Kia Connect in Car þjónusta

Með Kia Connect upplifir þú nýja stafræna tíma í akstri.

Vertu við öllu búinn með rauntíma upplýsingum. Gerðu hvern áfanga ferðarinnar að upplifun fullkominnar tengingar, einfaldleika og samþættingar.

  • Leiðsögn í rauntíma

    Nettengda leiðsögukerfið greinir skjótförnustu leiðirnar að öllum áfangastöðum með því að greina rauntímaupplýsingar um umferð og fyrri umferðargögn. Stöðug uppfærsla upplýsinga ræður leiðavali í rauntíma og gefur upp nákvæmlega áætlaðan komutíma á áfangastað.

  • Áhugaverðir staðir

    Upplýsingar um matsölustaði, lítil og stór fyrirtæki og áhugaverða staði til að skoða eru reglulega uppfærðar og þær og margt annað er einkar aðgengilegt í Points of Interest í Kia Connect In-Car þjónustunni.

  • Að leggja bílnum

    Nú þarf ekki að hafa áhyggjur af því að finna bílastæði. Kia Connect In-Car þjónustan sér um að birta staðsetningu bílastæða við götur og lifandi upplýsingar um bílastæði sem eru í boði í bílastæðahúsum með litamerkingum fyrir laus stæði, önnur smáatriði og verð.

  • Hleðslustöðvar

    Með nettengingu sýnir appið staðsetningar á hleðslustöðvum og einnig önnur atriði eins og greiðsluleiðir, hvort verið sé að nota hleðslustöðvarnar og hvaða gerðir tengja þær bjóða upp á.

  • Raddgreining

    Raddgreiningin bregst við fyrirfram völdum raddskipunum. Hún gerir ökumanni kleift að hafa hendur á stýri og fulla einbeitingu á akstrinum um leið og hann stillir inn nýjan áfangastað eða hringir úr símanum.

  • Skilaboð

    Kia Connect In-Car þjónustan getur komið skilaboðum á framfæri í gegnum Kia Connect appið um upplýsingar sem tengjast ökutækinu, eins og ýmsar viðvaranir, uppfærslur frá Kia og greiningarupplýsingar um ökutækið - allt með það að markmiði að halda þér upplýstum.

  • Myndavélar og staðir með hárri slysatíðni

    Vertu við öllu búinn. Taktu við upplýsingum í gegnum þjónustuna um vegi með takmörkuðu aðgengi og upplýsingum vegi á leið þinni þar sem slysatíðni er há.

  • Veður

    Í þessari þjónustu felst meira en að horfa til veðurs út um gluggann. Með því að skrá áfangastað þinn inn í kerfið færðu veðurspá þrjá daga fram í tímann fyrir hvaða svæði sem er. Spáin gefur upp líklegt hitastig, vindstyrk og líkur á úrkomu.

  • Eldsneytisupplýsingar

    Verslaðu þar sem hagkvæmast er. Eldsneytisverð á næstu bensínstöðvum er uppfært með sjálfvirkum hætti í Kia Connect In-Car þjónustuna. Þannig má skipuleggja hvenær og hvar fyllt er á tankinn.