Fyrirtæki í tæknileiðangri

  • Kia Connect er hannað til að bæta daglegt líf Kia eigenda með hátæknivæddri tengingu sem er yfirgripsmikil, aðgengileg og þægileg.    Bílar verða stöðugt betur nettengdir og eins og viðbót við persónulegt líf okkar og starf. Það hefur aldrei verið auðveldara að tengjast umheiminum í Kia og skiptir engu máli hvar þú ert staddur.

  • Við hjá Kia Connect kappkostum við að hanna og þróa djarfar, frumlegar og skapandi tæknilausnir sem skapa upplifun samþættingar og innsæis meðal viðskiptavina okkar. Þannig stuðlum við að því að það sé skemmtilegt og vandkvæðalaust að eiga bíl.    Kia Connect var stofnað árið 2019. Það heldur utan um og setur fram grundvallar upplýsingar um ökutækið og tölfræði um akstur þinn. Með því að nýta þessar upplýsingar í öruggu umhverfi mun Kia Connect bæta tengingu, notagildi og virkni Kia ökutækisins í rauntíma.