Kia og Tengimöguleikar
Bílar verða sífellt tengdari og því ætlum við hjá Kia Connect að bæta daglegt líf Kia-eigenda með fulltengdri fyrsta flokks tækni sem er gagnvirk, aðgengileg og þægileg, með það að markmiði að gera það að skemmtilegri og vandkvæðalausri upplifun að eiga bíl.
Frá stofnun fyrirtækis okkar árið 2019 sem dótturfélags í fullri eigu Kia Europe höfum við stækkað hratt á skömmum tíma. Nú hefur forritið verið sótt 1,7 milljón sinnum og virkir notendur eru 477.000. Þessi árangur endurspeglast í einkunnum upp á 4,0 í iOS og 3,6 í Android, auk þeirra 1,4 milljóna bíla sem forritið hefur verið virkjað í.
Kia, sem er í fremstu röð á alþjóðavísu á sviði samgangna, hefur stigið út fyrir rammann allt frá árinu 1944 og vísar nú veginn í átt að aukinni rafvæðingu bílaflotans. Við höldum áfram að bjóða upp á aukið úrval samgönguþjónustu og höldum tryggð við slagorð okkar – „Movement that inspires“ – sem hvetur milljónir manna um heim allan til að finna bestu leiðirnar til að komast á milli staða.