Öryggiseinkunn
Með því að greina gögn sem tengjast hröðun, hemlun, aksturstíma, áætlaðri árlegri akstursvegalengd og hraða byggjum við upp heildstæða greiningu og veitum endurgjöf sem auðveldar þér að auka öryggi þitt á veginum.
Prófaðu fjölmarga eiginleika sem bæta aksturinn í símanum
Lækkaðu hleðslukostnaðinn um allt að 30% með því að hlaða Kia-bílinn sjálfkrafa þegar rafmagnið kostar minnst og tryggja að bíllinn sé endurhlaðinn og tilbúinn í tæka tíð.
Stilltu, tímasettu og virkjaðu hita- og loftstýringu hvar sem þú ert til að tryggja rétt hitastig í bílnum og ánægjulegri akstursupplifun.
Læstu Kia-bílnum og taktu hann úr lás með fjarstýringu í Kia-forritinu.
Tryggðu þér aukið öryggi með því að fylgjast með gögnum Kia-bílsins þegar einhver annar ekur honum, s.s. staðsetningu, aksturstíma, vegalengdum og hraða.
Skoðaðu yfirlit yfir eknar ferðir og fylgstu með helstu tölum, s.s. meðalhraða, vegalengdum og ferðatíma.
Fínstilltu notkun rafhlöðunnar og endingu með fjarstýrðri ræsingu, stöðvun og tímasetningu hleðslu. Í boði fyrir rafbíla og tengiltvinnbíla.
Auðvelt er að endurheimta vistuðu kjörstillingarnar þínar fyrir Kia-bílinn þinn með einum smelli eftir að einhver annar ekur honum.
Sendu áfangastaði fyrirfram í leiðsögukerfi Kia-bílsins.
Finndu Kia-bílinn hvar sem er með staðsetningareiginleikanum, sem er sérlega hentugt á stórum bílastæðum.
Veldu það sem gerir aksturinn þægilegri fyrir þig. Boðið er upp á fjölbreytt úrval eiginleika og sérstillinga sem hægt er að nálgast á skjá bílsins.
Fáðu aðgang að nýjustu upplýsingum um umferð með nákvæmum leiðatillögum í rauntíma og áætluðum komutíma.
Skoðaðu nýjustu upplýsingarnar um fyrirtæki, matsölustaði og áhugaverða staði í grenndinni.
Finndu bílastæði áður en þú mætir og skoðaðu laus stæði við götur og á hefðbundnum bílastæðum, litamerkt eftir tiltækileika.
Finndu hleðslustöðvar fyrir tengiltvinnbílinn, skoðaðu greiðslumáta, laus hleðslutengi og tegundir hleðslutengja.
Haltu einbeitingu við aksturinn með því að nota raddskipanir fyrir handfrjálsa stjórnun búnaðar.
Fáðu tilkynningar úr þjófavarnakerfinu, sérsniðnar tilkynningar og mikilvægar greiningarupplýsingar.
Athugaðu veðurspána fyrir áfangastaðinn, m.a. hitatölur og líkur á sólskini eða rigningu.
Fáðu uppfært eldsneytisverð frá nærliggjandi bensínstöðvum og skipuleggðu ökuferðina vandlega.
Nýjasti hugbúnaðurinn fyrir kort og upplýsinga- og afþreyingarkerfi.
Fáðu tilkynningar í beinni um uppáhaldsíþróttirnar þínar.
Skoðaðu dagatal símans á skjá bílsins og fáðu leiðsögn á rétta staði út frá dagatalsviðburðunum.
Með því að greina gögn sem tengjast hröðun, hemlun, aksturstíma, áætlaðri árlegri akstursvegalengd og hraða byggjum við upp heildstæða greiningu og veitum endurgjöf sem auðveldar þér að auka öryggi þitt á veginum.
Opnaðu bílinn þinn með snjallsímanum eða snjallúrinu og vertu laus við vesenið sem fylgir því að þurfa alltaf að vera með lykilinn á þér. Þú getur deilt stafræna Kia-lyklinum þínum með vinum eða fjölskyldu um fjartengingu, til dæmis þegar þið farið saman í ferðalag.
Greiddu fyrir bílastæði án þess að fara út úr bílnum með greiðslum í Kia-bílnum.
Aðeins í boði í tilteknum bílum.
Settu Kia-forritið upp og njóttu aðgengis og tengimöguleika til fullnustu
Er forritið þegar uppsett? Komum þér af stað!
Skoðaðu Algengar Spurningar og finndu gagnleg ráð til að koma þér af stað!
Finndu gagnlegar leiðbeiningar skref fyrir skref til að fá sem mest út úr upplifuninni.
Þarftu meiri aðstoð? Heimsæktu þjónustuverssíðuna okkar og sendu inn fyrirspurn.
Mörg þægileg tækifæri bjóðast til að endurhlaða Kia EV.
Með tengimöguleikum ertu alltaf í sambandi við Kia-rafbílinn, hvar sem þú ert.
Fáðu aðgang að fjölbreyttu úrvali Kia af rafbílum og samgöngutilboðum.