Lagaleg skjöl Kia Connect

Notendaskilmálar - KIA reikningur.

  • 1. Formáli


  • 1.1 KIA vill bjóða þér þjónustu sem gerir upplifun þína af KIA jafn örugga, fyrirhafnarlausa og ánægjulega og framast má verða. Í því skyni býður KIA þér KIA reikninginn. KIA reikningurinn er einstakur, persónulegur og óframseljanlegur reikningur sem gerir þér kleift að nota ýmiskonar þjónustu sem KIA og/eða önnur félög bjóða upp á. Þar á meðal er netþjónusta, öpp og annarskonar hugbúnaðarþjónusta. Þjónustan sem um ræðir er aðeins í boði með KIA reikningi.

    1.2 Kvikni spurningar um KIA reikninginn, vinsamlegast hringið í símaþjónustu fyrir viðskiptavini:

    • België/Belgique: +32 80069706970
    • France: +33 969 320 600
    • United Kingdom: +44 3332022990
    • Deutschland: +49 800 777 3044
    • Sverige: +46 840 044 300
    • Nederland: +31 888 542542
    • España: +34 91 304 31 90
    • Italia: +39 848 582 588
    • Ireland: +35 3818300007
    • Magyarország: +36 80 315 542
    • Polska: +48 605542542
    • Österreich: +43 1734290010
    • Slovensko: +421 232 421 341
    • Česko: +42 0222999333
    • România: +40 213 125 005
    • Ísland: +354 590 2130
    • Suomi: +358 103 400 430
    • Eesti: +372 6652600
    • Latvija +371 67320044
    • Lietuva: +370 52125123
    • България: +359 700 14 777
    • Ελλάδα: +302105507477
    • Switzerland: +41 62 788 88 22
    • Portugal: +351 211 160 522

  • 2. Notendaskilmálar

  • 2.1 Með því að haka í þar til gerðan reit í samþykktarferlinu veitirðu samþykki þitt við þessum notendaskilmálum og lýkur með því gerð samnings við Kia UVO Connected GmbH, Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt, Þýskalandi (KIA, við eða okkur.) um stofnun og notkun einstaks KIA reiknings (eins og honum er frekar lýst í þessari 2. gr. Notendaskilmálanna). Hann má nota má til aðgangs og/eða stjórnunar tengdrar þjónustu, sem er frekar lýst í Sérstökum Notendaskilmálum og fellur undir þá. Þessir Sérstöku Notendaskilmálar geta takmarkað aðgang að þjónustu og/eða falið í sér að aðgangur sé háður tengingu við KIA reikning. Séu þessir Notendaskilmálar og Sérstöku Notendaskilmálarnar ósamþýðanlegir, gilda þeir síðarnefndu.

    2.2 Þér er því aðeins heimilt að nota KIA reikning að þú sért sjálfráða

    2.3 Ráði tæki sem þú notar ekki við þá tækni sem til þarf eða fullnægi þau ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar í Notendaskilmálunum er okkur ekki skylt að stofna KIA reikning fyrir þig.

    2.4 Notkun KIA reikningsins kann að kalla á nettengingu eða annarskonar fjarskiptasamband. Notendaskilmálarnir taka ekki til fjarskiptaþjónustunnar sem kann að vera forsenda notkunar KIA reikningsins. Sú notkun er háð sérstöku samkomulagi við þann sem veitir þá þjónustu og fyrir hana kann að vera gjaldtaka.

    2.5 Notkun KIA reikningsins er gjaldfrjáls.

    2.6 Til aðgangs að vissri þjónustu getur þú þurft að tengja KIA reikninginn við Kia bifreið eða bifreiðar. Þetta er nánar skilgreint í Sérstöku Notendaskilmálunum.

    2.7 Upplýsingar sem þú gefur til stofnunar KIA reiknings skulu vera réttar. Gögn sem safnað er í tengslum við KIA reikning eru m.a.:

    Nafn, ávarpstitill (hr., frú o.s. frv.), netfang, símanúmer, lykilorð, land, tungumál sem þú vilt nota og að þú hafir gengist undir Notendaskilmálana.

    2.8 KIA reikningurinn verður stofnaður til notkunar í samræmi við þessa Notendaskilmála. Okkur er heimilt að hafa samband við þig á netfangið sem þú tilkynntir við skráningu KIA reikningsins varðandi atriði sem tengjast KIA reikningnum, ef þörf krefur.

  • 3. Breytingar á Notendaskilmálum

  • Okkur er heimilt að gera öðru hverju breytingar á þessum Notendaskilmálum sem sanngjarnar teljast eða breyta virkni KIA reikningsins. Við munum tilkynna þér um slíkar breytingar með tölvuskeyti eða á annan hátt. Hafnirðu ekki breytingunum skriflega innan fjögurra vikna frá móttöku tilkynningarinnar teljast þær samþykktar. Við munum á skýran hátt gera þér grein fyrir réttinum til þess að hafna breytingum og afleiðingum þess að tjá sig ekki.

  • 4. Takmarkanir á notkun

  • 4.1 Þér er ekki heimilt að nota KIA reikninginn þannig að fari í bága við ákvæði þessara Notendaskilmála.

    4.2 Þér er heldur ekki heimilt að nota KIA reikninginn á þann hátt að fari í bága við lög eða reglugerðir, t.d. varðandi höfundarrétt eða umferðarreglur. Þá eru hverskyns not af KIA reikningnum sem kunna að ógna öryggi hans eða skapa hættu eða vandamál fyrir tæknilega uppbyggingu Kia eða þriðja aðila bönnuð og hið sama á við um not annarra viðskiptavina af KIA reikningnum. Að auki er þér óheimilt að skemma KIA reikninginn, gera hann óvirkan eða eiga við hann á nokkurn hátt, smita hann af vírusum, ormum, spilliforritum, njósnahugbúnaði, trójuhestum eða nokkurskonar öðrum skaðlegum kóðum eða forritum sem geta stofnað rekstri KIA reikningsins í hættu.

    4.3 Það þarf lykilorð að KIA reikningnum. Þér ber að velja lykilorð sem er nógu sterkt gagnvart öðrum. Okkur er heimilt að setja reglur um styrk lykilorða. Þér ber að varðveita lykilorðið og ekki má deila því með öðrum. Hafirðu grun um að einhver hafi á óheimilan máta komist yfir lykilorðið ber þér að skipta tafarlaust um það. Hafirðu grun um að einhver óviðkomandi hafi öðlast aðgang að þjónustu sem er í boði á KIA reikningnum þínum vinsamlega hafðu tafarlaust samband við viðskiptamannaþjónustu okkar (sjá gr. 1.2).

  • 5. Hugverkaréttindi

  • 5.1 Allt efni Kia reikningsins er eign Kia, beinna eða óbeinna dótturfélaga Kia eða tengdra félaga (Kia samstæðunnar) eða þriðju aðila og nýtur verndar viðeigandi laga um höfundarrétt og áskilnaður er gerður um frekari réttindi. Hverskyns réttindi tengd Kia reikningnum og undirliggjandi hugverki, efni og uppsetningu er í eigu Kia samstæðunnar eða rétthafa sem hún leiðir rétt sinn frá. Þér er óheimilt að selja, dreifa, gefa út, útvarpa eða fénýta Appþjónustuna á nokkurn hátt án skriflegs samþykkis okkar. Þér er óheimilt að afrita (í heild eða að hluta), senda (á rafrænan máta eða annan hátt), breyta, sýna, framsenda, veita rétt til að tengja með hlekk eða á nokkurn annan hátt nota KIA reikninginn opinberlega eða í fénýtingarskyni án fyrirfram samþykkis okkar

    5.2 Ekkert í þessum notendaskilmálum skal túlkað á þann veg að feli í sér leyfisveitingu eða heimild til þess að nota mynd, vörumerki, þjónustumerki eða firmamerki (e=logo), sem öll eru í eigu Kia samstæðunnar. Kia samstæðan áskilur sér allan rétt varðandi hugverk sem eru í hennar eigu eða upplýsingar eða efni sem tengist KIA reikningnum og mun vernda slík réttindi að því marki sem auðið er á grundvelli þeirra laga sem sem sett eru til verndar slíkum réttindum.

  • 6. Efni frá Notanda

  • KIA mun ekki gera kröfu til efnis sem þú gerir aðgengilegt um KIA reikninginn og ekkert í þessum Notendaskilmálum takmarkar rétt þinn til afnota slíks efnis.

  • 7. Ábyrgð

  • 7.1 Ábyrgð Kia vegna tjóns af einföldu gáleysi, hvort heldur er á grundvelli samnings eða laga, er bundin eftirgreindum takmörkunum

    a) Ábyrgð Kia takmarkast við fjárhæð fyrirsjáanlegs tjóns, dæmigerðs fyrir samning af þessu tagi, vegna brota á meiri háttar samningsskuldbindingum;

    b) Kia er ekki ábyrgt vegna tjóns sem hlýst af einföldu gáleysi eða öðru sambærilegu sakarstigi.

    7.2 Ábyrgðartakmarkanirnar taka ekki til ábyrgðar sem grundvallast á lagaskyldu, sérstaklega ekki ábyrgðar á grundvelli ásetnings, á grundvelli laga um skaðsemisábyrgð nr. 25/1991 eða ábyrgð vegna líkamstjóns sem er afleiðing sakar. Þá á ábyrgðartakmörkunin ekki við hafi Kia sérstaklega undirgengist ábyrgð.

    7.3 Greinar 7.1 og 7.2. taka samkvæmt þessu einnig til tjóns vegna ónýttra fjárútláta. Þér ber að gera eðlilegar og sanngjarnar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir og takmarka tjón.

  • 8. Vernd gagna

  • Vísað er til Persónuverndartilkynningar vegna KIA reikninga varðandi upplýsingar um hvernig við stöndum að söfnun og vinnslu persónuupplýsinga. Upplýsingar um söfnun og vinnslu upplýsinga sem tengist annarri þjónustu en KIA reikningum er að finna í Persónuverndartilkynningum vegna viðkomandi þjónustu.

  • 9. Samningstími

  • 9.1 Þér er heimilt að nota KIA reikninginn frá þeim degi sem þú skráir þig fyrir honum.

    9.2 Þú getur lokað KIA reikningnum þínum hvenær sem þú vilt. Þegar reikningnum hefur verið lokað er ekki lengur hægt að nota hann til þess að tengjast þjónustu sem er bundin honum. Til að halda áfram að nota slíka þjónustu þarf að endurvekja KIA reikninginn þinn eða stofna nýjan KIA reikning.

    9.3 Þér er einnig heimilt að segja samningnum upp hvenær sem þú vilt. Gerist það eiga þessir Notendaskilmálar ekki lengur við. Sé tilvist KIA reiknings skilyrði til notkunar þjónustu tekur uppsögnin ekki gildi fyrr en í fyrsta lagi þegar skylda til þess að veita þjónustuna fellur úr gildi. Sé margskonar þjónusta tengd KIA reikningnum þínum fylgir uppsagnarfresturinn því þjónustusambandi sem síðast fellur úr gildi.

    9.4 Við áskiljum okkur tímabundinn eða varanlegan rétt til þess að loka fyrir og/eða afturkalla rétt til notkunar KIA reikningsins vegna alvarlegra brota á þessum notendaskilmálum. Einnig er okkur heimilt að slíta samningi við Notanda sem verður uppvís að alvarlegum brotum á notendaskilmálunum.

  • 10. Ýmislegt

  • 10.1 Þessir Notendaskilmálar eru heildarsamkomulag aðila varðandi notkun KIA reikningsins og ganga framar öllum fyrri samningum eða samskiptum, skriflegum sem munnlegum, á milli aðila um hana.

    10.2 Skilmálar frá Notanda sem fela í sér frávik, eru í andstöðu við eða til viðbótar við Notendaskilmálana gilda því aðeins um notkun KIA reikningsins að við höfum fallist skriflega á þá með skýrum hætti.

    10.3 Okkur er heimilt að framselja réttindi okkar og skyldur samkvæmt samningi þessum, að hluta eða að fullu, til annarra veitenda þjónustunnar með tilkynningu sem send er með 6 vikna fyrirvara til Notandans. Sé slik tilkynning send hefur Notandinn heimild til þess að slíta samningnum innan mánaðar frá móttöku hennar og taka slík slit gildi þegar ætlað er að framsalið frá Kia til nýs þjónustuveitanda, sem tilkynnt var um, fari fram. Við munum gera Notandanum skýra grein fyrir rétti hans til þess að slíta samningnum í skriflegu tilkynningunni.


Persónuverndartilkynning - KIA reikningar

  • Til þess að geta veitt þér aðgang að öllu því sem KIA reikningur hefur upp á að bjóða þurfum við að vinna ákveðin gögn.

  • 1. Ábyrgðaraðili

  • Kia Connect GmbH, þýskt félag með skrásetningarnr. HRB 112541 og starfsstöð að Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt, Þýskalandi, hér tilgreint sem KIA, við eða okkur, ber ábyrgð á vinnslu allra persónuupplýsinga eins og nánar er rakið að neðan.

  • 2. Tengiliður

  • Kvikni spurningar um eða vegna persónuverndartilkynningarinnar eða óskir þú þess að beita réttindum sem þú átt á grundvelli hennar (sjá gr. 8 að neðan) vinsamlega notið framangreindar upplýsingar til þess að hafa samband við okkur eða þær sem hér fara að neðan:
    Kia Connect GmbH
    Netfang: info@kia-connect.eu
    Póstfang: Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main, Þýskalandi
    Símanr. :
    • België/Belgique: +32 80069706970
    • France: +33 969 320 600
    • United Kingdom: +44 3332022990
    • Deutschland: +49 800 777 3044
    • Sverige: +46 840 044 300
    • Nederland: +31 888 542542
    • España: +34 91 304 31 90
    • Italia: +39 848 582 588
    • Ireland: +35 3818300007
    • Magyarország: +36 80 315 542
    • Polska: +48 605542542
    • Österreich: +43 1734290010
    • Slovensko: +421 232 421 341
    • Česko: +42 0222999333
    • România: +40 213 125 005
    • Ísland: +354 590 2130
    • Suomi: +358 103 400 430
    • Eesti: +372 6652600
    • Latvija +371 67320044
    • Lietuva: +370 52125123
    • България: +359 700 14 777
    • Ελλάδα: +302105507477
    • Switzerland: +41 62 788 88 22
    • Portugal: +351 211 160 522

    Einnig er hægt að hafa samband við persónuverndarfulltrúa okkar:
    Netfang: dpo@kia-connect.eu
    Póstfang: Data Protection Officer, Theodor-Heuss-Allee 11, 60486 Frankfurt am Main, Þýskalandi

  • 3. Tilgangur og lagastoð fyrir vinnslunni

  • Við vinnum persónuupplýsingar um þig sem þú veitir okkur aðgang að vegna skráningar og notkunar á KIA reikningnum þínum. Tilgangur vinnslunnar er að stjórna KIA reikningnum (frá innskráningu og þar til honum kann að verða lokað), veita þér aðgang að öllu sem KIA reikningur hefur upp á að bjóða og leið að þjónustu sem gerir KIA reikning að skilyrði. Þá verður hann notaður til þess að tilkynna þér um uppfærslur á KIA reikningnum.

    Lagastoð okkar fyrir vinnslu persónuupplýsinganna grundvallast á því að vinnslan er skilyrði til efnda á samningi við þig um KIA reikninginn (1. mgr. 9. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsingarlög 90/2018) og frekar mælt fyrir um í gr. 6(1) (b) „EU General Data Protection Regulation֞ ("GDPR")) eða byggt á lögmætum hagsmunum KIA (gr. 6 (1) (f) GDPR).

    Frekari vinnsla vegna fjarvinnsluþjónustu sem tilgreind kann að verða er háð sérstakri persónuverndartilkynningu vegna þeirrar þjónustu sem vinnslan tekur til.

    Önnur vinnsla persónuupplýsinga um þig fer því aðeins fram að lagaskylda standi til þess (til dæmis sé gerð krafa þar um með dómi eða geri saksóknari kröfu þar um með viðhlítandi lagastoð), þú hafir fallist á slíka vinnslu persónuupplýsinga eða úrvinnslan eigi sér aðra lagastoð. Fari vinnsla persónuupplýsinga fram í öðrum tilgangi veitum við þér frekari upplýsingar þar um, teljist það tilhlýðilegt. Við stöndum ekki að sjálfvirkum vélunnum ákvörðunum, svo sem persónuleikagreiningum (vinnslu svipmóts e=profiling), með notkun Appþjónustunnar án þess að hafa tilkynnt slíkt sérstaklega þar með talið vinnslu svipmóts með öðrum hætti.

  • 4. Flokkar persónuupplýsinga

  • Gögnin sem safnað er vegna KIA reiknings eru m.a.: nafn, netfang, símanúmer, lykilorð, land, tungumál sem þú kýst að nota og að þú hafir samþykkt notendaskilmálana.

  • 5. Viðtakendur og flokkar viðtakenda persónuupplýsinga

  • Aðgangur að persónuupplýsingum um þig hjá Kia takmarkast við þá sem þurfa aðgang að þeim til þess að fullnægja starfsskyldum sínum.

    Flytja má persónuupplýsingar þínar í viðeigandi tilgangi til þeirra viðtakenda og flokka viðtakenda sem tilgreindir eru að neðan:

    • Þriðju aðilar sem ekki eru opinberir – Einkaaðilar, aðrir en við, sem eru tengdir eða ótengdir og sjálfir eða í samvinnu við aðra ákveða tilgang og aðferð við greiningu á persónuupplýsingum.

    • Vinnsluaðilar – Að mótteknum fyrirmælum sem nauðsynleg eru vegna tilgangs vinnslunnar getur tilteknum þriðju aðilum, tengdum eða ótengdum, verið afhentar persónuupplýsingar um þig til vinnslu fyrir hönd Kia. Vinnsluaðilarnir undirgangast samningsskuldbindingar um að viðeigandi tækni- skipulags og öryggisferlum sé fylgt til þess að vernda persónuupplýsingarnar og vinna aðeins þær upplýsingar sem þeir fá fyrirmæli um að vinna.

    Vinnsluaðilinn fyrir KIA reikninginn er Hyundai Autoever Europe GmbH, Kaiserleistraße 8a, 63067 Offenbach am Main, Þýskalandi.

    • Stjórnvöld, dómstólar, utanaðkomandi ráðgjafar og sambærilegir þriðju aðilar sem teljast opinberir svo sem viðeigandi lög kunna að mæla fyrir um eða heimila.

  • 6. Gagnaflutningur milli landa

  • Sumir viðtakenda persónuupplýsinga um þig eru staðsettir, eða reka starfsemi sem máli skiptir vegna söfnunar og vinnslu sem hér er lýst, utan Íslands og ESB/EES, s.s. í Suður Kóreu. Vernd persónuupplýsinga getur verið önnur þar en er á Íslandi og verið getur að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki kveðið upp úr um að hún sé fullnægjandi. Vegna flutnings gagna til viðtakenda utan ESB/EES tryggjum við tilhlýðilegt öryggi sérstaklega með því að gera samninga um gagnaflutninga sem eru teknir upp af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (svo sem staðlaða samningsskilmála (e=Standard Contractual Clauses)(2010/87/EU og/eða 2004/914/EC)) við viðtakendurna eða gerum aðrar ráðstafanir til þess að tryggja fullnægjandi vernd gagna. Fá má afrit þeirra ráðstafana sem við höfum gripið til hjá persónuverndarfulltrúa okkar (sjá 3.2. að framan).

  • 7. Varðveislutími

  • Persónuupplýsingar um þig eru varðveittar af okkur og/eða þeim sem veita okkur þjónustu, einvörðungu í þeim tilgangi að fullnægja skyldu okkar og aðeins svo lengi sem nauðsyn ber til í því skyni að ná þeim tilgangi sem að var stefnt með söfnun upplýsinganna og í samræmi við persónuverndarlög sem við eiga. Þegar Kia hefur ekki frekari þörf til vinnslu persónuupplýsinganna verður þeim eytt úr tölvukerfum okkar og/eða skjalasöfnum og/eða viðeigandi ráðstafanir gerðar til þess að gera þær ópersónugreinanlegar (nema okkur sé skylt að varðveita upplýsingarnar til þess að fullnægja skyldum sem á Kia hvíla að lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum, t.d. geta persónuupplýsingar í samningum og samskiptum varðandi viðskiptatengsl verið háðar varðveisluskyldu allt að 7 árum).

  • 8. Þinn réttur

  • Hafirðu veitt samþykki fyrir nokkurskonar vinnslu persónuupplýsinga, geturðu afturkallað það hvenær sem er þannig að gildi þaðan í frá. Afturköllunin hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem þegar hefur farið fram.

    Í samræmi við viðeigandi lög og reglur um persónuvernd getur þú átt rétt til þess að: krefjast aðgangs að persónuupplýsingum um þig, krefjast leiðréttingar persónuupplýsinga um þig, krefjast þess að persónuupplýsingum um þig sé eytt, gera kröfu um að vinnsla persónuupplýsinga um þig verði takmörkuð, krefjast flutnings persónuupplýsinganna og andmælt vinnslu persónuupplýsinga um þig.

    Að auki geturðu sent kvörtun til Persónuverndar, sem er stjórnvaldið sem hefur með persónuvernd á Íslandi að gera.
    Vinsamlega hafið í huga að réttindin kunna að takmarkast af lögum og reglum sem gilda um persónuvernd á Íslandi.
    Vinsamlega hafið samband við okkur í samræmi við leiðbeiningar í gr. 2 að framan ef þess er óskað að beita einhverjum tilgreindra réttinda.


    8.1 Réttur til aðgangs: Þú getur átt rétt til þess að fá frá okkur staðfestingu þess hvort persónuupplýsingar um þig séu unnar og sé svo, krefjast aðgangs að persónuupplýsingunum. Upplýsingar um aðgang eru m.a. um tilgang vinnslunnar, tegund upplýsinga sem hún tekur til og hverjir eða hverskonar viðtakendur hafi fengið eða muni fá aðgang að upplýsingunum. Þessi réttur er hinsvegar ekki ótakmarkaður og réttur annarra einstaklinga kann að takmarka rétt þinn til aðgangs.

    Þú kannt að eiga rétt til þess að fá afrit persónuupplýsinga sem eru í vinnslu. Verði beðið um viðbótareintök af þeim er okkur heimilt að krefjast sanngjarns endurgjalds, sem byggt yrði á kostnaði

    8.2 Réttur til leiðréttingar: Þú getur átt rétt til þess að fá frá okkur leiðréttingu á röngum eða ónákvæmum persónuupplýsingum um þig. Samræmist það tilgangi vinnslunnar, geturðu átt rétt til þess að fá bæta við persónuupplýsingar sem vantar upp á, þ. á m. með því að gefa viðbótaryfirlýsingu.

    8.3 Réttur til að eyða (réttur til að gleymast): Við vissar kringumstæður geturðu átt rétt til þess að við eyðum persónuupplýsingum um þig og að fenginni slíkri ósk er okkur skylt að eyða þeim upplýsingum sem ósk tekur til.

    8.4 Réttur til takmörkunar vinnslu: Við vissar kringumstæður áttu rétt til þess að við takmörkum vinnslu persónuupplýsinga um þig. Komi það til verða slíkar upplýsingar auðkenndar þannig að þær megi aðeins vinna í tilteknum tilgangi.

    8.5 Réttur til gagnaflutnings: Við vissar kringumstæður geturðu átt rétt til þess að við afhendum þér persónuupplýsingar varðandi þig sem þú hefur útvegað okkur, skipulega teknar saman á þann hátt sem tíðkanlegur er í tölvulesanlegu formi, og þú getur átt rétt til þess að senda þær upplýsingar annað án hindrana frá okkur.

    8.6 Réttur til andmæla: Við vissar kringumstæður, sem geta komið upp hvenær sem er, geturðu átt rétt til að andmæla vinnslu okkar á persónuupplýsingum um þig vegna atvika sem varða þig sérstaklega og okkur getur þá verið óheimilt að vinna þær upplýsingar. Séu upplýsingarnar unnar í þeim tilgangi að nota í beinni markaðssetningu er þér ennfremur heimilt hvenær sem er að andmæla vinnslu persónuupplýsinga um þig til slíkrar markaðssetningar, sem m.a. felur í sér vinnslu svipmóts (e=profiling) að því marki sem það er tengt slíkri beinni markaðssetningu. Komi þetta til verður látið af vinnslu persónuupplýsinga um þig í þeim tilgangi.