V rafgeymis, staðaa bilunarvísis í ljósi, rafhlöðustaða snjalllykils, staða eldsneytis, staða rúðuvökva, staða viðvörunarljóss hemlaolíu, staða svefnstillingar, viðvörun um biðtíma fjarstýringar, viðvörunarstaða slokknunar kerfis, staða afturljósa, staða hættuljósa.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg í þágu lögmætra hagsmuna sem við stefnum að, en einnig viðskiptavina okkar og annarra þriðju aðila (Gr. 6 (1) f) GDPR). Lögmætir hagsmunir eru: að tryggja rétta veitingu og virkni þjónustu okkar, veita örugga þjónustu og vörur til viðskiptavina okkar og Kia Group, vernda heilsu og líf viðskiptavina okkar, vernda eignir viðskiptavina okkar og vernda heilsu, líf og eignir annarra í eða við ökutækið.
  Viðkomandi persónuupplýsingar verða ekki geymdar lengur en í 90 daga frá söfnun.
  4.1.26.
  Endurbætur á vöru og þjónustu: Með því að ræsa „Vöru/Þjónustu viðbætur֞ (e= Product/Service improvement), verða gögn um frammistöðu, notkun, gang og ástand bifreiðarinnar unnin af okkur í því skyni að bæta bæði vöru og þjónustu með þínu samþykki. Þér er í sjálfsvald sett hvort samþykki sé veitt og afturkalla má það hvenær sem er með því að slökkva á því. Afturköllun samþykkis hefur ekki áhrif á gögn sem unnin hafa verið áður en samþykkið er afturkallað. Gögn eru gerð ópersónugreinanleg innan 7 daga frá því þeim hefur verið safnað og send í netþjónana okkar. Af tæknilegum ástæðum verður að ræsa landupplýsingakerfið (e=GIS) til þess að ræsa („GIS“) til þess að ræsa „Vöru/Þjónustu viðbæturnar“.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Upplýsingar um loftræstikerfi, um rafhlöðu, upplýsingar um stöðu tæknikerfa og áreiðanleikakerfa, um notkun og stöðu mælaborðs, um loftkælingu/miðstöð, um vél, um ástand bremsa og aflrásar (e=power train), upplýsingar um virkni, um gíra og eyðslu (e=consumption), um viðvörunar- og hjálparkerfi, um stýrisbúnað og dekk, um vél og hleðslu, sérstakar upplýsingar um notkun og ástand rafbifreiða, margmiðlunar (e=multimedia) (t.d. eins og eiginleika) notkun og stöðu auk GPS- og hraðaupplýsinga.
  Lagastoð: Vinnslan er byggð á fyrirframsamþykki þínu (Gr. 6 (1) a) GDPR).
  4.2.
  MIÐLÆGT STJÓRNBORÐ
  4.2.1.
  Kia Connect beint þjónustan: Þessi Þjónusta veitir aðgang að eftirfarandi:
  ● Umferð: Umferðarupplýsingar í rauntíma fyrir útreikning leiða og upplýsingar um umferðarskilyrði. Leiðsögukerfið gerir þér kleift að finna leið á áfangastað með því að tefla saman beinum umferðarupplýsingum og upplýsingum um hvernig venjulega háttar til með umferð.
  ● Beinum upplýsingum um áhugaverða staði (POI): Upplýsingum um áhugaverða staði byggðum á staðsetningu.
  ● Veður: Svæðisbundnum veðurupplýsingum.
  ● Bílastæði: Upplýsingum um hvar leggja megi á götum eða utan gatna, byggðum á staðsetningu, áfangastaði í grenndinni, staði í grenndinni sem hafa verið skoðaðir og miðbæ.
  ● Áhugaverðum stöðum fyrir rafbifreiðar og tvinnbifreiðar: Upplýsingum um hleðslustöðvar, byggðum á staðsetningu, þ.á m. hvort þær sé lausar til afnota.
  ● Áhugaverðum stöðum vegna umboðsaðila: Upplýsingum, byggðum á staðsetningu, um Kia umboðsaðila í grenndinni miðað við núverandi stöðu ökutækis.
  ● Upplýsingar um myndavélar/hættusvæði (ef slíkt er heimilt að lögum í þínu landi): Kerfið birtir viðvaranir á svæðum þar sem slys eru algeng og varar þig við hættusvæðum eða hraðamyndavélum.
  ● Íþróttir: Upplýsingar um íþróttir.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: GPS gögn, þjónustubeiðnir og svör við þjónustuleit (upplýsingar um áhugaverða staði (POI)), áhugaverða staði vegna umboðsaðila, upplýsingar um eldsneyti, upplýsingar um að leggja bifreiðinni, hraðamyndavélaupplýsingar, upplýsingar um stöðvar fyrir rafbifreiðar, veðurupplýsingar, umferðarupplýsingar, einingar fjarlægðarmælinga (km, mílur, metra), tungumálastillingu, upplýsingar um fjarskiptafyrirtæki, aðgreiningarupplýsingar (t.d. verksmiðjunúmer bifreiðarinnar e=Vehicle Identification Number (VIN)), persónuskilríki ökumanns, kerfisskilríki (e=Service ID), símanr., dagsetningu og staðartíma, tegund samskiptaforrits (e= protocol version), upplýsingar um leiðsögutæki (þ.e. gerð vél- og hugbúnaðar), leiðarlýsing (t.d. upphafsstaður, stillingar, áfangastaður, áætlaður ferðatími), upplýsingar um leik, auðkenni liðskóða, auðkenni viðeigandi lands, landskóði, deildarútgáfa, liðsútgáfa, útgáfa kennimerkis.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  Í þeim tilgangi að bæta Kia Connect Live þjónustuna gætum við safnað og geymt GPS-gögnin (staðsetningu) og þjónustuauðkennið í allt að 93 daga til að greina slík gögn.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg í þágu lögmætra hagsmuna sem við fylgjum (Gr. 6 (1) f) GDPR). Lögmætir hagsmunir okkar eru: að bæta Kia Connect Live þjónustuna.
  4.2.2.
  Raddgreining á netinu: Þessi Þjónusta gerir þér kleift að gefa munnleg fyrirmæli til þess að fá aðgang að og stjórna þjónustu sem er í boði á Kia Connect Live Services og semja og senda textaskilaboð með farsíma eða sambærilegu tæki. Með því að ræsa Þjónustuna okkar í Miðlæga stjórnborðinu í bifreiðinni fer raddgreining á netinu í gang nema stillt sé á annan veg. Þegar raddgreining á netinu er notuð verða persónuupplýsingar um þig unnar á netinu (ský).
  Raddupptökur eru fluttar ásamt GPS-gögnum og kerfisskilríkjum til þjónustuveitanda okkar fyrir Upptökur raddsýna ásamt staðsetningarupplýsingum og kerfisskilríkjunum eru flutt saman til viðkomandi vinnsluaðila sem er Cerence B.V., CBS Weg 11, 6412EX Heerlen, Hollandi (þjónustuaðili) (Cerence) og undirverktakar hans vegna raddgreiningar á netinu. Þeir geta verið staðsettir utan ESB/EES þar sem gagnavernd kann að vera áfátt (kynntu þér kafla 6 og 7 með frekari upplýsingum). Cerence breytir raddsýnunum í textabrot sem eru greind merkingarfræðilega, sé þess þörf, og síðan send til baka í bifreiðina.
  Þú getur komið í veg fyrir flutning persónuupplýsinga um þig (t.d. raddsýna) til Cerence með því að slökkva á raddgreiningunni á netinu á miðlæga stjórnborðinu. Með því að slökkva á raddgreiningunni á netinu verður raddgreiningin takmörkuð eða ekki fyrir hendi.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Raddupptöku, staðsetningarupplýsingar (GPS) aðgreiningarupplýsingar (t.d. verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), kerfisskilríki.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  Í þeim tilgangi að bæta raddgreiningu á netinu gætum við safnað og geymt upptökur með raddsýnum og GPS-gögn í allt að 90 daga til að greina slík gögn.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg í þágu lögmætra hagsmuna sem við fylgjum (Gr. 6 (1) f) GDPR). Lögmætir hagsmunir okkar eru: að bæta raddgreiningu á netinu.
  4.2.3.
  Tilkynningarmiðstöðin: Tilkynningarmiðstöðin gerir þér kleift að fá skilaboð beint frá Kia á skjá Miðlæga stjórnborðsins.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: aðgreiningarupplýsingar (t.d. verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN)), raðgreiningarauðkenni (e=sequenceID), hvort búið sé að lesa skilaboð (e=read status), samræmda tímasetningu (e=UTC time).
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.2.4.
  Tilkynningar um innkallanir og Þjónustuáminningar: Við sendum þér eftirfarandi tilkynningar og áminningar í Tilkynningarmiðstöðinni sem vísað er til hér að ofan:
  ● tilkynningar um opna innköllunarherferð eða -herferðir á ökutæki þínu og
  ● áminningar um reglulegt viðhald á næstunni á ökutæki þínu.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: aðgreiningarupplýsingar (t.d. verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN)), raðgreiningarauðkenni (e=sequenceID), hvort búið sé að lesa skilaboð (e=read status), samræmda tímasetningu (e=UTC time), eyðslu á km, upphafsdag ábyrgðar).
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.2.5.
  Tilkynningar um þjónustuaðgerðir: Við munum meta hvort einhverjar væntanlegar ráðlagðar þjónustuaðgerðir (svo sem hugbúnaðaruppfærslur, endurnýjun vélhluta með endurbættum vélhlutum eða gæðaeftirlit með sérnota einingum ökutækisins) verði framkvæmdar á ökutækinu þínu og tilkynna þér um slíkar væntanlegar ráðlagðar þjónustuaðgerðir í gegnum miðlæga stjórnborðið í ökutækinu þínu (með því að nota tilkynningamiðstöðina), ásamt því að senda tilkynningar innan Kia Connect appsins og/eða með tölvupósti á netfangið sem þú ert með skráð í Kia Connect appinu. Þessi vinnsla er háð fyrirframsamþykki þínu, sem þú getur veitt með því að virkja viðkomandi samþykkishnapp á lista yfir samþykki í Kia Connect appinu. Þér er í sjálfsvald sett hvort þú veitir samþykki þitt og getur afturkallað það hvenær sem er (t.d. með því að gera óvirkan viðkomandi samþykkishnapp á lista yfir samþykki í Kia Connect appinu). Afturköllunin samþykkis hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem fór fram áður en samþykki var afturkallað.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: aðgreiningarupplýsingar (t.d. verksmiðjunúmer bifreiðarinnar(VIN)), raðgreiningarauðkenni (e=sequenceID), hvort búið sé að lesa skilaboð (e=read status), samræmda tímasetningu (e=UTC time), eyðslu á km, upphafsdag ábyrgðar).
  Lagastoð: Vinnslan er byggð á fyrirframsamþykki þínu (Gr. 6 (1) a) GDPR).
  4.2.6.
  Bílastæðaþjónustustilling: Ef þjónustan er virkjuð í Miðlæga stjórnborðinu og bifreið er ekið af öðrum getur þú fylgst með staðsetningu bifreiðarinnar, hvenær síðast var slökkt á henni, aksturstíma, akstursvegalengd og hámarkshraða í Kia Connect appinu.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: aðgreiningarupplýsingar (t.d. verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN)), raðgreiningar auðkenni (e=sequenceID), hvort búið sé að lesa skilaboð (e=read status), samræmda tímasetningu (e=UTC time), upplýsingar um aðstoð við að leggja þjónustuna (hvort og hvenær hún hafi verið virkjuð og hvenær slökkt á henni, hversu lengi hún var virk, meðalhraði, tími í lausagangi, hámarkshraði og vegalengd ekin), bifreiðarvísa (staðsetningu, hraða, tíma, nákvæmni og stefnu).
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.2.7.
  Samstilling á persónulegu dagatali/leiðsögn: Þessi Þjónusta gerir þér kleift að samstilla Google Calendar eða Apple Calendar þitt við snjallsíma þinn með innbyggðu dagatalsaðgerðinni í Miðlæga stjórnborðinu. Þetta gerir þér kleift að sjá einkadagatal sitt í skjá Miðlæga stjórnborðsins í Kia Connect appinu og nota það til að setja inn áfangastað. Þessi þjónusta er samhæf við Google Calendar og Apple Calendar.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: aðgreiningarupplýsingar (t.d. verksmiðjunúmer bifreiðarinnar(VIN)), netfang, skilríki dagatals netfangs, Google merki eða iCloud lykilorð, færslur dagatals (t.d. titill tímabókunar, dagsetning og tími, heimilisfang).
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.2.8.
  Ítarleg aðstoðarkerfi fyrir ökumann (ADAS): Innan ramma Ítarlegs aðstoðarkerfis fyrir ökumann (ADAS) safnar Kia og vinnur úr föstu setti af fjarskiptagögnum og flytur þessi gögn til forvalinna gagnasafnara. Þessar upplýsingar eru fastar; þ.e.a.s þær innihalda ekki akstursupplýsingar, svo það er ekki hægt að sníða af sér hegðun einstaklinga. Tilgangur þessarar vinnslu er vernd gegn mögulegum svikum, bæta og þróa ADAS okkar til að fjölga ökutækjum með miklum öryggisbúnaði og til að einfalda tryggingarferlið fyrir viðskiptavini okkar.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: smíði ökutækja (VBI) sem geta innihaldið: Verksmiðjunúmer ökutækis (VIN), gerð, tegund, árgerð, verð, litur, eldsneytisgerð, spennukerfi, losun, flokkur, afl, búnaður þar á meðal ADAS öryggiskerfi.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg í þágu lögmætra hagsmuna sem við fylgjum (Gr. 6 (1) f) GDPR). Lögmætir hagsmunir okkar eru: að bæta þjónustu okkar, veita auknar vörur og auka sölu á ADAS ökutækjum auk þess að þróa nýjar vörur og þjónustu við viðskiptavini.
  Að auki gætu persónuupplýsingar þínar eins og lýst er hér að ofan verið nafnlausar til að framkvæma eigin greiningar okkar til að bæta og þróa vörur okkar.
  4.2.9.
  Líkar við hnappur fyrir USB tónlist og útvarp: Líkar við hnappur fyrir USB tónlist og útvarp gerir þér kleift að velja og búa til lagalista með eftirlætis lagi þínu. Þú getur líkað við eða ekki líkað við lag með líka við hnappinum sem innbyggður er í tónlistaraðgerð upplýsinga- og afþreyingarkerfisins.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: upprunategund (USB tónlist, útvarp, BT tónlist), heiti lagsins, listamaður og plata, upplýsingar um að líka við/ekki líka við, GPS gögn, hitastig, hraði ökutækis, veður (miðað við núverandi staðsetningu) og upplýsingar um tíma.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.2.10.
  OTA-uppfærsla á kortum og upplýsinga- og afþreyingarkerfinu: Uppfærsla á kortum og upplýsinga- og afþreyingarkerfinu greiðir fyrir eftirfarandi:


  ● Uppfærslum á kortum í leiðsögukerfi ökutækisins („Kortauppfærsla“); og/eða
  ● Uppfærslum á hugbúnaði upplýsinga- og afþreyingarkerfisins eða endurbótum á hugbúnaði Miðlæga stjórnborðsins (sameiginlega sem „Uppfærsla á upplýsinga- og afþreyingarkerfinu“)
  frá netþjónum okkar til innbyggða fjarskiptakerfisins með svokallaðri „over-the-air“ aðferð. Frekari upplýsingar um OTA-uppfærslu á kortum og upplýsinga- og afþreyingarkerfinu er að finna í kafla 3.1.2.6 í Notkunarskilmálum Kia Connect.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: aðgreiningarupplýsingar (t.d. verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN)), hugbúnaðarútgáfa bifreiðarinnar, bilanakóðar greiningar, framreiðsluplata bifreiðarinnar, GPS-gögn (lengdargráða, breiddargráða, hæð), fjarskiptafyrirtæki, tungumálastillingar, landskóði eða svæðiskóði, upplýsingar miðlæga stjórnborðs (t.d. gerð, kerfisútgáfa, verkvangur, framleiðandi), viðeigandi lýsigögn.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  Til að taka af allan vafa, ef þú færð kortauppfærslurnar og/eða uppfærslur á upplýsinga- og afþreyingarkerfinu með því að fara á eftirfarandi vefsíðu https://update.kia.com/EU/E1/Main eða hjá umboðinu, þá eru þessar uppfærslur ekki boðnar þér með aðferðinni „over-the-air“ og við erum ekki ábyrgðaraðili tengdrar vinnslu persónuupplýsinga.
  4.2.11.
  Þjónustuviðvörun: Ef Þjónustan er virkjuð í Miðlæga stjórnborðinu getur þú fengið tilkynningar í Kia Connect appinu ef ökutækið þitt ekur út fyrir valin vegalengd, fer yfir hámarkshraða og aðgerðaleysis sem þú myndir hafa forstillt í Kia Connect appinu. Fjarlægðin sem leyfilegt er að fara er frá þeim stað þar sem viðvörunin var virkjuð.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar um þjónustuviðvörun (staða virkjunar, hvenær hún hafi verið virkjuð og hvenær hafi verið slökkt á henni, hversu lengi hún var virk, meðalhraði, tími í lausagangi, hámarkshraði og vegalengd ekin), bifreiðarvísa (staðsetningu, hraða, tíma, nákvæmni og stefnu), valin vegalengdamörk, valin hraðamörk, valin mörk fyrir tíma í lausagangi.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.2.12.
  Svæðisviðvörun: Ef Þjónustan er virkjuð í Miðlæga stjórnborðinu getur þú fengið tilkynningar í Kia Connect appinu ef ökutækið þitt fer út af leyfilegu svæði eða fer inn á lokað svæði. Þú getur stillt mörk fyrir leyfð svæði og takmörkuð svæði í Kia Connect appinu.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar um svæðisviðvörun (staða virkjunar, hvenær hún hafi verið virkjuð og hvenær hafi verið slökkt á henni, hversu lengi hún var virk, meðalhraði, tími í lausagangi, hámarkshraði og vegalengd ekin), bifreiðarvísa (staðsetningu, hraða, tíma, nákvæmni og stefnu), valin leyfð svæði, valin takmörkuð svæði.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.2.13.
  Hraðaviðvörun: Ef Þjónustan er virkjuð í Miðlæga stjórnborðinu getur þú fengið tilkynningar í Kia Connect appinu ef ökutækið þitt fer yfir hámarkshraða sem þú myndir hafa forstillt í Kia Connect appinu.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar um hraðaviðvörun (staða virkjunar, hvenær hún hafi verið virkjuð og hvenær hafi verið slökkt á henni, hversu lengi hún var virk, meðalhraði, tími í lausagangi, hámarkshraði og vegalengd ekin), bifreiðarvísa (staðsetningu, hraða, tíma, nákvæmni og stefnu), valin hraðamörk.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.2.14.
  Tímatengd viðvörun: Ef Þjónustan er virkjuð í Miðlæga stjórnborðinu getur þú fengið tilkynningar í Kia Connect appinu ef ökutækinu þínu er ekið utan tímagluggana sem þú myndir hafa forstillt í Kia Connect appinu.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar um tímatengda viðvörun (staða virkjunar, hvenær hún hafi verið virkjuð og hvenær hafi verið slökkt á henni, hversu lengi hún var virk, meðalhraði, tími í lausagangi, hámarkshraði og vegalengd ekin), bifreiðarvísa (staðsetningu, hraða, tíma, nákvæmni og stefnu), valdir tímagluggar.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.2.15.
  Viðvörun um aðgerðaleysi: Ef Þjónustan er virkjuð í Miðlæga stjórnborðinu getur þú fengið tilkynningar í Kia Connect appinu ef ökutækinu þínu er ekið út fyrir aðgerðalausu tímamörkin sem þú myndir hafa forstillt í Kia Connect appinu.
  Í þessum tilgangi er unnið úr eftirfarandi persónuupplýsingum: Verksmiðjunúmer bifreiðarinnar (VIN), dagsetningar og tímastaðfestingu (e= date and time stamp), GPS gögn, upplýsingar um viðvörun um aðgerðaleysi (staða virkjunar, hvenær hún hafi verið virkjuð og hvenær hafi verið slökkt á henni, hversu lengi hún var virk, meðalhraði, tími í lausagangi, hámarkshraði og vegalengd ekin), bifreiðarvísa (staðsetningu, hraða, tíma, nákvæmni og stefnu), valin tímamörk varðandi aðgerðaleysi.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (Gr. 6 (1) b) GDPR).
  4.3.
  ÖNNUR VINNSLUSTARFSEMI
  Til viðbótar við vinnsluaðgerðirnar sem vísað er til í köflum 4.1 og 4.2 hér að ofan kunnum við að vinna persónuupplýsingar þínar einnig í eftirfarandi tilgangi:
  4.3.1.
  Samskipti: Það kann að vera að við vinnum persónuupplýsingar þínar til að eiga samskipti við þig í tengslum við þjónustuna eða samninginn sem þú hefur gert við okkur (t.d. til að veita notendaaðstoð, til að upplýsa þig um tæknileg vandamál í tengslum við þjónustuna, til að uppfylla samningsbundnar skyldur okkar, til að upplýsa þig um breytingar á notkunarskilmálum Kia Connect eða breytingar á þessari persónuverndartilkynningu) í gegnum nokkrar samskiptaleiðir, þar á meðal miðlæga stjórnborð ökutækisins þíns (með því að nota tilkynningamiðstöðina) með tölvupósti, í gegnum síma og með tilkynningum innan Kia Connect appsins (Kia Connect appið er með aðskilið innhólf fyrir þetta). Þegar þú hefur samband við okkur í gegnum tiltækar samskiptaleiðir (t.d. samskiptaeyðublaðið á vefsíðu okkar, með tölvupósti eða í gegnum síma) kann að vera að við vinnum úr persónuupplýsingum þínum til að meðhöndla beiðnina og eiga samskipti við þig í samræmi við beiðnina. Fyrir upplýsingar um samskipti varðandi markaðsstarf okkar, vinsamlegast sjá grein 4.3.3 hér að neðan.
  Unnið úr eftirtöldum flokkum persónuupplýsinga í þessum tilgangi: Samskiptaupplýsingar (t.d. netfang, símanúmer), gögn sem skipta máli fyrir notkun tilkynningamiðstöðvarinnar (þ.e. aðgreiningarupplýsingar, s.s. verksmiðjunúmer ökutækisins (VIN), raðgreiningarauðkenni, hvort búið sé að lesa skilaboðin, UTC-tímabeltisstöðu), gögn sem tengjast sendingu tilkynninga í gegnum Kia Connect appið (s.s. notendaauðkenni, land, tungumál, auðkenni tækis, kerfistóka, verkvang, UUID einkvæmt auðkenni, samskiptaauðkenni) heiti, upplýsingar sem þú hefur veitt í tengslum við viðkomandi beiðni, samningsgögn.
  Lagalegur grundvöllur: Vinnslan er nauðsynleg til að efna samninginn sem þú hefur gert við okkur (b-liður 1. mgr. 6. gr GDPR-reglugerðarinnar) eða í þágu lögmætra hagsmuna sem við framfylgjum (f-liður 1. mgr. 6. gr GDPR-reglugerðarinnar). Lögmætir hagsmunir okkar eru: að veita viðskiptavinum okkar bestu mögulegu þjónustu og svara og vinna úr beiðnum viðskiptavina okkar á viðeigandi hátt.
  4.3.2.
  Tækniaðstoð Ef greinst hefur tæknilegt vandamál í tengslum við ökutækið þitt og þjónustuna, getur verið að við þurfum að lesa upplýsingar úr ökutækinu þínu í þágu þess að greina slíkar upplýsingar og leysa vandamálið sem uppgötvaðist. Með fyrirvara um fyrirframsamþykki þitt munum við safna og vinna úr svokallaðri kladdaskrá miðlæga stjórnborðsins í ökutækinu þínu, sem inniheldur ákveðna flokka persónuupplýsinga. Samþykki þitt er valfrjálst og hægt er að afturkalla það hvenær sem er (t.d. með því að nota snertingareyðublaðið okkar sem er að finna í hlutanum „Aðstoð“ undir „Hafðu samband“ á vefsíðunni okkar (https://connect.kia.com/eu/customer-support/contact-form/)). Afturköllunin samþykkis hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem fór fram áður en samþykki var afturkallað. Vinsamlega hafðu í huga að synjun á veitingu eða afturköllun samþykkis gæti komið í veg fyrir að við bjóðum upp á eða getum lokið greiningu á vandamáli ökutækisins og þjónustunnar.
  Unnið úr eftirtöldum flokkum persónuupplýsinga í þessum tilgangi: Verksmiðjunúmer (VIN), tímastimplar, gögn um landfræðilega staðsetningu eða GPS-hnit (s.s. fyrri áfangastaðir þínir), auk greiningarupplýsingar ökutækis í tengslum við frammistöðu, notkun, rekstur og ástand ökutækisins.
  Lagalegur grundvöllur: Vinnslan er byggð á fyrirframsamþykki þínu (a-liður 1. mgr. 6. gr GDPR-reglugerðarinnar).
  4.3.3.
  Markaðssetning: Það kann að vera að við höfum samband við þig í gegnum miðlæga stjórnborð öktækisins þíns, með tölvupósti og/eða tilkynningum innan Kia Connect appsins (Kia Connect appið er með aðskilið innhólf fyrir þetta) til að veita þér kynningarupplýsingar varðandi vörur okkar og/eða þjónustu, til að biðja þig um að taka þátt í könnunum eða til að leyfa þér að veita álit þitt. Í tengslum við slíka tölvupósta og tilkynningar innan Kia Connect appsins er það vanalega háð fyrirframsamþykki þínu og takmarkast við umfang slíks samþykkis. Þú getur veitt samþykki þitt með því að virkja viðkomandi samþykkishnapp á lista yfir samþykki í Kia Connect appinu eða með öðrum viðeigandi hætti (ef við á). Þér er í sjálfsvald sett hvort þú veitir samþykki þitt og getur afturkallað það hvenær sem er (t.d. með því að gera óvirkan viðkomandi samþykkishnapp á lista yfir samþykki í Kia Connect appinu). Þú getur líka sagt upp áskrift að kynningartölvupóstlistanum okkar hvenær sem er með því að smella á afskráningartengilinn sem fylgir hverjum kynningarpósti sem við sendum. Afturköllunin samþykkis hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem fór fram áður en samþykki var afturkallað. Þú hefur einnig rétt til að mótmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna í tengslum við beina markaðssetningu (sjá grein 5.6 hér að neðan fyrir frekari upplýsingar).
  Ef þú gefur okkur upp netfangið þitt sem hluta af skráningu í þjónustuna og nema þú hafir andmælt því, getur verið að við sendum þér upplýsingar um áþekka Kia Connect þjónustu eða vörur á viðkomandi netfang án þess að biðja þig um samþykki þitt fyrirfram. Þetta er vegna þess að í slíkum tilfellum er þess ekki krafist að þú veitir okkur sérstakt samþykki, þar sem þú ert núverandi viðskiptavinur. Þetta á einnig við um þegar þér eru sendar upplýsingar með tilkynningum innan Kia Connect appsins í aðskilda innhólfið innan appsins.
  . Hins vegar hefur þú rétt á að afþakka slíkt rafrænt markaðsefni í gegnum tölvupóst hvenær sem er án þess að því fylgi neinn kostnaður (annar en flutningskostnaður samkvæmt grunntöxtum) (t.d. með því að gera óvirka viðkomandi hnappa á listanum „Auglýsingar í tengslum við þjónustu“ í Kia Connect appinu). Þú getur líka sagt upp áskrift að kynningartölvupóstlistanum okkar hvenær sem er með því að smella á afskráningartengilinn sem fylgir hverjum kynningarpósti sem við sendum. Þú hefur einnig rétt til að mótmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna í tengslum við beina markaðssetningu (sjá grein 5.6 hér að neðan fyrir frekari upplýsingar).
  Unnið úr eftirtöldum flokkum persónuupplýsinga í þessum tilgangi: Nafn, samskiptaupplýsingar (t.d. tölvupóstur), tæknigögn (t.d. upplýsingar um tæki, IP-tölu, notendaauðkenni, UUID einkvæmt auðkenni); upplýsingar um samþykki (t.d. dagsetning og tíma þegar þú veittir samþykki þitt).


  Lagalegur grundvöllur: Vinnslan er byggð á fyrirframsamþykki þínu (a-liður 1. mgr. 6. gr GDPR-reglugerðarinnar); 2. mgr, nr. 2 í 7. gr. Þýsku laganna gegn óheiðarlegri samkeppni (German Act against Unfair Competition, „UWG“)) eða er nauðsynleg í þágu lögmætra hagsmuna sem við framfylgjum (f-liður 1. mgr. 6. gr GDPR-reglugerðarinnar; 3. mgr 7. gr í UWG). Lögmætir hagsmunir okkar eru: að kynna þjónustu okkar og vörur.
  4.3.4.
  Álit og kannanir: Annað veifið kann að vera að við bjóðum þér að veita álit þitt og/eða taka þátt í könnunum sem tengjast okkur og þjónustu okkar, þar á meðal stuðningsþjónustu okkar (sjá grein 4.3.3 hér að ofan fyrir upplýsingar um samskipti okkar við þig). Ef þú gefur álit þitt eða tekur þátt í könnunum okkar getur verið að við vinnum úr viðeigandi persónuupplýsingum í þágu þess að vinna og meta endurgjöfina eða framkvæma, vinna og meta könnunina. Þetta er til þess að bæta þjónustu okkar og laga hana að þörfum viðskiptavina okkar.
  Í sumum tilvikum kann að vera að við framkvæmum kannanir með því að nota Salesforce Marketing Cloud verkvanginn sem salesforce.com Germany GmbH veitir eða netkönnunartólið Surveymonkey sem Momentive Europe UC veitir (“Augnablik”) (sjá grein 6 hér að neðan fyrir nánari upplýsingar um þessar veitendur).
  Til að taka þátt í könnunum sem gerðar eru með Surveymonkey gætir þú þurft að smella á tengil sem fylgir með í boðinu í könnunina. Þegar þú smellir á tengilinn verður þér vísað á síðu Momentive, þar sem könnunin fer fram. Momentive mun vinna úr upplýsingum í tengslum við könnunina fyrir okkar hönd og til að uppfylla okkar markmið. Ennfremur kann að vera að Momentive: (i) safni og vinni úr upplýsingum um tækið þitt og öðrum tæknilegum gögnum til að forðast fjölþátttöku; og (ii) nota vafrakökur til að greina hvort þátttakandi hafi þegar heimsótt könnunina og til að endurúthluta svörum sem viðkomandi þátttakandi hefur þegar gefið. Frekari upplýsingar um vinnslu Momentive á persónuupplýsingum er að finna á https://www.surveymonkey.com/mp/legal/privacy/.
  Unnið úr eftirtöldum flokkum persónuupplýsinga í þessum tilgangi: Nafn (ef við á og það hefur verið gefið upp), efnisgögn (t.d. álit þitt og/eða svör), tæknigögn (IP-tala, UUID einkvæmt auðkenni, útgáfu stýrikerfis, gerð tækis, auðkenni tækis / MAC-auðkenni, upplýsingar um kerfi og virkni þess og gerð vafra).
  Lagalegur grundvöllur: Vinnslan er nauðsynleg í þágu lögmætra hagsmuna sem við framfylgjum (f-liður 1. mgr. 6. gr GDPR-reglugerðarinnar). Lögmætir hagsmunir okkar eru: að bæta þjónustu okkar.
  4.3.5.
  Gagnadeiling: Nánari upplýsingar um hvernig við deilum persónuupplýsingum þínum með þriðju aðilum er að finna í grein 6 að neðan.
  4.3.6.
  Rekstur fyrirtækis: Við kunnum að vinna ákveðna tegund persónuupplýsinga sem vísað er til hér að ofan við innri stjórnun og stjórnunartilgangi, þar á meðal skjalastjórnun eða viðhaldi annarra innri samskiptareglna.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg í þágu lögmætra hagsmuna sem við fylgjum (Gr. 6 (1) f) GDPR). Lögmætir hagsmunir okkar eru: að tryggja viðeigandi og skilvirkan rekstur fyrirtækisins.
  4.3.7.
  Samræmi við lög: Það kann að vera að við vinnum á ákveðnum flokkum persónuupplýsinga sem vísað er til hér að ofan (t.d. skrár yfir öll samþykki sem þú hefur veitt ásamt dagsetningu og tíma, ásamt innihaldi samþykkis og hvernig það var veitt) til að hlíta gildandi lögum, tilskipunum, tilmælum eða beiðnum frá eftirlitsstofnunum (t.d. beiðnum um að deila persónuupplýsingum með dómstólum eða eftirlitsstofnunum, þ.m.t. lögreglu).
  Lagastoð: Slík vinnsla gæti verið nauðsynleg: (i) til að uppfylla lagaskyldu sem við erum háð (gr. 6 (1) c) GDPR); eða (ii) í þágu lögmætra hagsmuna okkar (gr. 6 (1) f) GDPR). Lögmætir hagsmunir okkar eru: að tryggja að við uppfyllum viðeigandi lagalegar skyldur.
  4.3.8.
  Dómsmál og rannsóknir: Við kunnum að vinna úr ákveðinni tegund persónuupplýsinga sem vísað er til hér að ofan til að meta, framfylgja og verja réttindi okkar og hagsmuni.
  Lagastoð: Vinnslan er nauðsynleg í þágu lögmætra hagsmuna sem við fylgjum (Gr. 6 (1) f) GDPR). Lögmætir hagsmunir okkar eru: að vernda hagsmuni okkar og framfylgja réttindum okkar.

 • 5. ÞINN RÉTTUR

 • Þar sem við vinnum persónuupplýsingar þínar á grundvelli samþykkis þíns, hefur þú rétt til að afturkalla samþykki þitt hvenær sem er (Gr. 7 (3) GDPR). Afturköllunin hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem þegar hefur farið fram.
  Í samræmi við viðeigandi lög og reglur um persónuvernd getur þú átt rétt til þess að: fá aðgang að persónuupplýsingum um þig (Gr. 15 GDPR), krefjast leiðréttingar persónuupplýsinga um þig (Gr. 16 GDPR), krefjast þess að persónuupplýsingum um þig sé eytt (Gr. 17 GDPR), gera kröfu um að vinnsla persónuupplýsinga um þig verði takmörkuð (GR. 19 GDPR), krefjast þess að geta flutt persónuupplýsingarnar (GR. 20 GDPR) og andmælt vinnslu persónuupplýsinga um þig (Gr. 21 (1) og (2) GDPR)..
  Að auki geturðu sent kvörtun til Persónuverndar, sem er stjórnvaldið sem hefur með persónuvernd á Íslandi að gera (Gr. 77 GDPR).
  Vinsamlega hafið í huga að réttindin kunna að takmarkast af lögum og reglum sem gilda um persónuvernd á Íslandi.
  5.1.
  Réttur til aðgangs: Þú kannt að eiga rétt til að fá staðfestingu á því frá okkur hvort verið sé að vinna persónuupplýsingar er varða þig og, ef svo er, rétt til að biðja um aðgang að persónuupplýsingunum og ákveðnum viðbótarupplýsingum. Slíkar aðgangsupplýsingar fela í sér – meðal annars – tilgang vinnslunnar, viðkomandi flokka persónuupplýsinga þinna og viðtakendur eða flokka viðtakenda persónuupplýsinganna. Hins vegar kunna hagsmunir annarra einstaklinga að takmarka rétt þinn til aðgangs.
  Þú kannt einnig að eiga rétt á að fá afrit af persónuupplýsingunum sem eru í vinnslu. Verði beðið um viðbótareintök af þeim er okkur heimilt að krefjast sanngjarns endurgjalds, sem byggt yrði á kostnaði.
  5.2.
  Réttur til leiðréttingar: Þú kannt að eiga rétt á að fá óáreiðanlegar persónuupplýsingar er varða þig leiðréttar af okkur. Með hliðsjón af viðeigandi tilganginum með vinnslunni kannt þú að eiga rétt á að láta fullgera ófullkomnar persónuupplýsingar, þ.m.t. með því að leggja fram yfirlýsingu til viðbótar.
  5.3.
  Réttur til eyðingar („réttur til að gleymast“): Við vissar kringumstæður geturðu átt rétt til þess að við eyðum persónuupplýsingum um þig og að fenginni slíkri ósk gæti okkur verið skylt að eyða þeim upplýsingum sem ósk tekur til.
  5.4.
  Réttur til takmörkunar á vinnslu: Í tilteknum tilvikum kannt þú að eiga rétt á að við takmörkum vinnslu persónuupplýsinga þinna. Í þessu tilviki verða viðkomandi gögn merkt og við megum aðeins vinna úr þeim í tilteknum tilgangi.
  5.5.
  Réttur til að flytja eigin gögn: Við vissar kringumstæður geturðu átt rétt til þess að við afhendum þér persónuupplýsingar varðandi þig sem þú hefur útvegað okkur skipulega teknar saman á þann hátt sem tíðkanlegur er í tölvulesanlegu formi og þú getur átt rétt til þess að senda þær upplýsingar til annars ábyrgðaraðila án hindrana frá okkur.
  5.6.
  Andmælaréttur: Við ákveðnar kringumstæður og þegar vinnslan byggist á lögmætum hagsmunum (Gr. 6 (1) f) GDPR) getur þú haft rétt á að mótmæla úrvinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum og hægt er að fara fram á að við hættum úrvinnslu persónuupplýsinga þinna. Ef persónuupplýsingar þínar eru unnar í þágu beinnar markaðssetningar, átt þú hvenær sem er rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga sem varða þig vegna slíkrar markaðssetningar, þ.m.t. gerð persónusniðs að því marki sem það tengist slíkri beinni markaðssetningu. Í þessu tilviki verða persónuupplýsingar þínar ekki lengur unnar af okkur í þessum tilgangi.
  5.7.
  Til að gera ráðstafanir varðandi geymslu og miðlun gagna eftir andlát manns: Þú hefur rétt til að gera sérstakar ráðstafanir varðandi geymslu og miðlun persónuupplýsinga þinna eftir andlát þitt og við munum fylgja þeim ráðstöfunum. Þú getur einnig gert almennar ráðstafanir með þriðja aðila, sem mun láta okkur vita um fyrirmæli þín innan hæfilegs tíma.

 • 6. VIÐTAKENDUR OG FLOKKAR VIÐTAKENDA

 • Aðgangur að persónuupplýsingum um þig hjá Kia takmarkast við þá sem þurfa aðgang að þeim til þess að fullnægja starfsskyldum sínum. Kia kann að birta persónuupplýsingar þínar í viðkomandi tilgangi og í samræmi við gildandi gagnaverndarlög til viðtakenda og flokka viðtakenda sem taldir eru upp hér að neðan:
  ● Fyrirtækjum Kia Group – Við kunnum að birta persónuupplýsingar þínar öðrum fyrirtækjum sem eru aðilar að Kia Group, þ.m.t. hlutdeildarfyrirtækjum okkar í Evrópu og Kia Corporation í Suður-Kóreu. Að því marki sem við birtum slík gögn öðrum meðlimum Kia Group í innri stjórnsýslutilgangi, er slík birting nauðsynleg með tilliti til rekstrar- og viðskiptahagsmuna okkar (f-liður 1. mgr. 6. gr GDPR-reglugerðarinnar). Við kunnum einnig að birta slík gögn vegna þess að þau eru nauðsynleg til að efna samning okkar við þig (b-liður 1. mgr. 6. gr GDPR-reglugerðarinnar).
  Ennfremur, í sumum tilfellum, kann birtingin að byggjast á samþykki þínu (a-liður 1. mgr. 6. gr GDPR-reglugerðarinnar). Til dæmis, með því að virkja viðkomandi samþykkishnapp á listanum yfir samþykki í Kia Connect appinu, getur verið að þú sért að samþykkja að deila tilteknum ökutækjagögnum með viðkomandi innlendum Kia sölu- eða dreifingaraðila innan Evrópu af ýmis konar ástæðum. Vinsamlegast kynntu þér lista yfir samþykki í Kia Connect appinu fyrir nánari upplýsingar. Í hvert sinn sem þú veitir slíkt samþykki er þér í sjálfsvald sett hvort þú veitir samþykki þitt og getur afturkallað það hvenær sem er (t.d. með því að gera óvirkan viðkomandi samþykkishnapp á lista yfir samþykki í Kia Connect appinu). Afturköllunin samþykkis hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem fór fram áður en samþykki var afturkallað.
  ● Fjarskiptaveitendur – Í þeim tilgangi að veita þér þjónustu okkar (gr. 6 (1) b) GDPR), kunnum við að senda persónuupplýsingar þínar til Vodafone GmbH, Ferdinand-Braun-Platz 1, 40549 Duesseldorf, Þýskalandi sem veitir viðeigandi fjarskiptaþjónustu. Vodafone GmbH mun vinna með persónuupplýsingar þínar sem óháður ábyrgðaraðili.
  ● Þjónustuveitendur – Við kunnum að birta persónuupplýsingar þínar til ákveðinna þriðju aðila, hvort sem þeir eru tengdir eða ótengdir, sem vinna slík gögn sem þjónustuveitendur okkar fyrir okkar hönd samkvæmt viðeigandi fyrirmælum sem vinnsluaðilar og eftir þörfum fyrir viðkomandi vinnslutilgang (28. gr. ) DSGVO). Þessir vinnsluaðilar munu vera háðir samningsbundnum skyldum til að innleiða viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir til að vernda persónuupplýsingarnar og að vinna persónuupplýsingarnar eingöngu í samræmi við fyrirmæli okkar. Slíkir þjónustuveitendur geta falið í sér:
  ● Þjónustuveitandi tækniinnviða og viðhaldsþjónustu varðandi þjónustuna sem er Hyundai Autoever Europe GmbH, Kaiserleistraße 8a, 63067 Offenbach am Main, Þýskalandi.
  ● Þjónustuveitandi stjórnunarverkvang gagna viðskiptavina okkar og tengdra stjórnunarverkvanga fyrir tengda bílla sem eru salesforce.com Germany GmbH, Erika-Mann-Strasse 31-37, 80636 München, Þýskalandi og Amazon Web Services EMEA SARL, 38 avenue, John. F. Kennedy, L-1855, Lúxemborg, með netþjónsstað innan ESB/EES.
  ● Þjónustuveitan Momentive Europe UC, Second Floor, 2 Shelbourne Buildings, Shelbourne Road, Dublin 4, Írlandi, sem útvegar netkönnunartólið Surveymonkey og tengda þjónustu í þágu þess að framkvæma og meta kannanir.
  ● Þjónustuveitandinn Cerence B.V., CBS Weg 11, 6412EX Heerlen, Hollandi, sem veitir þjónustu í tengslum við raddgreiningu á netinu.
  ● Tengdir aðilar Kia í ESB/EES, sem veita þjónustu tengda þjónustuveri, þar með talið símaþjónustuver.
  ● Þjónustuveitendurnir TomTom Global Content B.V. og HERE Europe B.V. sem veita kortatengda þjónustu.
  ● Aðrir þjónustuveitendur í tengslum við tiltekna Þjónustu.
  ● Stjórnvöld, dómstólar og svipaðir þriðju aðilar sem eru opinberir aðilar – Við kunnum að birta persónuupplýsingar þínar til stjórnvalda, dómstóla og svipaðra þriðju aðila sem eru opinberir aðilar þar sem okkur ber lagalega skylda til að gera það (1. gr. ) c) GDPR) eða í þeim tilgangi að vernda hagsmuni okkar eða framfylgja réttindum okkar (gr. 6 (1) f) GDPR). Þessir viðtakendur munu vinna úr viðkomandi persónuupplýsingum sem óháðir ábyrgðaraðilar.
  ● Utanaðkomandi faglegir ráðgjafar – Við kunnum að birta persónuupplýsingar þínar til skattaráðgjafa okkar, endurskoðenda, lögfræðiráðgjafa og annarra utanaðkomandi faglegra ráðgjafa í þeim tilgangi að reka fyrirtæki okkar (gr. 6(1) f) GDPR). Í sumum tilfellum gætum við einnig birt gögnin í þeim tilgangi að vernda hagsmuni okkar eða framfylgja réttindum okkar (Gr. 6 (1) f) GDPR). Þessir viðtakendur munu venjulega vinna úr viðkomandi persónuupplýsingum sem óháðir ábyrgðaraðilar.
  ● Þriðju yfirtökuaðilar - Ef við seljum eða flytjum alla eða einhvern hluta af eignum okkar eða viðskiptum (þar á meðal við endurskipulagningu eða gjaldþrotaskiptum), kunnum við að birta persónuupplýsingar þínar til þriðja yfirtökuaðila (Gr. 6 (1) f) GDPR). Þessir viðtakendur munu vinna úr viðkomandi persónuupplýsingum sem óháðir ábyrgðaraðilar.
  ● Öðrum – Það kann einnig að vera að við birtum þriðju aðilum persónuupplýsingar þínar (t.d. tryggingafélögum, leigufélögum, fjármálaþjónustuveitendum, ökutækjaflotafyrirtækjum, gagnasöfnunaraðilum); hins vegar munum við eingöngu deila persónuupplýsingum þínum með slíkum þriðju aðilum ef þú hefur beðið um það og veitt fyrirframsamþykki þitt fyrir slíkri birtingu (a-liður 1. mgr. 6. gr GDPR-reglugerðarinnar) eða ef slík birting er nauðsynleg til að efna samning okkar við þig eða fyrir efndir slíks samnings þriðja aðila við þig (b-liður 1. mgr. 6. gr GDPR-reglugerðarinnar). Þessir viðtakendur munu vinna úr viðkomandi persónuupplýsingum sem óháðir ábyrgðaraðilar.

 • 7. GAGNAFLUTNINGUR MILLI LANDA

 • Við erum aðili að alþjóðlegri fyrirtækjasamstæðu. Þess vegna gætum við flutt persónuupplýsingar innan Kia-samsteypunnar og til annarra þriðju aðila eins og fram kemur í kafla 6 hér að ofan.
  Einhverjir viðtakendur persónuupplýsinga þinna eru staðsettir eða kunna að hafa viðkomandi rekstur utan þíns lands og Evrópusambandsins/Evrópska efnahagssvæðisins, svo sem í Suður-Kóreu, Bretlandi eða Bandaríkjunum („Þriðja land“). Fyrir sum þriðju lönd hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákveðið að þau veiti fullnægjandi vernd fyrir persónuupplýsingar (t.d. Lýðveldið Kóreu, Bretland) („Fullnægjandi lögsaga“).
  Þar sem við flytjum persónuupplýsingar til viðtakanda sem hefur ekki verið ákvarðaður með Fullnægjandi lögsögu, veitum við viðeigandi verndarráðstafanir með því að gera gagnaflutningssamninga sem samþykktir eru af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (föst samningsákvæði) við viðtakendurna eða með því að grípa til annarra ráðstafana til að veita fullnægjandi gagnavernd. Afrit af þeim ráðstöfunum sem við höfum gripið til er hægt að fá hjá gagnaverndarfulltrúa okkar (sjá 3 hér að ofan).

 • 8. VARÐVEISLUTÍMI

 • 8.1.
  Persónuupplýsingar þínar eru geymdar hjá Kia og/eða þjónustuveitendum okkar, ekki lengur en nauðsynlegt er í þeim tilgangi sem persónuupplýsingunum er safnað fyrir og sem lýst er hér að ofan. Þegar við krefjumst ekki lengur persónuupplýsinga þinna í slíkum tilgangi munum við eyða þeim úr kerfum okkar og/eða skrám og/eða grípa til aðgerða til að gera þær ópersónugreinanlegar (nema okkur sé skylt að geyma viðeigandi persónuupplýsingar til að uppfylla lagalegar skyldur eða reglugerðir sem gilda um okkur; t.d. geta persónuupplýsingar í samningum, samskiptum og viðskiptabréfum fallið undir lögbundna geymsluskyldu, sem getur verið geymsla í allt að 10 ár).
  8.2.
  Endurstilling á Kia reikningi og/eða Miðlægu stjórnborði: Þú getur endurstillt Miðlæga stjórnborðið og Kia reikninginn þinn eða gert hann óvirkan með því að stilla viðkomandi val/ýta á viðkomandi hnapp (t.d. í Kia Connect appinu og/eða í Miðlæga stjórnborðinu, eftir því sem við á). Í slíkum tilvikum verða viðeigandi persónupplýsingar varðandi Kia reikninginn og/eða Miðlæga stjórnborðið útilokaðar og síðan eytt, nema varðveislutímabil eiga við (sjá kafla 8.1 hér að ofan).
  Við endurstillingu Kia reikningsins og/eða Miðlæga stjórnborðsins verður þú skráður út af Kia Connect appinu og/eða Miðlæga stjórnborðinu og verður að framkvæma nýja innskráningaraðferð eða skrá þig inn með öðrum skilríkjum ef þú ætlar að nota Þjónustuna í gegnum Kia Connect appið og/eða Miðlæga stjórnborðið. Athugið að
  ● til að gera Kia Connect appreikninginn þinn óvirkan mun þjónustan fyrir miðlæga stjórnborð enn virka.
  ● að endurstilla Miðlæga stjórnborðið, ökutækið þitt er aftengt frá Kia Connect appinu, þó hefur þetta ekki áhrif á Kia Connect appið.

 • 9. GAGNAÖRYGGI

 • Við höfum innleitt viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir til að verja persónuupplýsingar þínar gegn slysum eða ólöglegri eyðileggingu, tapi, breytingum, óheimilli birtingu, óheimilum aðgangi og öðrum ólögmætum vinnsluaðferðum. Hins vegar, þar sem internetið er opið kerfi, er flutningur gagna um internetið aldrei fullkomlega öruggur. Þó að við vinnum stöðugt að því að efla öryggisráðstafanir okkar eftir því sem tæknin þróast og til að tryggja viðeigandi öryggisstig fyrir hvers kyns persónuupplýsingar sem við vinnum úr þá getum við ekki ábyrgst öryggi gagna þinna sem send eru til okkar yfir internetið.

 • 10. VINNSLA ÁN TENGINGAR (E=OFFLINE MODE) (SLÖKKT Á MÓTALDI)

 • Þú getur valið að virkja vinnslu án tengingar í Miðlæga stjórnborðinu með því að stilla viðkomandi val. Sé það valið detta allar aðgerðir sem boðið er upp á í Þjónustunni úr sambandi og engum persónuupplýsingum er safnað og sannarlega ekki GPS gögn. Tákn fyrir vinnslu án tengingar er birt efst á skjá Miðlæga stjórnborðsins í bifreiðinni.

 • 11. SKILGREININGAR

 • „ábyrgðaraðili“ er einstaklingur eða lögaðili, opinbert yfirvald, stofnun eða annar aðili sem, einn eða í sameiningu með öðrum, ákvarðar tilgang og leiðir til vinnslu persónuupplýsinga.
  „GDPR“ þýðir: (i) reglugerð (ESB) 2016/679 (almenn gagnaverndarreglugerð); eða (ii) með tilliti til Bretlands, reglugerð (ESB) 2016/679 þar sem hún er hluti af lögum Bretlands í krafti 3. kafla laga Evrópusambandsins (afturköllun) 2018 og eins og henni hefur verið breytt frá einum tíma til annars. (einnig þekkt sem breska GDPR).
  „persónuupplýsingar“ merkir allar upplýsingar sem varða auðkenndan eða auðkennanlegan einstakling.
  „ferli“/„vinnsla“ merkir sérhverja aðgerð eða aðgerðir sem framkvæmd er á persónuupplýsingum eða á safni persónuupplýsinga, svo sem söfnun, skráning, skipulagning, uppbygging, varðveisla, aðlögun eða breyting, endurheimt, samráð, notkun, birting með sendingu, dreifingu eða á annan hátt aðgengileg, samstillingu eða samsetningu, takmörkun, eyðingu eða eyðileggingu.
  „vinnsluaðili“ merkir einstaklingur eða lögaðili, opinbert yfirvald, stofnun eða annar aðili sem vinnur persónuupplýsingar fyrir hönd ábyrgðaraðila.
  „TTDSG“ þýðir gagnaverndarlög um fjarskipti í Þýskalandi (Telekommunikation-Telemedien-Datenschutz-Gesetz).

 • 12. BREYTINGAR Á LANDSLÖGUM

 • Eftirfarandi breytingar á landslögum eiga við:

  Austurríki
  Grein 8.1 skal breytt á eftirfarandi hátt: Persónuupplýsingar þínar eru geymdar hjá Kia og/eða þjónustuveitendum okkar, eingöngu upp að því marki sem nauðsynlegt er fyrir framkvæmd skyldna okkar og eingöngu í þann tíma sem nauðsynlegur er til að uppfylla þann tilgang sem persónuupplýsingar eru geymdar í, í samræmi við gildandi gagnaverndarlög. Þegar Kia þarf ekki lengur að vinna persónuupplýsingarnar þínar munum við eyða þeim úr kerfum okkar og/eða skrám og/eða grípa til aðgerða til að gera þær ópersónugreinanlegar (nema okkur sé skylt að geyma upplýsingarnar þínar til að uppfylla lagalegar skyldur eða reglugerðir sem gilda um Kia; t.d. geta persónuupplýsingar í samningum, samskiptum og viðskiptabréfum fallið undir lögbundna geymsluskyldu, sem getur verið geymsla í allt að 7 ár Hægt er að framlengja þennan varðveislutíma, sérstaklega ef nauðsyn krefur í þágu lögmætra hagsmuna sem Kia sækist eftir (til dæmis vegna hótana um eða yfirvofandi málaferla).

  Belgía
  Varðandi gagnageymslutímabilið samkvæmt gr. 8.1, í Belgíu, má geyma persónuupplýsingar sem tengjast samningssambandi í samningum, samskiptum eða viðskiptabréfum í allt að 10 ár frá lokum samningssambands Kia og þíns. Ef slík gögn eiga við innan ramma stjórnsýslu- eða dómsmeðferðar er hægt að geyma þau hjá Kia meðan á þessari málsmeðferð stendur, þar með talið þegar öll úrræði falla niður.
  Samskiptaupplýsingar belgískra persónuverndaryfirvalda eru eftirfarandi: Autorité de protection des données
  Gegevensbeschermingsautoriteit
  Rue de la presse 35
  1000 Brussels
  Sími: +32 (0)2 274 48 00
  Fax: +32 (0)2 274 48 35
  Netfang: contact(at)apd-gba.be

  Ungverjaland
  Grein 8.1 skal skipt út á eftirfarandi hátt: Persónuupplýsingar þínar eru geymdar hjá Kia og/eða þjónustuveitendum okkar, eingöngu upp að því marki sem nauðsynlegt er fyrir framkvæmd skyldna okkar og eingöngu í þann tíma sem nauðsynlegur er til að uppfylla þann tilgang sem persónuupplýsingar eru geymdar í, í samræmi við gildandi gagnaverndarlög. Þegar Kia þarf ekki lengur að vinna persónuupplýsingarnar þínar munum við eyða þeim úr kerfum okkar og/eða skrám og/eða grípa til aðgerða til að gera þær ópersónugreinanlegar (nema okkur sé skylt að geyma upplýsingarnar þínar til að uppfylla lagalegar skyldur eða reglugerðir sem gilda um Kia; t.d. geta persónuupplýsingar í samningum, samskiptum og viðskiptabréfum fallið undir lögbundna geymsluskyldu, sem getur verið geymsla í allt að 8 ár á bókhaldsgögnum frá útgáfudegi þeirra. Ef slík gögn eiga við innan ramma stjórnsýslu- eða dómsmeðferðar er hægt að geyma þau hjá Kia meðan á þessari málsmeðferð stendur, þar með talið þegar öll úrræði falla niður. Samskiptaupplýsingar ungverskra persónuverndaryfirvalda eru eftirfarandi:
  Nemzeti Adatvédelmi és Információszabadság Hatóság
  Heimilisfang: H-1125 Budapest, Szilágyi
  Erzsébet fasor 22/C.
  Sími: +36-1-391-1400
  Fax: +36-1-391-1410
  Netfang: ügyfelszolgalat@naih.hu

  Ítalía
  Hvað sem öðru líður eins og fram kemur í ofangreindri persónuverndartilkynningu, þá mun eftirfarandi gilda að því marki sem ítalsk lög gilda um vinnslu persónuupplýsinga þinna: (i) í engu tilviki mun Kia vinna með persónuupplýsingar þínar í prófílskyni án þíns samþykkis; (ii) ef þú ert núverandi viðskiptavinur og hefur gefið Kia netfangið þitt og með fyrirvara um andmælarétt þinn skv. lið 5.6 hér að ofan, kann Kia að senda þér markaðssamskipti með tölvupósti varðandi vörur eða þjónustu svipaðar þeim vörum eða þjónustu sem þú keyptir áður; (iii) með hliðsjón af geymslutímabilum mun Kia geyma persónuupplýsingar sem unnar eru í markaðs- eða prófílskyni, ef einhver eru, í 24 og 12 mánuði, í sömu röð, nema ítölsk persónuverndaryfirlit heimili Kia að geyma þau til lengri tíma.
  Samskiptaupplýsingar ítalskra persónuverndaryfirvalda eru eftirfarandi:
  Garante per la Protezione dei Dati Personali
  Piazza Venezia n. 11 - 00187 Rome
  www.gpdp.it - www.garanteprivacy.it
  Netfang: garante@gpdp.it
  Fax: (+39) 06 696773785
  Sími: (+39) 06 696771

  Holland
  Grein 8.1 skal breytt á eftirfarandi hátt: Venjulegur lögbundinn gagnageymslutími í almennu bókhaldsskyni er 7 ár í Hollandi. Athugið að þetta varðveislutímabil getur verið framlengt, sérstaklega ef gildandi lög krefjast þess og/eða ef nauðsyn krefur í þágu lögmætra hagsmuna sem Kia stundar (til dæmis vegna hótana um eða yfirvofandi málaferla).

  Pólland
  Grein 5.6 skal breytt á eftirfarandi hátt: Andmælaréttur: Við ákveðnar kringumstæður og á grundvelli aðstæðna þinna hefur þú rétt á að mótmæla úrvinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum og hægt er að fara fram á að við hættum úrvinnslu persónuupplýsinga þinna. Ef persónuupplýsingar þínar eru unnar í þágu beinnar markaðssetningar, átt þú hvenær sem er rétt á að afturkalla vinnslu í slíku skyni sem varðar þig vegna slíkrar markaðssetningar, þ.m.t. gerð persónusniðs að því marki sem það tengist slíkri beinni markaðssetningu. Í þessu tilviki verða persónuupplýsingar þínar ekki lengur unnar af okkur í þessum tilgangi. Grein 8.1 skal breytt á eftirfarandi hátt: Persónuupplýsingar þínar eru geymdar hjá Kia og/eða þjónustuveitendum okkar, eingöngu upp að því marki sem nauðsynlegt er fyrir framkvæmd skyldna okkar og eingöngu í þann tíma sem nauðsynlegur er til að uppfylla þann tilgang sem persónuupplýsingar eru geymdar í, í samræmi við gildandi gagnaverndarlög. Þegar Kia þarf ekki lengur að vinna persónuupplýsingarnar þínar munum við eyða þeim úr kerfum okkar og/eða skrám og/eða grípa til aðgerða til að gera þær ópersónugreinanlegar (nema okkur sé skylt að geyma upplýsingarnar þínar til að uppfylla lagalegar skyldur eða reglugerðir sem gilda um Kia; t.d. er venjulegur lögbundinn gagnageymslutími í almennu bókhaldsskyni 5 ár frá lokum fyrri reikningsára í Póllandi. Athugið að þetta varðveislutímabil getur verið framlengt, sérstaklega ef gildandi lög krefjast þess og/eða ef nauðsyn krefur í þágu lögmætra hagsmuna sem Kia stundar (til dæmis vegna hótana um eða yfirvofandi málaferla).)
  Samskiptaupplýsingar pólskra persónuverndaryfirvalda eru eftirfarandi:
  Prezes Urzędu Ochrony Danych Osobowych
  Urząd Ochrony Danych Osobowych ul. Stawki 2
  0-193 Warszawa
  Netfang: kancelaria@uodo.gov.pl

  Slóvakía Samskiptaupplýsingar slóvakískra persónuverndaryfirvalda eru eftirfarandi: Úrad na ochranu osobných údajov Slovenskej republiky Hraničná 12 820 07 Bratislava 27 Slovak Republic https://dataprotection.gov.sk/uoou/sk Sími: + 421 2 32 31 32 14 Netfang: statny.dozor@pdp.gov.sk

  Spánn
  Gr. 5.1 mgr. 2 skal skipt út á eftirfarandi hátt: Þú kannt einnig að eiga rétt á að fá afrit af persónuupplýsingunum sem eru í vinnslu. Verði beðið um viðbótareintök af þér innan sex mánaða nema lögmæt ástæða er fyrir því er okkur heimilt að krefjast sanngjarns endurgjalds, sem byggt yrði á kostnaði.
  Grein 8 skal skipt út á eftirfarandi hátt:
  8.1. Persónuupplýsingar þínar eru geymdar hjá Kia og/eða þjónustuveitendum okkar, eingöngu upp að því marki sem nauðsynlegt er fyrir framkvæmd skyldna okkar og eingöngu í þann tíma sem nauðsynlegur er til að uppfylla þann tilgang sem persónuupplýsingar eru geymdar í, í samræmi við gildandi gagnaverndarlög. Þegar Kia þarf ekki lengur að vinna með persónuupplýsingar þínar munum við loka á þær og þegar fyrningartíminn er liðinn (t.d. persónuupplýsingar sem eru í samningum, samskiptum og viðskiptabréfum geta verið háðar lögbundnum kröfum um varðveislu, sem geta verið að krefjast varðveislu í allt að 10 ár), munum við eyða þeim úr kerfum okkar og/eða skrám og/eða gera ráðstafanir til að réttlæta það almennilega svo að ekki sé lengur hægt að bera kennsl á þig með þeim.
  8.2. Þar sem engin laga- eða stjórnvaldsfyrirmæli standa til varðveisluskyldu verður meginreglan sú að öllum persónuupplýsingum sem unnar eru vegna notkunar Þjónustunnar er útilokaðar og síðan eytt eða þær gerðar ópersónugreinanlegar svo skjótt sem Þjónustan hefur verið veitt. Frá því eru þessar undantekningar:
  ● Innskráningarupplýsingar eru varðveittar svo lengi sem samningurinn er í gildi (þ.e. allt að sjö árum).
  ● Nettengd raddstýring: Raddsýni og staðsetningarupplýsingar (sjá 4.2.2 að framan) eru varðveitt allt að 90 dögum
  ● Kia beint: GPS upplýsingar og kerfisauðkenni (sjá 4.2.1 að framan) eru varðveitt í allt að 93 daga
  8.3. Lokun reiknings: Ef þú velur að hætta notkun þinni á Þjónustunni (t.d. með því að stilla viðkomandi val í Kia Connect appinu) og/eða Kia Connect reikningnum (t.d. með því að stilla viðkomandi val í Miðlæga stjórnborðinu) verður öllum persónuupplýsingum sem tengjast þínum Kia reikningi lokað og síðan eytt eins og útskýrt er hér að ofan.  Gildir frá desember 2022